Voru lög brotin?

Umræða undanfarinna daga getur auðveldlega ært óstöðugan, já í raun hvern sem týnir sér í henni. Hver eftir annan stígur fram og lýsir yfir "lítilli" ábyrgð eða bendir á aðra, menn eða flokka, ráðherra og valdahópa. Þetta er allt saman mjög mannlegt. Frá upphafi hefur maðurinn haft þessa tilhneigingu að kenna helst öðrum um.  Adam reyndi að kenna Guði um þegar þau hjón völdu að óhlýðnast skapara sínum. En það vekur athygli mína hve margir sega sem svo ,"ég hef ekki brotið nein lög" eða ekki voru nein lög brotin svo við vitum.  Skelfilegt að heyra svona en undirstrikar hve langt við erum komin frá siðferðagildum kristinnar trúar. Eitt af því sem Jesús sagði var þetta: Jóhannesarguðspjall 14: 15  "Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín".Takið eftir að Jesús talar hér eins og sá sem valdið hefur, hann er Guð, hann sagði það skýrt í Mattheusi 28. 18 "allt vald er mér gefið á himni og jörðu" og hann sýndi einnig að hann hafði vald til að fyrirgefa syndir sem er jú í Guðs hendi , sjá Markús 2:10 "En til þess að þið vitið að Mannssonurinn hefur vald til að fyrirgefa syndir á jörðu," og svo sagði hann lama manninum að taka rekkju sína og ganga á brott. Við sem höfum unnið við fatlaða, vitum vel að svona gerist ekki bara rétt sí svona. Jesús hafði þetta vald, hann var Guð meðal manna til að leysa þá frá launum syndarinnar, sem er eilífur dauði. Án hans höfum við enga von um eilíft líf. Við sjáum svo margt í dag sem skapraunar okkur og vekur reiði. Það er vatn á millu óvinar Guðs og manna. Hann vill að við séum upptekin við að ergja okkur út í óréttlæti og græðgi annarra. Sá óvinur vill að við segjum þeim stríð á hendur og leitum hefnda og refsinga.  En hvað sagði Kristur í Lúkasi 6. kafla frá 24. versi? "24En vei yður, þér auðmenn,
því að þér hafið fengið yðar skerf. 25Vei yður, sem nú eruð saddir, því að yður mun hungra.
Vei yður, sem nú hlæið, því að þér munuð sýta og gráta.  26Vei yður, þegar allir menn hæla yður því að eins fórst forfeðrum þeirra við falsspámennina.  27En ég segi yður er á mig hlýðið: Elskið óvini yðar, gerið þeim gott sem hata yður, " Þetta er það erfiðasta sem við gerum og við viljum helst ekki hlusta á þessi orð Krists, svo skýr sem þau eru. Mörg vitur orð og ráð má finna í Orðskviðunum og þessi eru góð til íhugunar."Orðskviðirnir 16:1 Fyrirætlanir hjartans eru á mannsins valdi en svar tungunnar kemur frá Drottni". Og  18: 6 Orð heimskingjans valda deilum, munnur hans býður höggunum heim.  einnig er athygli vert að lesa  23:1 2 Þegar þú situr til borðs með valdhafa gættu þess þá vel hvern þú hefur fyrir framan þig." Það er ekki alltaf allt sem sýnist og mörgum er ekkert heilagt í dag, að mæla lygi þykir bara sjálfsagt, stundum sagt að verið sé að hagræða sannleikanum. En ég hef ekki séð neins staðar í Guðs orði að hægt sé að "hagræða" sannleika. hann er annaðhvort sannleikur eða lygi.  Í Orðskviðunum 29.12 segir; "þegar valdhafinn hlýðir á lygaorð verða allir þjónar hans sekir." Orð sem vert er að athuga vel.  Ég tel að þeir sem eingöngu horfa á sjálfa sig sem afkomendur apa og sjá Guðs orð sem svona merkilegt rit en ekki sannleika og tilvísun í Guðs lög, þeir týnast í blekkingum heimshyggjunnar. Þeir hrokast upp og glata sýninni á réttlæti og heiðarleika. Við erum öll sek um brot á boðorðum Guðs, dag hvern ef eitthvað er, ef við ættum ekki Jesús að sem milligöngumann og réttlæti í stað synda okkar, værum við að eilífu glötuð. En þá verðum við að muna eitt. Hans er að dæma, ekki okkar. Hann mun sjá til þess að réttlætið nái fram að ganga. Ég er ekki að segja að við eigum ekki að reyna að ná til þeirra sem órétt frömdu og töpuðu sér í græðgi og ásókn eftir "vindi og hégóma", en ef við töpum okkur í reiði og gleymum kristnum gildum þá erum við ekkert betri en þeir sem tóku mestan þátt í hrunadansinum.  Sumir kunna að sýna andlit sem viðrist iðrast og við sáum frægan golfara sýna mikla iðrun í beinni útsendingu. Nú er sagt að frægt íþróttafyrirtæki sem hefur styrkt hann hafi haft hönd í bagga með að reisa ímynd hans við og það síðasta er víst myndband sem sýnir Tiger stara í myndavélarnar og hlusta á rödd að "ofan" þar sem faðir hans, sem er löngu dáinn, er að lesa honum pistilinn. Smekklaust ef ekki glæpsamlegt ef satt er. En fjölmiðlarnir eru duglegir við að ýta undir andatrú, sem er í algjörri andstöðu við Guðs orð. Sagt er að eiginkona þessa fræga manns sé við það að gefast upp á að vinna í endurreisn hjónabandsins og hafi reiðst mjög við þetta útspil styrktaraðilans. En svona er heimurinn í dag. Ef þeir vilja halda áfram að græða og halda úti ímynd, þá er ekkert heilagt fyrir þeim, ekkert.  Allt sem kitlar eyrun og blekkir fólk enn meira er ausið yfir mannkynið í gegn um skjáinn. Í síðara Tímóteusarbréfi talar postulinn Páll um komandi tíma og ættu allir að lesa 3 kaflann en í 4. kaflanum stendur þetta m.a."3Því að þann tíma mun að bera er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu heldur hópa að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það sem kitlar eyrun. 4Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að kynjasögum.  Er þetta ekki eitt aðalmeinið í okkar heimi núna? Menn hafa horfið frá sannleika og heiðarleika og telja jafnvel barnaskap og einfeldni að skoða sjálfa sig í spegli Guðs orðs. Munið þið eftir þessum manni í Mattheusi 19. kafla.?

17Þegar Jesús var að leggja af stað kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: „Góði meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“
18Jesús sagði við hann: „Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. 19Þú kannt boðorðin: Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, heiðra föður þinn og móður.“
20Hinn svaraði honum: „Meistari, alls þessa hef ég gætt frá æsku.“ 21Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: „Eins er þér vant. Far þú, sel allt sem þú átt og gef fátækum og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan og fylg mér.“ 22En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur enda átti hann miklar eignir. 23Þá leit Jesús í kring og sagði við lærisveina sína: „Hve torvelt verður þeim sem auðinn hafa að ganga inn í Guðs ríki.“

 Mér dettur ekki í hug að halda því fram að þeir sem eru ríkir og valdamiklir eigi ekki aðgang að Guðsríki í fyllingu tímans. En það er ekki okkar að dæma, okkar er að fara eftir því sem Jesú kenndi okkur, að biðja fyrir þeim og já elska óvini okkar. Jesú er eina örugga fyrirmyndin til að byggja á. Hann elskar án þess að dæma, hann læknar án þess að fara í manngreinarálit. Þeir sem eru og hafa verið að týna sér í þessu lífsgæða kapphlaupi eru ekki öfundsverðir, því þeir eru týndir í þessum heimi. þeir þarfnast bæna okkar ekki síður en þeir sem þola hungur og skort. Hættum að skemmta óvininum og eyða löngum tíma í að býsnast. Skoðum okkur sjálf og hjálpum þeim sem verst hafa orðið úti með öllum hætti. Sýnum stillingu og verum varkár í orðum. Ég sjálf þarf að taka mig í gegn og hætta að ergja mig, ég ákveð hér og nú að gefa þetta mál sem ég hef  enga stjórn á, í hendur Guðs og fel honum lausnina. Það eru að koma breyttir tímar og hlutir sem marga órar ekkert fyrir. Meyjarnar fimm sem höfðu ekki olíu á lömpum sínum, sinntu ekki því sem sinna þurfti og urðu of seinar að átta sig. Þær misstu af brúðkaupi lambsins. Hvað þýðir það fyrir okkur? Skoðum það nánar leitum svara hjá Guði sjálfum og í Orði hans. Guð blessi okkur öll.

 

 
 
 

 

 

 

 

 

 

Rómverjabréfið 5. kafli

17Ef misgjörð hins eina manns leiddi til þess að dauðinn tók völd með þeim eina manni, hve miklu fremur munu nú þeir sem þiggja hina ómælanlegu gjöf náðar og sýknunar fá líf og ríki vegna hins eina, Jesú Krists.
18Allir urðu sekir vegna afbrots eins. Svo verða allir sýknir og öðlast líf sakir þess fullkomna verks sem einn vann. 19Allir urðu syndarar vegna óhlýðni eins manns. Eins verða allir lýstir sýknir saka vegna hlýðni hins eina.

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórdís Ragnheiður Malmquist

Höfundur

Þórdís Ragnheiður Malmquist
Þórdís Ragnheiður Malmquist

Félagsliði í fullri vinnu við hjúkrun aldraðra. Starfa við öflun efnis og dagskrárgerð, þýðingar og annað sem tengist kirkjunni minni sem er Boðunarkirkjan Hlíðarsmára 9. Sjá útvarp boðun FM105,5 Reykjavík0g 109,4 á Akureyri. Einnig  <bodunarkirkjan.is> Hef áhuga á andlegum efnum og boðorðunum 10 eins og þau eru í Ritningunni, sérstaklega því 4.Elska ferðalög og ósnortna náttúru. Bestu stundirnar eru með barnabörnunum og svo vinum sem hafa stórt hjarta.

 

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • á hippaballi Ketilási 2010
  • Sumarkvöld að Hraunum
  • Miklavatn í júlí
  • Stíflan
  • Vigdís og Nói

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband