20.8.2010 | 20:02
Fyrirgefningin og krossinn
Eitt það erfiðasta sem mannskepnan glímir við er að kunna að fyrirgefa. Eða hvað haldið þið. Finnst þér auðvelt að fyrirgefa allt mögulegt sem þér er gert á móti skapi, eða ef þú ert særð eða særður.
Vissulega er auðveldara fyrir þá sem sjá sig sem kristna einstaklinga og trúa einlæglega á Guð, vissulega er auðveldara fyrir slíka að skilja hvað fyrirgefning snýst um og um leið að fyrirgefa öðrum rangsleitni þeirra, eða hvað???? Hvað þýðir krossinn fyrir okkur ? Hve sterk er sú fyrirmynd að fyrirgefningu sem við sjáum þar?Ungur hermaður var í seinni heimsstyrjöldinni á vígaslóðum í Ítalíu og stökk ofaní skotgröf rétt á undan banvænu kúlnaregni. Þarna sem hann var, reyndi hann af öllum mætti að grafa sig dýpra niður í holuna til að fá meira skjól. Í örvæntingarfullum hamagangi við að grafa og róta burt moldinni með berum höndunum, fann hann allt í einu silfurkross í hendi sér, sem einhver annar hermaður hafði týnt í sömu skotgröf. Augnabliki síðar stökk annar maður niður í holuna hjá honum. Hermaðurinn með silfurkrossinn sá að þetta var herprestur og sagði með feginsrómi, mikið er ég feginn að sjá þig, hvernig færðu þennan til að virka?? Já margir hafa gert þau mistök að halda að samkvæmt gamla testamentinu hafi fólk frelsast fyrir verk sín en svo að samkvæmt nýja testamentinu frelsist maðurinn fyrir trú. Ekki alveg rétt. Allir sem eru frelsaðir eru það vegna trúar á fórnarverk Jesú. Allir frá Adam til Jóhannesar skírara voru frelsaðir með því að horfa í trú til krossins. Allir sem frelsast í dag , gera það vegna þess að þeir horfa til baka í trú til krossins. Allir frelsast fyrir trú með því að halda fast í þetta: Jóhannes 1. 29 Sjá, Guðs lamb sem ber synd heimsins.Þetta er svo einfalt. Við getum ekki frelsast án elskandi Föður. En hvernig förum við að því að elska hann.? 1. Jóhannesarbréf 4.19 Við elskum því að Guð elskaði okkur að fyrra bragði.Krossinn er sterkasta tákn um elsku Guðs til okkar, þar sem hann bað um fyrirgefningu til handa öllum mönnum, einnig þeim sem í taumlausri grimmd tóku líf hans.Pétur segir okkur að ef við viljum frelsast verðum við fyrst að iðrast.Ekki lagast það, er þetta ekki einmitt en eitt atriði sem manninum er svo erfitt?Hvers vegna þarf Guð að gera þetta svona erfitt ? Eða er það svona erfitt? Og hvernig iðrumst við? Guði sé lof þá fáum við líka svar við því í Rómverjabréfinu 2.1-41Því hefur þú, maður, sem dæmir, enga afsökun hver sem þú ert. Um leið og þú dæmir annan dæmir þú sjálfan þig því að þú, sem dæmir, fremur hið sama. 2Við vitum að Guð dæmir þá með réttu sem slíkt fremja. 3Hyggur þú, maður, sem dæmir þá er þvílíkt fremja og gerir sjálfur hið sama, að þú munir umflýja dóm Guðs? 4Eða forsmáir þú hans miklu gæsku, þolinmæði hans og biðlund og lætur þér ekki skiljast að gæska Guðs vill leiða þig til afturhvarfs?Þá vitum við það, gæska Guðs leiðir okkur til afturhvarfs. Það er á krossinum sem við sjáum gæsku Guðs birta. Þar sjáum við ást Satans á valdi og um leið VALD ástar Guðs. Krossinn er aðalhvatinn að sannri umbreytingu og sinnaskiptum. Steve Brown sagði sögu af öðrum breskum hermanni í seinni heimsstyrjöldinni. Sá hafði misst kjarkinn og hugðist hlaupast á brott frá öllu saman. Í tilraun til að komast til strandar til að freista þess að ná í bát og komast yfir sundið til Englands, endaði hann með að reika um í næturmyrkrinu, algerlega villtur. Þá kom hann að einhverju sem honum sýndist vera skilti eða vegvísir. Þar sem myrkrið var svo svart, klifraði hann upp staurinn til að lesa hvað þar stæði.Er hann kom upp kveikti hann á eldspítu og fann sjálfan sig horfa beint á andlit Jesú. Hann gerði sér grein fyrir að þetta var enginn venjulegur vegvísir heldur eitt af þessum trúarlegu skiltum við þjóðveginn. En það var þá sem hann mundi hver hafði dáið fyrir hann. Hver hafði haldið út, og aldrei snúið við. Næsta dag var þessi hermaður aftur komin til sinna stöðva. Við ættum að minnast þess sem lesa má í Hebreabréfinu. 12: 2-3. Beinum sjónum okkar til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar. Hann leið með þolinmæði á krossi og mat smán einskis af því að hann vissi hvaða gleði beið hans og hefur nú sest til hægri handar hástóli Guðs. 3Virðið hann fyrir ykkur sem þolað hefur slíkan fjandskap gegn sér af syndurum, til þess að þið þreytist ekki og látið hugfallast.Það er krossinn sem gefur kraftinn til að fyrirgefa. Velska skáldið og lærifaðirinn Georg Herbert sagði: Sá sem getur ekki fyrirgefið öðrum, brýtur niður brúnna sem hann verður sjálfur að fara yfir.Hvernig er þá hægt að fyrirgefa öðrum sem hafa hugsanlega sært okkur djúpu sári? Ef við stöndum í skæru ljósi atburðanna á Golgata, verður óhreinleiki okkar eigin persónuleika óþægilega skýr og augljós. Það gefur okkur betri yfirsýn yfir þá staðreynd að Jesús hefur fyrirgefið okkur svo óendanlega mikið. Þegar við í sannleika áttum okkur á hve fullkomlega Guð hefur leyst okkur endurgjaldslaust undan fjallháum syndahaug, þá verða syndir annarra gagnvart okkur óttalegar þúfur.
Í Matteus 18. kafla segir Jesú dæmisögu, sem margir þekkja vel, um þjón sem konungur nokkur sýndi miskunn og gaf upp skuld, sem var þó býsna stór. En þjónninn aftur á móti sýndi samþjóni sínum enga miskunn vegna smáskuldar og lét varpa honum í skuldafangelsi. Í þessum sama kafla segir frá því er Pétur spyr sérstakrar spurningar. 21Þá gekk Pétur til hans og spurði: Drottinn, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum ef hann misgerir við mig? Svo sem sjö sinnum?22Jesús svaraði: Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö . Dr. Alexander Dejong sagði: Að fyrirgefa einhverjum felur í sér 3 þætti.1. Það þýðir að þú sleppir réttinum til að slá til baka. Maður hafnar lönguninni til að gjalda illt umtal með illu umtali, og slæmri framkomu með verri framkomu. 2. Það þýðir að maður setur í stað biturleika og reiði, góðvilja og kærleika sem velur að stuðla að velferð fremur en skaða mótaðilans. 3. Það þýðir að sá sem fyrirgefur tekur ákveðin skref í átt til þess að byggja upp heilbrigð og vinsamleg.samskipti Eftir Borgarastríðið í Ameríku forðum heimsótti Robert Lee konu sem bjó Kentucky. Hún sýndi honum leifar af gömlu merkilegu tré sem staðið hafði í ótal mörg ár framan við húsið hennar. Hún gréti beiskum tárum vegna þess mikla skaða sem gamla tréð hafði orðið fyrir vegna skothríðar stríðandi fylkinga. Hún bjóst við að herforinginn mundi bölva norðanmönnum eða fordæma þá harðlega fyrir skemmdirnar, eða allavega láta í ljós samúð gagnvart henni vegna missis hennar.. Lee þagði smástund en mælti síðan hlýlega: Höggðu það niður, mín kæra frú, og gleymdu þvíAð fyrirgefa í sannleika, þýðir að kjósa að gleyma. Clara Barton, stofnandi ameríska Rauða krossins, var minnt á það eitt sinn að einhver hafði gert henni mikinn og illan óleik nokkrum árum áður. En hún lét eins og hún hefði aldrei heyrt um þennan atburð. Manstu þetta ekki? spurði vinur hennar.Nei, svaraði hún, ég man greinilega eftir að hafa gleymt því.
Vissulega er krossinn ekki falleg mynd, en það er syndin ekki heldur. Þegar við veltum fyrir okkur harmleik krossins þá skulum við minnst þess að það eru okkar hræðilegu syndir sem ollu því öllu.
Ekki einasta kennir krossinn okkur um óendanlega stórkostlegan kærleika Guðs, en minnir okkur jafnframt á hve syndin er andstyggileg í augum Guðs. Saga er til um lögregluþjón í Englandi sem kvöld eitt heyrði í barni sem hágrét. Hann gáði og fann lítinn dreng sem sat á dyraþrepi. Með tárin streymandi niður kinnarnar kjökraði drengurinn að hann væri týndur og bað lögreglumanninn að hjálpa sér að komast heim. Lögreglumaðurinn settist hjá drengnum og spurði hvort hann vissi heimilisfangið.. Sá litli hristi höfuðið. Lögreglumaðurinn hóf að telja upp ýmis götunöfn, verslanir og hótel í hverfinu, en án árangurs. En svo mundi hann eftir þekktri kirkju með stóran hvítan kross sem gnæfði yfir nágrennið á hæð skammt frá. Krossinn sást þaðan sem þeir sátu. Lögreglumaðurinn benti barninu á krossinn og spurði: Býrðu einhverstaðar nálægt þessum stað? Drengurinn leit upp eitt augnablik og það birti yfir litla andlitinu. já, þarna er það, farðu með mig að krossinum. Þá rata ég heim . Krossinn er ennþá upphafspunkturinn á leið heim fyrir týnd börn Guðs. Jóhannesarbréf 3.23.Og þetta er hans boðorð að við skulum trúa á nafn sonar hans Jesú Krists og elska hvert annað, samkvæmt því sem hann hefur gefið okkur boðorð um.Um bloggið
Þórdís Ragnheiður Malmquist
Tenglar
Mínir tenglar
- Boðunarkirkjan Kirkja sem boðar Guðs orð óbreytt og heldur Hvíldardag Guðs þann sem hann helgaði, 7. daginn. Er í Hlíðarsmára 9 3hæð.
- Boðunarkirkjan Sjálfstæð kristin kirkja sem heldur hvíldardag Guðs
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.