Vinkona mín er sofnuð.

Ég skrifaði enga minningargrein um hana Unni Ingunni Steinþórsdóttur, ég fylgdi henni til grafar í dag. Það skrifuðu margir fallega um hana og ég tek undir það allt. Unnur var ein af því fólki sem varð til þess að ég kaus að ganga með Guði fyrir 23 árum. Ég hitti hana þá og kynntist henni. Hún sýndi mér einstakan kærleik og vinarþel. Hún birti sanna kristilega framkomu og verk fylgdu orðum. Meðan ég talaði við unga prestinn sem hélt námskeið, sem ég sótti, kvaddi Unnur og hélt út í vetrarmyrkrið og skóf héluna af bílrúðunum á bílnum mínum. Hún var að sýna mér sérstaka athygli og kærleik á sinn sérstaka persónulega hátt. Ég gleymi þessu aldrei. Mér leið illa þetta kvöld og var að rifja upp sárar minningar, Unnur sýndi mér að til er fólk sem telur ekki eftir sér að sýna stuðning og elsku. Siðar fékk ég tækifæri til að kynnst henni þegar ég var ráðin til heimilisaðstoðar á heimili þeirra hjóna, Jóns og hennar. Þá fékk ég að kynnast konu sem lét alvarleg veikindi ekki buga sig og var alltaf að gera eitthvað fyrir aðra. Sauma sængurföt eða nýja flík fyrir börnin sem komu eða einhverja sem hún vissi að þurftu á því að halda. Mér blöskraði stundum allt ljósmyndastússið hjá henni. Hún átti svo fína myndavél og tók myndir við flest tækifæri, en svo lét hún framkalla þær og það vel, ef eitthvað var að var farið aftur til að láta laga lýsingu eða lit. Svo var mynd eða myndir sett í plast og síðan var skrifað heimatilbúið kort með fallegri rithönd til þess sem átti að fá mynd af sjálfum sér og mögulega vinum og ættingjum. Á kortið var skrifað vers og blessanir með óskum um allt það besta til handa móttakanda.  Hvernig hún fann tíma til að gera allt þetta skil ég ekki enn þann dag í dag. En ég veit að þessi kort eru svo dýrmæt sem og allar kveðjurnar og gjafirnar. Það dygði í heila bók. Hversvegna er ég að segja frá þessari látnu konu?. jú vegna þess að hún endurspeglaði sanna trú á Jesú Krist.  Ég man enn stundirnar okkar við eldhúsborðið hennar. Við borðuðum saman og hún bað alltaf þakkarbæn fyrir matinn. Hún bað líka sérstaklega fyrir þeim málum sem ég  trúði henni fyrir, hún trúði á Guð af öllu hjarta og tók alvarlega allt sem hin helga bók segir. Unnur trúði því líka sem Biblían segir að dauðinn sé svefn og að við vitum ekki af okkur fyrr en við endurkomu Jesú til jarðar. Þetta vita allir sem hana þekktu. Samt virðast svo margir ekki vilja samþykkja einmitt þetta atriði. Ég skil það að sumu leyti. Ég var sjálf svoleiðis þenkjandi þegar ég hitti Unni fyrst.      Ég trúði meira að segja á að maður gæti talað við látna gegnum miðla og að þeir sem dæju færu bara á annan stað. Aðrir trúa því að farnir ástvinir séu tilbúnir og taki á móti þeim sem deyr strax við dauðastund eða fljótlega eftir hana. Samt segir Biblían ljóslega að þeir sem deyi viti ekkert. Í Prédikaranum 9. kafla segir:  5Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar og minning þeirra gleymist. 6Bæði ást þeirra, hatur og öfund, það er fyrir löngu farið og þeir eiga ekki framar hlutdeild í neinu sem við ber undir sólinni.“  Er Guðs orð ekki sannleikur? 

Í Jóhannesarguðspjalli er margt talað um dauðann. 9. kaflinn er þörf lesning.  24Þess vegna sagði ég yður að þér munduð deyja í syndum yðar. Því ef þér trúið ekki að ég sé sá sem ég er munuð þér deyja í syndum yðar.“    Þetta segir Jesús við lærisveina sína og fólkið. „
25Fólkið spurði hann þá: „Hver ert þú?“ Jesús svaraði því: „Sá sem ég hef sagt yður frá upphafi   26Margt hef ég um yður að tala og fyrir margt að dæma. En sá sem sendi mig er sannorður og það sem ég heyrði hjá honum, það tala ég til heimsins.“
27Fólkið skildi ekki að hann var að tala við þá um föðurinn. 28Því sagði Jesús: „Þegar þér hefjið upp Mannssoninn munuð þér skilja að ég er sá sem ég er og að ég geri ekkert einn og sér heldur tala ég það eitt sem faðirinn hefur kennt mér. 29Og sá sem sendi mig er með mér. Hann hefur ekki látið mig einan því ég geri ætíð það sem honum þóknast.“ 30Þegar hann mælti þetta fóru margir að trúa á hann. “      Já það fóru margir að trúa á hann þá. En síðan eru liðin mörg ár og í dag virðist trúin vera eins og hlaðborð sem fólk velur sér sína uppáhaldsrétti frá.  Margir segja enn að þegar einhver deyr sé tekið vel á móti þeim látna hinu megin. Og prestarnir taka undir þetta til að hafa fólkið með sér? eða tala svo flestum líki, eða eru þeir ósammála þeim versum sem ég vitnaði í?  Þetta er svosem falleg hugsun en sýnir meir mannlega skammsýni fremur en trú. Ef þeir látnu gætu fylgst með okkur sem eftir lifum í allskonar ástandi, hvílík sorg yrði ekki hjá þeim og eftirsjá á stundum. Hvernig gæti ung móðir sem deyr frá börnum sínum  glaðst yfir örlögum sínum, eða fagnað með þeim sem ættu að vera að taka á móti henni. Gleðifundir segja margir í einlægum minningargreinum.  Ég þykist vita að margir verði ósáttir við þessi orð mín. Ég vil samt minna á að vinkona mín sem kvödd var í fögru veðri í dag, trúði því sem Ritningin segir, að Frelsarinn komi á sínum tíma og með mætti skaparans sem allt skapaði, kalli fram þá sem sofa í gröfum, jafnvel þó liðin séu þúsundir ára og þeir séu löngu orðnir að dufti, að jörðu skaltu aftur verða. Guð hefur óbrigðult minni. Ekkert gleymist. Ef sumir geta trúað að jörðin og lífið hafi byrjað með „stórum hvelli“ afhverju ætti þá að vera erfiðara að trúa að Guð hafi kallað það allt fram með orði munns síns og muni gera það aftur á efsta degi. Ef hann sagði það, hví þá að efast um það. Ég kaus að sleppa hjátrúnni og dulrænu áhugamálunum á sínum tíma. Ég kynntist m.a. Unni sem sýndi mér sanna „ávexti“ hreinnar trúar á Guð.  Ég hef séð ýmsa ávexti hjá ýmsu fólki, en enga betri en þessa. Ég ætla að trúa eins og elskuleg trúsystir mín gerði og hlakka til að sjá hana á ný, heilbrigða, unga og fallega með hreint og falslaust bros sem öllum vildi vel. Já mættu allir sem hana þekktu endurskoða líf sitt og trú og kjósa orð Guðs eins og það er en ekki samsafn eigin hugmynda og  mannasetninga eins og svo vinsælt er nú á dögum. Ég bið þess að fólk eins og hún megi verða fleirum leiðarljós. Guð blessi minningu sanntrúaðrar konu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórdís Ragnheiður Malmquist

Höfundur

Þórdís Ragnheiður Malmquist
Þórdís Ragnheiður Malmquist

Félagsliði í fullri vinnu við hjúkrun aldraðra. Starfa við öflun efnis og dagskrárgerð, þýðingar og annað sem tengist kirkjunni minni sem er Boðunarkirkjan Hlíðarsmára 9. Sjá útvarp boðun FM105,5 Reykjavík0g 109,4 á Akureyri. Einnig  <bodunarkirkjan.is> Hef áhuga á andlegum efnum og boðorðunum 10 eins og þau eru í Ritningunni, sérstaklega því 4.Elska ferðalög og ósnortna náttúru. Bestu stundirnar eru með barnabörnunum og svo vinum sem hafa stórt hjarta.

 

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • á hippaballi Ketilási 2010
  • Sumarkvöld að Hraunum
  • Miklavatn í júlí
  • Stíflan
  • Vigdís og Nói

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband