Hvíldardagurinn.

Ég sé að sumir velta fyrir sér hvenær við höldum hvíldardaginn í Boðunarkirkjunni og er ljúft að svara því. Ég sé líka að sumir eru harla fljótir að draga rangar ályktanair um hann. Þeim til glöggvunar vil ég segja að hvíldardagurinn hefst við sólarlag á föstudegi eða föstudagskvöldi, þessvegna er sá dagur kallaður aðfangadagur hvíldardagsins. Síðan endar hvíldardagurinn við sólarlag  á laugardegi "Sabatt" og er auðvitað nokkuð langur tími hér á sumrin, en þá er gjarnan miðað við miðnætti eða klukkan sex að kvöldi sem er algengur sólarlagstími sunnar á hnettinum. Þetta er svosem ekki neitt til að velta sér mikið uppúr heldur hitt að viðurkenna þennan dag sem hin upphaflega og eilífa hvíldardag Drottins, sem settur var og helgaður af Skaparanum sjálfum. Ekkert flóknara en það.  Samt er svo undarlegt að þegar til dæmis þeir sem hingað hafa flutt af öðrum trúarbrögðum, t.d múslimar, halda sínar trúarhátíðir og föstudaga þá þykir það mjög virðingarvert og merkilegt hjá mörgum sem standa fyrir utan, jafnvel sýnd mikil virðing. En þegar trúfélög sem fylgja upprunalegum reglum um helgidag hvíldardagsins, sjöunda dagsins í kristinni kirkju þá eru þeir jafnvel taldir sérsinna eða skrítnir. Er það ekki undarlegt að þeir fái neikvæðari umfjöllun hjá sumum en þeir sem teljast ekki til kristinna. Hvað er það að segja okkur? Eitthvað sagði Kristur um það, eða hvað? Matteus 5. 10: Sælir eru þeir sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir því að þeirra er himnaríki.   Síðara Tímóteusarbréf 3. 12:  Enda verða allir ofsóttir sem lifa vilja guðrækilega í Kristi Jesú. Í fyrstu Mósebók 15. 13 er spádómur sem sannarlega rættist vegna þess að breyskir menn kusu að óhlýðnast Guði.: Þá sagði Drottinn: „Það skaltu vita að niðjar þínir munu lifa sem landlausir aðkomumenn í landi sem þeir eiga ekki. Þeir munu þrælkaðir verða og þjáðir í fjögur hundruð ár. En Móse fékk það hlutverk að leiða þá þaðan þó ekki gengi það þrautalaust að venja þá af heiðinni skurðgoðadýrkun eftir  svo langt mótunarskeið í útlegðinni. Nýja testamenntið minnist á þennan spádóm í Postulasögunni 7.kafla. 6Guð sagði að niðjar hans mundu búa sem aðkomumenn í ókunnu landi og verða þjáðir og þrælkaðir í fjögur hundruð ár. 7En þjóðinni, sem þrælkar þá, mun ég refsa, sagði Guð, og eftir það munu þeir fara þaðan og þjóna mér á þessum stað. 

Þetta er úr ræðu Stefáns og þeir sem lesið hafa vita að prestarnir þoldu ekki að heyra þennan sannleika sem hann mælti og grýttu hann til bana í kjölfarið. Já það getur verið óvinælt að segja hlutina hreint og klárt út og líklega, ef einhverjir lesa þessar línur sem eru mjög ósammála mér, verður eldur laus einhversstaðar, en ég stend með Jesú sem er og verður Frelsari minn og málsvari um eilífð.

Eins og stendur í boðorðunum í annarri Mósebók 20. kafla vers 3-17. Þá er 4. boðorðið um hvíldardaginn. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni, Guði þínu.. og síðar stendur: því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn, fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.

Svo liðu aldir og Jesús kom , Guð í tilveru manns til að frelsa þá sem honum vilja trúa og hlýða. nokkrum öldum síðar gerði biskupinn  í Róm og keisarinn með sér samkomulag um að þeir sem dýrkuðu sólaraguðinn og frömdu viðurstyggilegar fórnarathafnir með ungbörnum til sólarguðsins, þessir háttsettu menn ákváðu að gera helgidegi sólguðsátrúenda jafn hátt undir höfði og hinum upprunalega helgidegi sem Guð sjálfur hafði helgað frá fyrstu tíð. Eins og lög og reglur eru þynntar út og gleymast og mannskepnan færist fjær Guði, eins er um hvíldardaginn, hann er eins og kristin trú, ekki vinsæll meðal þeirra sem ekki vilja vita eða trúa. Jesús sjálfur talaði um hvíldardaginn og var þá að tala um þennan sjöunda, enda sagði hann að þegar menn hefðu séð sig hefðu þeir séð Föðurinn. Hann sagði líka að mannssonurinn væri Herra eða Drottinn Hvíldardagsins, sjá Matteus og Markús og Lúkas. Og í Jóhannes 8.58 segir: Jesús svaraði: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist er ég.“ Sem sýnir að Jesús var ekki bara að verða til við fæðingu sína í Betlehem, hann er Guð ekki síður en Faðirinn Guð. Í Jóhannes 1.18 segir : Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann. Ég spyr hvenær ætlar hinn svokallaði kristni einstaklingur að vakna og fara að fræðast um það sem segir í Orði Guðs í stað þess að fella sleggjudóma um hitt og þetta og fara rangt með? Ég segi svokallaði kristni vegna þess að fæstir hirða um það sem stendur í Biblíunni en vilja svo að Guð grípi inní ef eitthvað bjátar á eða ásaka hann ef mikil áföll og veikindi eða slys ber að höndum. Þá er rekið upp kvein og Guð ásakaður um grimmd eða afskiptaleysi. Menn eru ekkert betri en ofdekraðir unglingar sem hugsa ekki út fyrir Ipodinn sinn eða næsta djamm. Að vísu á þetta ekki við um alla sem betur fer en sorglega marga. Að lokum vil ég segja þetta: megi Guð gefa Anda sinn inn í hug og hjörtu og upplýsa ykkur um sannleikann sem Kristur prédikaði.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórdís Ragnheiður Malmquist

Höfundur

Þórdís Ragnheiður Malmquist
Þórdís Ragnheiður Malmquist

Félagsliði í fullri vinnu við hjúkrun aldraðra. Starfa við öflun efnis og dagskrárgerð, þýðingar og annað sem tengist kirkjunni minni sem er Boðunarkirkjan Hlíðarsmára 9. Sjá útvarp boðun FM105,5 Reykjavík0g 109,4 á Akureyri. Einnig  <bodunarkirkjan.is> Hef áhuga á andlegum efnum og boðorðunum 10 eins og þau eru í Ritningunni, sérstaklega því 4.Elska ferðalög og ósnortna náttúru. Bestu stundirnar eru með barnabörnunum og svo vinum sem hafa stórt hjarta.

 

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • á hippaballi Ketilási 2010
  • Sumarkvöld að Hraunum
  • Miklavatn í júlí
  • Stíflan
  • Vigdís og Nói

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband