29.10.2008 | 22:39
Hugleiðing um hvert við horfum, hvað við viljum.
Hugleiðing 18. október 2008
Ég var að tala við eitt barnabarnið mitt og spurði hann hvernig gengi í skólanum.Hann svaraði :"ágætlega, held ég, í flestu"
Ekki skýrt svar, enda vissi ég í raun betur og vissi að hann hafði slegið slöku við nám og vinnu og látið reka á reiðanum eins og oft vill verða. En á meðan hann þurfti ekki að horfast í augu við sjálfan sig og viðurkenndi ekki hvar vandinn lægi, þá var heldur ekki von til að neitt breyttist til hins betra. Ég spurði hann af hverju ekki kæmi betri árangur út úr vissum fögum, hann yppti öxlum, vissi það ekki, "Jú þú veist það, "sagði hin miskunnarlausa amma", spurðu sjálfan þig og gættu að hvar þú ert staddur. Ertu að vinna vel í heimavinnunni? Ertu að segja sjálfum þér satt? Veistu hvar þú vilt vera eftir 5 ár ef allt gengur vel með heilsuna og tilveruna? Jú hann taldiað hann væri að gera vel en það væri yfirleitt eitthvað annað sem væri um að kenna. Eins og mörg okkar höfum gert og gerum kannski alltof oft enn, þá forðaðist hann að horfast í augu við sjálfan sig og axla ábyrgð, viðhorfið: "þetta er eitthvað sem aðrir þurfa að gera en ekki ég". Amma talaði nokkra stund við drenginn sinn og spurði erfiðra spurninga. Hvar sérðu þig eftir 5 ár?" Hann var ekki farinn að hugsa um það. Heldurðu að þú getir boðið maka þínum eða börnum öryggi ef þú verður í þeirri aðstöðu að eiga fjölskyldu?"
Hann var ekki farinn að hugsa svona langt. Veistu hvað þú ert lánsamur að hafa heilsu og hraustan líkama, val um að læra, val um að vinna, allavega enn sem komið er, kannski ekki eftir einn eða tvo mánuði.? Á endanum ákvað amma að nóg væri komið af tali og settist niður til að biðja með og fyrir stóra barninu, sem ekki var farinn að hugsa vel um hvers vegna hlutirnir ganga ekki upp í öllu. Það er svo miklu þægilegra að láta sig dreyma og ýta heimaverkefnunum á bið. En þau fara ekkert, þessi ókláruðu verkefni, þau hlaðast bara upp og safna ryki og óhreinindum, sem svo verður einn góðan veðurdag að þrífa upp og taka til."
Amma bað góðan Guð um að styðja drenginn í að takast á við sinn innri mann, að horfast í augu við sannleikann og fá kjark til að breyta því sem hann gæti breytt. Við þurfum þess öll.
Þú hefur öryggi og húsaskjól núna," sagði ég við hann, núna er tækifærið til að byggja upp framtíðina og efla möguleika þína til að eignast gott líf". Vonandi hugsar hann um samtal okkar, hann vill vel og er góður drengur en vantar að finna Guðs anda innra með sér og læra að hlusta á rödd hans.
Ísraelsmenn voru leiddir úr 400 ára þrælkun og ánauð frá Egyptalandi fyrir löngu. Þeir hugsuðu lítið um þann Guð sem leiddi þá í átt til frelsis. Þeir hugsuðu ekki um hvar þeir gætu verið eftir 5 ár. Kannski einmitt vegna þess að þeir hugðu ekki að því, þá urðu árin margfalt fleiri og önnur kynslóð fékk að sjá fyrirheit Guðs rætast, er Hann gaf þeim fyrirheitna landið til búsetu.
Saga þeirra sýnir svo skýrt hve manninum er það tamt að kenna öðrum um ófarir sínar og helst ekki horfast í augu við eigin gjörðir og ákvarðanir.
Eins og við þekkjum svo vel frá sögu þeirra þá brast þolinmæði þeirra og traust á Guði bara skömmu eftir að Móses og Jósúa brugðu sér frá. Óánægja þeirra og ásókn í hjáguði endurspeglar vel þá hjáguðadýrkun" sem við sjáum fylgja manninum allt til dagsins í dag. Viðbrögð þeirra sýna að þeim var jafntamt að kenna öðrum um þá eins og nú, ef eitthvað er ekki eins og þeim hentar best að eigin dómi. Ég segi að eigin dómi því við vitum að dómgreind mannsins er undir áhrifum óvinar Guðs. Þess vegna sjáum við allt það hörmulega gerast fyrir augum okkar í dag sem endurspeglar græðgi mannsins og sjálfselsku, ekki síður en þá.
Við lesum um þetta í: Annarri bók Móses 32. kafla.1Er fólkið sá, að seinkaði komu Móses ofan af fjallinu, þyrptist fólkið í kringum Aron og sagði við hann: "Kom og gjör oss guð, er fyrir oss fari, því að vér vitum ekki, hvað af þessum Móse er orðið, manninum, er leiddi oss burt af Egyptalandi."
2Og Aron sagði við þá: "Slítið eyrnagullin úr eyrum kvenna yðar, sona og dætra, og færið mér."3Þá sleit allt fólkið eyrnagullin úr eyrum sér og færði Aroni,
4en hann tók við því af þeim, *lagaði það með meitlinum og gjörði af því steyptan kálf.Þá sögðu þeir: "Þetta er guð þinn, Ísrael, sem leiddi þig út af Egyptalandi." 5 Og er Aron sá það, reisti hann altari fyrir framan hann, og Aron lét kalla og segja: "Á morgun skal vera hátíð Drottins."6Næsta morgun risu þeir árla, fórnuðu brennifórnum og færðu þakkarfórnir. Síðan settist fólkið niður til að eta og drekka, og því næst stóðu þeir upp til leika.
7Þá sagði Drottinn við Móses: "Far þú og stíg ofan, því að fólk þitt, sem þú leiddir út af Egyptalandi, hefir misgjört.8Skjótt hafa þeir vikið af þeim vegi, sem ég bauð þeim. Þeir hafa gjört sér steyptan kálf, og þeir hafa fallið fram fyrir honum, fært honum fórnir og sagt: ,Þetta er guð þinn, Ísrael, sem leiddi þig út af Egyptalandi."`
9Drottinn sagði við Móses: "Ég sé nú, að þessi lýður er harðsvírað fólk.10Lát mig nú einan, svo að reiði mín upptendrist í gegn þeim og tortími þeim. Síðan vil ég gjöra þig að mikilli þjóð."
11En Móses reyndi að blíðka Drottin, Guð sinn, og sagði: "Hví skal, Drottinn, reiði þín upptendrast í gegn fólki þínu, sem þú leiddir út af Egyptalandi með miklum mætti og voldugri hendi?12Hví skulu Egyptar segja og kveða svo að orði: ,Til ills leiddi hann þá út, til að deyða þá á fjöllum uppi og afmá þá af jörðinni`? Snú þér frá þinni brennandi reiði og lát þig iðra hins illa gegn fólki þínu.
13Minnst þú þjóna þinna, Abrahams, Ísaks og Ísraels, sem þú hefir svarið við sjálfan þig og heitið: ,Ég vil gjöra niðja yðar marga sem stjörnur himinsins, og allt þetta land, sem ég hefi talað um, vil ég gefa niðjum yðar, og skulu þeir eiga það ævinlega."`14Þá iðraðist Drottinn hins illa, er hann hafði hótað að gjöra fólki sínu.
15Síðan sneri Móses á leið og gekk ofan af fjallinu með báðar sáttmálstöflurnar í hendi sér. Voru þær skrifaðar báðumegin, svo á einni hliðinni sem á annarri voru þær skrifaðar.16En töflurnar voru Guðs verk og letrið Guðs letur, rist á töflurnar.
17En er Jósúa heyrði ópið í fólkinu, sagði hann við Móse: "Það er heróp í búðunum!" 18En Móse svaraði: "Það er ekki óp sigrandi manna og ekki óp þeirra, er sigraðir verða; söngóm heyri ég."
19En er Móses nálgaðist herbúðirnar og sá kálfinn og dansinn, upptendraðist reiði hans, svo að hann þeytti töflunum af hendi og braut þær í sundur fyrir neðan fjallið.
20Síðan tók hann kálfinn, sem þeir höfðu gjört, brenndi hann í eldi og muldi hann í duft og dreifði því á vatnið og lét Ísraelsmenn drekka.21Þá sagði Móses við Aron: "Hvað hefir þetta fólk gjört þér, að þú skulir hafa leitt svo stóra synd yfir það?"
22Aron svaraði: "Reiðst eigi, herra. Þú þekkir lýðinn, að hann er jafnan búinn til ills.23Þeir sögðu við mig: ,Gjör oss guð, er fyrir oss fari, því vér vitum eigi, hvað af þessum Móse er orðið, manninum, er leiddi oss burt af Egyptalandi.`
24Þá sagði ég við þá: ,Hver sem gull hefir á sér, hann slíti það af sér.` Fengu þeir mér það, *og kastaði ég því í eldinn, svo varð af því þessi kálfur." *25Er Móses sá, að fólkið var orðið taumlaust, því að Aron hafði sleppt við það taumnum, svo að þeir voru hafðir að spotti af mótstöðumönnum sínum,
26þá nam Móses staðar í herbúðahliðinu og mælti: "Hver sem heyrir Drottni til, komi hingað til mín!" Þá söfnuðust allir levítar til hans.27Og hann sagði við þá: "Svo segir Drottinn, Ísraels Guð: ,Hver einn festi sverð á hlið sér, fari síðan fram og aftur frá einu hliði herbúðanna til annars og drepi hver sinn bróður, vin og frænda."`
28Og levítarnir gjörðu sem Móses bauð þeim, og féllu af fólkinu á þeim degi þrjár þúsundir manna.29Og Móses sagði: "Fyllið hendur yðar í dag, Drottni til handa, því að hver maður var á móti syni sínum og bróður, svo að yður veitist blessun í dag."
30Morguninn eftir sagði Móses við lýðinn: "Þér hafið drýgt stóra synd. En nú vil ég fara upp til Drottins; má vera, að ég fái friðþægt fyrir synd yðar."31Síðan sneri Móses aftur til Drottins og mælti: "Æ, þetta fólk hefir drýgt stóra synd og gjört sér guð af gulli.
32Ég bið, fyrirgef þeim nú synd þeirra! Ef ekki, þá bið ég, að þú máir mig af bók þinni, sem þú hefir skrifað."33En Drottinn sagði við Móse: "Hvern þann, er syndgað hefir móti mér, vil ég má af bók minni.
34Far nú og leið fólkið þangað, sem ég hefi sagt þér, sjá, engill minn skal fara fyrir þér. En þegar minn vitjunartími kemur, skal ég vitja synda þeirra á þeim." 35En Drottinn laust fólkið fyrir það, að þeir höfðu gjört kálfinn, sem Aron gjörði.Það er næsta illskiljanlegt að þessi atburður skyldi geta átt sér stað einmitt þarna. Í svo mikilli nálægð við hinn himneska Föður og frelsara. Skýið huldi Sinai fjall til að hylja dýrð Guðs, svo fólkið mætti lífi halda. Aron hafði sjálfur verið á fjallinu með Móses en samt gegndi hann svona stóru hlutverki í því að búa til hjáguðinn og fremja svik gagnvart Guði. Getur verið að við séum að taka þátt í engu minni syndum án þess að jafnvel verða vör við það.?Í anda spádómsgáfunnar má lesa. af þessu má draga þann lærdóm hve litla ábyrgð og traust hægt er að fela mönnum sem treysta öðrum mönnum en setja ekki allt sitt traust á Guð á himnum.
Þeir sem að lifa á hinum síðustu dögum eru í mikilli hættu af því að setja traust sitt á menn fremur en hinn sanna lifandi Guð.
Drottinn hefur gefið okkur þær leiðbeiningar að sagan um uppreisn Ísraelssé okkur til viðvörunnar vegna þess að menn á sínum tíma, þrátt fyrir að hafa mikla þekkingu og ljós sannleikans, urðu sjálfum sér nægir og fóru að líta á mannlega leiðtoga, sem sjálfir ástunda illt. Menn sem ættu að standa fastir á kletti trúarinnar með hinn bjargföstu lífsgildi á hreinu, eru að ganga í sömu slóð og Ísraelsmenn forðum. Sumir yfirgefa jafnvel trúna og leita á náðir blekkingaranda og láta sannfærast af kenningum illra anda.
Það eru til menn sem rétt eins og Aron, sem fremur leitast við að þóknast kröfum fólksins, þegar þeir ættu miklu fremur að vera sterkir og stöðugir við að innsigla boðorðin meðal lærisveina Guðs.
Mikinn tíma, vinnu og árvekni þarf að viðhafa til að vinna gegn áhrifum hins illa sem smýgur inn og ryður sér braut til áhrifa hjá þeim sem eru tilbúnir til að taka á móti rangri heimspeki" , til að framkalla rugling og klofning. Öll tæki þarf að viðhafa til að greina hina miklu hættu af áhrifum Satans til að verja sálir frá því að dragast inn í net hins nútímalega Arons, sem sagði í annarri Mósebók kafla 32. 2 til 5.
"Slítið eyrnagullin úr eyrum kvenna yðar, sona og dætra, og færið mér." 3Þá sleit allt fólkið eyrnagullin úr eyrum sér og færði Aroni, 4en hann tók við því af þeim, lagaði það með meitlinum og gjörði af því steyptan kálf. Þá sögðu þeir: "Þetta er guð þinn, Ísrael, sem leiddi þig út af Egyptalandi." 5Og er Aron sá það, reisti hann altari fyrir framan hann, og Aron lét kalla og segja: "Á morgun skal vera hátíð Drottins."
Hvað í ósköpunum átti Aron við?? Datt honum í hug að hægt væri að halda hátíð til heiðurs Drottni á þennan hátt.?Svo þegar Móses kemur niður af fjallinu, reiðist hann svo að hann grýtir sáttmálstöflunum niður og molar þær, spyr Aron , sjá vers 21 og áfram.
21Þá sagði Móse við Aron: "Hvað hefir þetta fólk gjört þér, að þú skulir hafa leitt svo stóra synd yfir það?"22Aron svaraði: "Reiðst eigi, herra. Þú þekkir lýðinn, að hann er jafnan búinn til ills.
23Þeir sögðu við mig: ,Gjör oss guð, er fyrir oss fari, því vér vitum eigi, hvað af þessum Móse er orðið, manninum, er leiddi oss burt af Egyptalandi.` 24Þá sagði ég við þá: ,Hver sem gull hefir á sér, hann slíti það af sér.` Fengu þeir mér það, og kastaði ég því í eldinn, svo varð af því þessi kálfur."Mér sýnist helst á orðum Arons að hann reyni að draga úr alvarleika eigin gjörða og varpa sök á fólkið sem honum var þó treyst fyrir. Guð hefði auðvitað getað sagt Móses að Aron væri ekki treystandi. En hann leyfði hinu illa að sýna sig í hinum skammarlegu og hvatvísu ákvörðunum Arons og fólksins. Þegar leiðtogarnir meðal fólksins og Aron höfðu sýnt hvers þeir voru megnugir, sendi hann Móses niður til að refsa illgjörðarmönnunum.
Guð sér hvað býr í hjarta manna. Og stundum leyfir hann hinu illa að vinna sín verk í því skini að hindra enn frekari illsku, sem verða mundi nema vegna þess að hann leyfir áhrifum sínum í hjarta mannsins að vinna sitt verk og sigra hið illa.
Aron sem var treyst fyrir svo miklu og gegndi heiðurshlutverki fyrir Drottin, jafnvel hann brást hrapalega og steypti guð úr skarti fólksins og bjóst til að halda hátíð við það.
Hvað var að gerast í hjarta Arons, sem hafði séð og fundið til nærveru Drottins? Aðeins vegna tárþrunginna bæna Mósesar var lífi Arons þyrmt og hann reistur við er hann sýndi iðrun og sanna auðmýkt fyrir Drottni. Ef hann hefði sýnt stöðuglyndi og trúfestu er honum var treyst fyrir fólkinu í fjarveru aðalleiðtogans, þá hefði þúsundum lífa verið þyrmt meðal þessa fólks.
Erum við eitthvað betur stödd í dag. Eru hjáguðir okkar tíma eitthvað skárri en gullkálfurinn sem Ísraelslýður lét Aron steypa? Hverskonar hjáguði höfum við í dag. ? Sjáum við þá, gerum við okkur grein fyrir hverjir þeir eru. Hvernig. Hvað þeir eru að gera í lífi okkar. Hvert þeir eru að leiða okkur? Erum við betri en Aron?
Mundum við standa okkur betur en hann, ef við yrðum fyrir þrýstingi? Svari hver fyrir sig. Ég þori ekki að standa hér og fullyrða að ég yrði eitthvað betri eða ætti sterkari trúfesti. Hjáguðir nútímans eru svo samofnir daglegu lífi okkar að við sjáum þá varla. Við erum svo ótrúlega háð ýmsu sem tekur tíma og athygli frá því sem skiptir mestu máli. Daglega heyri ég um hjáguði", sem njóta mikilla vinsælda meðal margra. Það eru t.d. spádómar um framtíðina bornir fram af allskonar fólki sem öðlast miklar vinsældir og er gjarnan lyft á stall meðal fólksins og þeirra frægu og ríku. Það þykir fínt að trúa allskonar kenningum með skrítin heiti á ýmsum persónuleikum fólks. Sem eiga að skýra út hversvegna við erum svona mismunandi. Við heyrum æ ofan í æ hve stórkostleg við séum og hve möguleikar okkar séu óendanlega miklir, bara ef við trúum nógu mikið á okkur sjálf og það sem við búum til í huga okkar. Ekki að ég vilji halda því fram að við eigum ekki að vera bjartsýn og hafa sjálfstraust, en sjáið hve ofurtrú á gáfur og klókindi með áhættuhegðun og djörfung fjárhættuspilarans hefur leitt marga í óendanlega sorglegar ógöngur. Og hvað segja þeir sem veltu boltanum af stað.? Eru þeir ekki bara eins og Aron og segja, fólkið vildi þetta........ Fólkið vildi hafa það gott og helst enn betra. Og enginn vill bera ábyrgð, allavega mjög fáir. Flestir benda á hina, einhverja langt í burtu, eitthvað allt annað en þeirra eigin ásókn í meira og meira. Meira en þarf til að hafa það býsna gott og vera í þeirri aðstöðu að láta gott af sér leiða. Vissulega hafa margir látið gott af sér leiða með velmegun sinni og komið góðum hlutum að. En Guð lítur á heiminn og sér fullt af þjáningu. Hann sér það sem postulinn sá að verða mundi á hinum síðustu dögum eins og stendur í þekktum
versum í öðru bréfi til Tímóteusar. 3. kafla. 1 Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir.2 Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir,
3 kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er,
4 sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð.
5 Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. Snú þér burt frá slíkum! (innskot til skýringar fyrir lesanda)
En Páll lýsti ekki einungis því sem verða mundi einkenni hinna síðustu tíma. Hann gefur lærisveini sínum holl ráð og þar með okkur hinum einnig. Lesum hvað hann gefur okkur í veganesti.
Í öðrum kaflanum segir Páll meðal annars. Tak eftir því, sem ég segi. Drottinn mun gefa þér skilning á öllu.
8 Minnst þú Jesú Krists, hans sem risinn er upp frá dauðum, af kyni Davíðs, eins og boðað er í fagnaðarerindi mínu.Fyrir það líð ég illt og það jafnvel að vera í fjötrum eins og illvirki. En orð Guðs verður ekki fjötrað.
( Þeir sem þekkja til Páls postula vita að á þessum tíma sat hann enn eina ferðina í fangelsi við illan kost vegna baráttu sinnar við að breiða út fagnaðarerindið um Jesú Krist.)(innskot höfundar)
15 Legg kapp á að reynast hæfur fyrir Guði sem verkamaður, er ekki þarf að skammast sín og fer rétt með orð sannleikans.16 Forðast þú hinar vanheilögu hégómaræður, því að þeim, er leggja stund á þær, skilar lengra áfram í guðleysi,
17 og lærdómur þeirra etur um sig eins og helbruni. Í hópi þeirra eru þeir Hýmeneus og Fíletus.18 Þeir hinir sömu hafa villst frá sannleikanum, þar sem þeir segja upprisuna þegar um garð gengna og umhverfa trú sumra manna.
19 En Guðs styrki grundvöllur stendur. Hann hefur þetta innsigli: "Drottinn þekkir sína" og "hver sá, sem nefnir nafn Drottins, haldi sér frá ranglæti."23 En hafna þú heimskulegum og óskynsamlegum þrætum. Þú veist, að þær leiða af sér ófrið. 24 Þjónn Drottins á ekki að eiga í ófriði, heldur á hann að vera ljúfur við alla, góður fræðari, þolinn í þrautum, 25 hógvær er hann agar þá, sem skipast í móti. Guð kynni að gefa þeim sinnaskipti, sem leiddi þá til þekkingar á sannleikanum, 26 þá gætu þeir endurvitkast og losnað úr snöru djöfulsins, sem hefur veitt þá til að gjöra hans vilja.
3. kaflinn.
1 Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir.2 Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, 3 kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, 4 sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð. 5 Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. Snú þér burt frá slíkum! (Sjá tilvitnun úr 3 kafla. 2. bréfi til Tímóteusar í Biblíu)
Undrumst ekki þann glundroða sem við sjáum blasa við meira nú en oft áður. Við erum einungis að sjá upphaf að sýnishorni þess sem koma mun.
Lof sé Guði fyrir að gefa okkur Orð sitt og vara okkur við komandi tímum. Við höfum enn tækifæri til að vísa öðrum veginn.
Tækifæri til að tileinka okkur Guðs orð og kjósa að helgast honum enn betur. Okkar er valið. Hann gaf okkur frelsi til að velja.
Okkar hlutverk er að sýna öðrum hver Guð er. Það eru ótal leiðir og ekki allar auðveldar. En þegar Andi Guðs fær að stjórna eru okkur allir vegir færir.
Ég get tekið hér dæmi frá manni sem gaf upp tíu ástæður þess að hann trúir á Guð.
Ein ástæðan var sú að hann sér hina eyðileggjandi afleiðingu af guðleysi hjá fjölda einstaklinga og samfélögum og hve sorglegar staðreyndir þar um blasa við.
Ég trúi á Guð", sagði hann líka, vegna hinna mörgu góðu mannkosta og persónuleikastyrks, sem einkenna marga kristna þrátt fyrir mótbyr og neikvæð áhrif allt um kring." Hann er þar að vísa til: heiðarleika, örlætis, trúmennsku, sanngirni, fyrirgefningu, þolinmæði, stefnufestu, þrautseigju og að geta elskað þá sem virðast ekki elskuverðir.
Hann segir líka að við virðum og dáumst að þessum eiginleikum dýrmætir eiginleikar settir fram fyrir okkur frá Guði og hafa ekkert með þróun eða þróunarkenningu að gera.
Þetta eru eins og við öll hér vitum, gjafir heilags Anda, ókeypis handa okkur að njóta til að vaxa og þroskast í Guðs mynd.
Fyrir 30 árum, daginn fyrir jól, gekk drukkinn maður út af bar í París, ásamt álíka drukknum félögum sínum. Í þann mund sem þeir voru að fara yfir götuna, gengu þeir fram á hóp af fólki sem söng jólalög. Sá drukkni gekk að hópnum og áður en hann gat sagt orð, opnaði einn af söngvurunum biblíuna og las þennan dýrmæta boðskap : *16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
ATH:(17 Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.)(innskot aukalega fyrir lesanda)
Svo gaf söngvarinn tilvitnunina, Jóhannes, 3: *16.Hin drukkni var sem steini lostinn og hrópaði til vina sinna
" Hei það er ég, hann talaði um mig" Já rétt þessi maður hét raunar Jóhannes og hafði gifst 3 sinnum og átti 16 börn. Á þessu augnabliki sannfærði heilagur Andi hann um hvar hann stæði í deilunni miklu. Maðurinn áttaði sig á að kominn var tími til að breytaeinhverju í lífi sínu. Biblíuversið talaði til hans persónulega fyrir hönd Guðs. Næsta dag deildi Jóhannes reynslu sinni með nokkrum vina sinna. Einn þeirra rétti honum miða á biblíunámskeið. Hann hóf að nema Guðs Orð í einlægni. Og líf hans breyttist algjörlega. Fáeinum mánuðum síðar staðfesti nýr og betri maður, Jóhannes, þessa umbreytingu opinberlega með því að helgast Kristi í skírn.
Hugsið ykkur kraftinn í Orði Guðs.
1 Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. 2 Hann var í upphafi hjá Guði. 3 Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. 4 Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. 5 Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.
(ath: Ég er ljós heimsins sagði Jesú) 6 Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. (Skírari) 7 Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir hann. 8 Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið.
(munið að hann sagði m.a. sjá Guðs lambið sem ber synd heimsins") (Innskot höfundar)
9 Hið sanna ljós, (Jesú Kristur) sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. 10. Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, (skapari) en heimurinn þekkti hann ekki. (vildi ekki þekkja hann)(þess vegna var honum fórnað , hann krossfestur vegna vorra synda eins og spámaðurinn Jesaja sagði fyrir um, meira en 600 árum fyrr í mannskynssögunni, sjá Jesaja, 53. kafla í GT.) (innskot höfundar)
Meðal þess sem við lesum í daglegum fréttum eru ýmsar aðferðir til að finna sjálfan sig, kjarnann í sjálfum sér og svo framvegis.
Ulirch Frikart, forseti Evrópu og Afríkudeildar sjöunda dags Aðventista, segir frá því er hann hitti stúlku fyrir 30 árum, sem hafði fallegustu augu sem hann hafði séð, hin fegurstu í heimi", sagði hann. Hún var trúuð og bauð honum að rannsaka biblíuna með presti sínum. Ulrich gleymir aldrei fyrstu lexíunni, sem var úr Daníels bók 2. kafla. Hann segir að þarna hafi hann áttað sig á hver hann var og hvers vegna hann var hér. Ég vissi að ég átti vísa framtíð með Guð til að leiða mig áfram. Biblían varð lífs leiðarljós mitt. Ég skírðist og stúlkan sem kynnti mig fyrir þessum stórkostlegu uppgötvunum varð lífsförunautur minn. Já Guðs vegir eru órannsakanlegir og þó hið mesta og besta rannsóknarefni sem til er manninum til sáluhjálpar. Eftirmáli: Meðan enn er tími og enn er tækifæri, getur það skipt máli um alla eilífð fyrir þig, hvort þú tekur þá stefnu að kynnast Guði, skapara þínum og frelsara nánar og lærir að eignast í honum þinn besta trúnaðarvin og leiðarljós. Mundu eftir því sem um hann var sagt: 1Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. 2 Hann var í upphafi hjá Guði.Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er.
Athugaðu að Jesú Kristur kom frá Föðurnum og ekkert var skapað án hans, hann sagði , þér hafið séð föðurinn, þegar þér hafið séð mig, ég og faðirinn erum eitt.
Jóhannes 3.36 Sá sem trúir á soninn, hefur eilíft líf, en sá sem óhlýðnast syninum, mun ekki sjá líf, heldur varir reiði Guðs yfir honum."
Hvað þýðir þetta?
Er ekki kominn tími til að rannsaka það nánar?
Um bloggið
Þórdís Ragnheiður Malmquist
Tenglar
Mínir tenglar
- Boðunarkirkjan Kirkja sem boðar Guðs orð óbreytt og heldur Hvíldardag Guðs þann sem hann helgaði, 7. daginn. Er í Hlíðarsmára 9 3hæð.
- Boðunarkirkjan Sjálfstæð kristin kirkja sem heldur hvíldardag Guðs
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.