Góður dagur 30. okt

Þessi dagur gaf mér sólskin og gott tækifæri til að fá mér göngutúr með  Gutta, hundinum mínum litla.  Hann hoppaði af kæti eins og alltaf þegar göngutúr er framundan. Gutti hefur kennt mér enn betur að gleðjast yfir því að vera til og geta notið þess að ganga úti og njóta umhverfisins. Við fórum niður að tjörnunum á Fitjunum og gáfum svönum, gæsum og öndum brauð að éta. Á morgun hefst vinnan kl.8.  Hjálpa þeim sem geta, að klæðast og fara fram úr, til að sitja í hjólastól eða  ganga með göngugrind. Mata suma og svo að búa um rúm og sjá um að allir séu þurrir og hreinir og hafi fengið lyfin sín. Hvernig er hægt að kvarta þegar maður hefur heilsu og getur verið í þjónustuhlutverki í stað þess að liggja í rúmi upp á aðra komin.  Sumir sem ég hef með að gera ætluðu ekki að enda inni á hjúkrunarheimili. Voru einmitt komnir á eftirlaun og hlökkuðu til að njóta þess að hafa meiri tíma og geta notið samveru við fjölskylduna. En þá gerist eitthvað, blæðing inn á heila og hreyfigetan er farin.  Lái þeim ekki að verða reið og vonsvikin. Þá er gott að eiga trú og geta þegið æðruleysi og frið hið innra frá Guði sínum. Ég þekki það persónulega hvað það hefur mikið að segja.  Í kvöld hitti ég margar hressar og duglegar konur á fundi. Þær þjappa sér saman og horfa með hugrekki fram á veginn. Systur í lífsbaráttunni.  Konur hugsa öðruvísi, það er komin tími til að þær fái að stýra skútunni líka.  Ég treysti þeim eins vel til þess og sumum betur enn körlunum.  Ég bið góðan Guð að blessa og styrkja embættismenn þá sem standa fremstir í flokki á þessum erfiða tíma. Ég dáist að rósemi og  yfirvegun forsætisráðherra okkar í öllum þessum látum sem hafa verið. Það er ekki eins og hann hafi haft það svo náðugt undanfarið. Hugsum hlýtt til þeirra sem stjórna.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórdís Ragnheiður Malmquist

Höfundur

Þórdís Ragnheiður Malmquist
Þórdís Ragnheiður Malmquist

Félagsliði í fullri vinnu við hjúkrun aldraðra. Starfa við öflun efnis og dagskrárgerð, þýðingar og annað sem tengist kirkjunni minni sem er Boðunarkirkjan Hlíðarsmára 9. Sjá útvarp boðun FM105,5 Reykjavík0g 109,4 á Akureyri. Einnig  <bodunarkirkjan.is> Hef áhuga á andlegum efnum og boðorðunum 10 eins og þau eru í Ritningunni, sérstaklega því 4.Elska ferðalög og ósnortna náttúru. Bestu stundirnar eru með barnabörnunum og svo vinum sem hafa stórt hjarta.

 

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • á hippaballi Ketilási 2010
  • Sumarkvöld að Hraunum
  • Miklavatn í júlí
  • Stíflan
  • Vigdís og Nói

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband