Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Eitt af því sem ég hefi lært í sambandi við vinnuna mína er að vera meðvituð um regluna,"aðgát skal höfð í nærveru sálar" . Maðurinn minn fór að tala um þetta í kvöld og ég ákvað að blogga smá um það. Hann minntist á það hve margt ágætt fólk á erfitt um þessar mundir vegna ástands bankanna. Fólk sem er vel menntað og framsækið og fjárfesti í góðri trú. Það var ekki að taka neitt frá okkur hinum þegar það tók þátt í þessum kaupum og þáði góð tilboð. Það ætlaði ekki að harma neinn eða svo tel ég ekki vera. En vissulega má tala um löngun til að hafa það gott og áhættuhegðun að vissu leyti. En hverjir ætla að kasta steinum úr glerhúsi? Reiði, hefnigirni og leit að blóraböglum mun ekki hjálpa þessari þjóð upp úr erfiðleikunum. Ég heyrði sögu um ungan mann og fjölskyldu hans. (ekki hér á landi).  Hann bjó ásamt móður sinni og systur en faðir hans var látin. Þeim áskotnaðist töluverð peningaupphæð frá tryggingarfélagi og stóð til að nota peningana í að mennta þau systkinin og sjá fjölskyldunni farborða. En ungi maðurinn var framsækin og átti vin sem hann taldi að væri með góða hugmynd um ábatasamt fyrirtæki. Hann bað því móðurina um að lána sér þessa peninga til að setja í fyrirtækið og lofaði að þeir mundu koma margfaldir til baka. Systir hans var ekki hrifin en lét undan og hann fékk peningana. Örskömmu síðar kom ungi maðurinn niðurbrotinn heim með þær fréttir að vinurinn hefði stungið af til annars lands með alla peningana og þeir væru tapaðir að fullu og öllu.  Systir hans varð reiðari en orð fá lýst og jós skömmum yfir bróður sinn og ásakaði móður sína. Hún sagðist aldrei ætla að tala við bróður sinn aftur. Móðir hennar talaði þá stillilega til hennar og sagði. Hefur þú alveg gleymt því um hvað kærleikurinn snýst? Þegar allt var í lagi þá gastu elskað bróður þinn, en núna þegar hann er brotinn og hefur gert svo stór mistök þá gleymir þú að gæta að því hve illa honum hlýtur að líða og ekki síst fyrir það að hann getur ekkert gert til að laga orðinn hlut. Það er nú sem hann þarfnast þess mest að finna kærleika og fyrirgefningu.

Já er það ekki einmitt það sem við þurfum að minna okkur á að þegar allt leikur í lyndi er enginn vandi að vera elskulegur og jákvæður, en þegar allt fer niður á við, þá þarf að sýna skilning og kunna að fyrirgefa. Guð blessi ykkur öll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreggviður Davíðsson

Allt gott og blessað það sem þú skrifar, en ekki verja það sem illt er. Græðgi er ekki ein af dyggðunum, heldur einn av löstunum (nota ekki orðið synd í þessu samhengi). Sjálfur Jesú fleygði til borðum og ruddi salinn af fégráðugum hér um árið, þannig að ég tel okkur íslendinga í fullum rétti þegar við krefjumst réttlætis við þær aðstæður að fáir hafa ollið mörgum slíkrar sorgar, sem raun ber vitni. Heil þjóð er við það að tapa sjálfstæðinu og auðvitað öllum eigum líka. Við þær aðstæður er ekki rétti hátturinn að segja við þá þjóð, að hún eigi að fyrirgefa græðgi þeirra er komu henni í þær aðstæður, heldur að styðja þá þjóð þannig að a.m.k. matur sé á borðum fyrir börnin. Það okkar kristnu þegnum á herðar borið að styðja okkar næsta í verki en ekki með einhverri helgislepju. Þessi þjóð hefði aldrei lifað af ef enginn hefði reynst karlmenni á ögurstundum. Hversu mörg heimili eru og verða í örvinglan, matar og eignalaus. Reynum að styðja þau heimili og verja þau sjálfsvígum, sem því miður fólk í einangrun og dimmu lífsins of oft grípur til. Stöndum saman.

Hreggviður Davíðsson, 5.11.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir innlegg þitt, er hugsi yfir hlutunum eins og þeir eru í dag, fegin að vera bara ég, lítillát og þakklát fyrir gott líf.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.11.2008 kl. 00:50

3 Smámynd: Þórdís Ragnheiður Malmquist

Þakka ykkur fyrir gott innlegg í umræðuna. Ég vona að enginn misskilji mig varðandi það að ég sé að reyna að verja græðgi sem slíka, þó segja megi að oft sé eftirsókn eftir vissum lífsgæðum stundum á gráu svæði hvað græðgi-hugtakið varðar.  Ég vona bara aðengir hópar missi sig í æsing og jafnvel hefnigirni við þá sem þeir kunna að telja eiga sök á ástandinu. Það mun aðeins gera illt verra. Ég tek undir að við eigum að hlú að þeim sem bágt eigaog munu eiga erfitt tímabil framundan. Ég þekki það að missa hús og vera í erfiðleikum, þekki þunglyndi og það að sjá ekki til sólar í lífinu. Ég er svo lánsöm að eiga trú í dag sem huggar og gefur innri frið, sem ég get svo notað til að gefa áfram til þeirra sem bera kvíðboga fyrirfrmatíðinni. Ég mun gera mitt besta til að styðja við aðra þó ég fái minn skerf af þessu brjálæði í fjármálalífinu eins og margur annar og sé lánin tvöfaldast. Æðruleysi er það sem gildir.

Þórdís Ragnheiður Malmquist, 6.11.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Þetta er falleg saga um fyrirgefninguna og kærleikann.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:25

6 Smámynd: Þórdís Ragnheiður Malmquist

Takk kæra Rósa fyrir fallegu kveðjuna þína, Guð gefi þér gott líf alla dag.

Þórdís Ragnheiður Malmquist, 18.11.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórdís Ragnheiður Malmquist

Höfundur

Þórdís Ragnheiður Malmquist
Þórdís Ragnheiður Malmquist

Félagsliði í fullri vinnu við hjúkrun aldraðra. Starfa við öflun efnis og dagskrárgerð, þýðingar og annað sem tengist kirkjunni minni sem er Boðunarkirkjan Hlíðarsmára 9. Sjá útvarp boðun FM105,5 Reykjavík0g 109,4 á Akureyri. Einnig  <bodunarkirkjan.is> Hef áhuga á andlegum efnum og boðorðunum 10 eins og þau eru í Ritningunni, sérstaklega því 4.Elska ferðalög og ósnortna náttúru. Bestu stundirnar eru með barnabörnunum og svo vinum sem hafa stórt hjarta.

 

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • á hippaballi Ketilási 2010
  • Sumarkvöld að Hraunum
  • Miklavatn í júlí
  • Stíflan
  • Vigdís og Nói

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband