Fjötrar vanans. Hugeiðing einn Hvíldaradaginn

        Við heyrum stundum fólk segja , "ég er ekkert nema vaninn", ég hef átt það til að segja þetta sjálf og eflaust sum ykkar. Ástæðan til að ég nefni þetta er sú að mér varð hugsað til þess hve mannfólkið er einatt fast í sínu fari og hugsar oftar en ekki lítið um hvort venjur þess eða hugsunarháttur hefur eitthvað með lífsheill þeirra, sannleika eða blekkingu að gera.  Við þrjú vorum að spjalla saman í vinnunni og ung og vel menntuð stúlka var að segja okkur hve merkilega konu vinkona hennar ætti að móður.    Móðirin kunni að spá og var merkilega skyggna á marga hluti. Undarlegir hlutir áttu það til að henda, svo sem að eyrnalokkur sem átti að liggja ásamt sínum samstæða á móti, lá allt í einu á krukkubotni á lýsispilluglasi dótturinnar sem á þessum tíma dvaldi á Spáni. Þegar dóttirin hafði símsamband við móður sína og spurði um lokkana, kom í ljós að aðeins annar var heima hjá móður hennar, faðir stúlkunnar hafði látist nokkrum árum áður og voru eyrnalokkarnir gjöf frá honum. Við þær fregnir að annar lokkurinn væri komin á þennan undarlega hátt til Spánar sagði móðirin við dóttur sína "hann pabbi þinn er bara að láta þig vita að hann fylgist með þér". Annað tilvik í sömu fjölskyldu var þannig að kona sem kom til að láta spá fyrir sér sat allt í einu inni í stofu og hafði enginn hleypt henni inn. Hún sagði að sér hefði verið boðið inn af manni sem sagði fátt en hvarf út úr stofunni um leið og hún var sest til að bíða. Við lýsingu konunnar á manninum sagði spákonan góða að þetta hefði verið hinn látni eiginmaður sinn. Munið þið eftir sögunni um konuna sem alltaf sauð fiskinn í 3 pottum? Þegar dóttir hennar spurði hvers vegna hún gerði það svaraði mamman, " nú hún mamma gerði það alltaf svona" Já en var það næg ástæða.?   Þegar gengið var eftir því við ömmuna hvers vegna hún hefði soðið fiskinn í 3 pottum, var svarið einfaldlega að hún átti ekki nógu stóran pott og fjölskyldan var svo stór.  Stundum hugsum við ekki sjálfstætt eða hvað.?     Getum við þroskast eða breyst ef við erum föst í sama farinu?      Getum við aukið á þekkingu okkar ef við teljum að foreldrar okkar og þeir sem mótuðu okkur hafi verið óskeikulir.?  Ég er ekki að gera lítið úr þeim sem voru á undan okkur.   Ég er líka þakklát móður minni fyrir að gefa mér líf en ef ég hefði til dæmis fest mig í lífsskoðunum hennar væri ég ekki hér að tala til ykkar og það sem meira er , ég væri á sama plani og stúlkan hér í frásögninni á undan.   Já vaninn er sterkur, hann mótar og festir. Alls konar vani, bæði andlegur og líkamlegur.   Getum við breytt þessu sjálf?   Kannski sumu.  Við eigum alltaf val.  En við vitum vel að jafnvel þeir sem velja að breyta einhverju í eigin fari heyja oft harðvítuga baráttu, ekki síst ef um einhverja fíkn er að ræða.     Ég get talað af eigin raun, ég hætti að reykja en Guð gaf mér frelsi frá fíkninni.   Ég sé oft fólk sem hættir á eigin spýtur og tekur lyf eða tyggur tyggigúmmí, er í sífelldri baráttu. Oft tapar það svo viðureigninni við fíknina og festist aftur í neti vanans.         Getum við breytt okkur, lífsviðhorfum okkar, hegðun og lífstíl á eigin spýtur?   Gæti verið ástæða að í Guðs orði er tekið fram að við eigum í baráttu sem er þyngri og erfiðari en við getum ímyndað okkur. Þess vegna segir í   :Jeremía 13:23
Getur blámaður breytt hörundslit sínum eða pardusdýrið flekkjum sínum? E
f svo væri munduð þér og megna að breyta vel, þér sem vanist hafið að gjöra illt.

Við lesum með hrylling um menn sem aka svo hratt að öllum sem nærri koma stafar lífshætta af. Nú eru að minnsta kosti 5 stórslösuð ungmenni á gjörgæslu eftir ofsaakstur.  Getur verið að ögrunin við dauðann sé að verða vani hjá mörgu fólki.  Getur verið að það að aka allt of hratt sé orðinn vani svo margra að æ oftar verði stór hætta ef fólk hættir sér út á þjóðvegi.     Páfinn í Róm sagði að háskaakstur væri synd. Ég fór að velta þessu fyrir mér.             Rökin voru þau að hver sá sem stefnir með aksturslagi sínu sér og öðrum í lífsháska væri að drýgja synd.     Félögum mínum í vinnunni fannst erfitt að nota orðið synd.      Það eru reyndar tvö "S orð "sem mjög margir vilja ekki kannast við að séu raunveruleg eða sannleikanum samkvæm í umfjöllun. Það eru orðin synd og Satan. Ég hef oft heyrt að fólk trúi ekki á tilvist hins illa og eins var þarna í vinnunni minni, er við rökræddum um sannleiksgildi spádóma.  Þegar ég benti á að ekki væri hægt að telja sig kristin ef maður tryði ekki því sem fram kæmi í Guðs orði, nema það sem passaði við smekk mans og væri innan þægindamarka. Samstarfskona mín gretti sig og sagði "en ekki skrifaði Guð biblíuna", Jú sagði ég , það segir Biblían að hann hafi gert á sinn hátt.

Og allavega er ekki hægt að segja sig kristinn og trúa sumu í Guðsorði en sleppa öðru, Jafnvel Múslímar telja ekki hægt að trúa sumu í Kóraninum en hafna öðru. "Þá verð ég bara að trúa á Búdda" sagði vinkonan, sem nýlega varði mastersritgerð sína í mannfræði. Ertu þá tilbúin að trúa á dauðar líkneskjur?. Spurði ég , "já alveg eins" svaraði hún. Eftir stuttan tíma fer þessi fallega unga kona til Afríku að vinna við þróunarstörf.     Ég sagði henni sanna sögu um bænheyrslu, þegar trúboði einn horfðist í augu við nokkra ræningja sem ætluðu jafnvel að drepa hann.

 Ég  ætla að bæta hér inn þessari sögu fyrir blogg vini og gesti: Trúboði þessi kom frá  smábæ í norður Ameríku. Hann var á gangi um kvöld og aleinn á mjóum illa upplýstum stíg. Allt í einu stóðu fyrir framan hann fjórir illúðlegir menn sem gerðu sig líklega til að ráðast á hann þá og þegar. Hann var einn og óvopnaður og bað í hljóði til Guðs að hjálpa sér. Allt í einu brast flótti á mennina og þeir flýðu dauðskelkaðir í burtu hver sem betur gat. Trúboðinn komst heim til hýbýla sinna og var að vonum feginn og þakklátur. En honum lék forvitni á að vita hvað hefði orsakað flóttann. Þegar hann þurfti að mæta niður á lögreglustöð næsta dag til að bera kennsl á menn sem grunaðir voru um rán og manndráp, kvöldið áður, sá hann aftur mennina sem ætluðu að ráðast á hann. Hann fékk að tala við forsprakka þeirra og spurði hann hversvegna þeir hefðu ekki klárað ætlunarverk sitt. Hinn svaraði þá,"nú við förum ekki að ráðast á mann sem hefur 6 alvopnaða lífverði í kring um sig"  Merkilegt?  En bíðið nú við. Nokkru síðar fór ungi maðurinn heim til bæjarins í norður Ameríku og mætti í kirkjuna sína fljótlega eftir heimkomuna. Þar kom hann upp i ræðupúlt og ávarpaði fólkið sem hann þekkti svo marga á meðal. Hann sagði m.a. frá þessari sérkennilegu reynslu sinni. Þá reis upp maður meðal áheyrenda og spurði,"hvenær nákvæmlega, átti sér stað þetta atvik, bæði tími og dagur". Trúboðinn sagði honum það og þá bað maðurinn 5 aðra menn að rísa úr sætum. Hann sagði að á þeirri sömu stundu og dimm nóttin var að færast yfir Afríku var hann staddur snemma morguns heima hjá sér og allt í einu fannst honum Guð leggja það á hjarta sitt að biðja fyrir þessum bróður í trúnni, þar sem hann var þá staddur í fjarlægu landi. Hann hringdi þá í 5 vini sína og bað þá að biðja með sér fyrir trúboðanum. Þeir gerðu einmitt það og eins og fyrr segir, birtust glæpamönnunum 6 vopnaðir lífverðir hjá trúboðanum.   Merkilegt? Það finnst mér og ég kann nokkrar fleiri frásagnir um björgun sem á ekkert skylt við látið fólk en sýnir hins vegar að englar bregðast örskjótt við og birtast mönnum stundum í ýmsum myndum, oftast til að koma sem best til hjálpar. Bænin er farvegur sem við hjálpum til við að mynda til að Guð fái komið með hjálp, því óvinurinn stendur sem fastast í móti og verður aðeins að víkja þegar hann sér að maðurinn biður einlæglega um hjálp Guðs. Munið að Jesús sagði að hann mundi knýja á, en það er okkar að opna og bjóða honum inn til að vera með í lífi okkar.    "Sá sem er ekki með mér er á móti mér", Sagði hann. Á hann bara að koma þegar við smellum fingrum, lendum í vandræðum? Erum við ekki með aðgerðarleysi okkar og áhugaleysi oft og einatt að bjóða einhverju öðru að dvelja í hjarta okkar?  Læt þessar hugrenningar duga, en held áfram með efnið sem var hér fyrir þetta innskot.

Hún hafði áður sagt okkur um einskonar kraftaverk fyrir tilstuðlan dulrænna afla. Að reyna að telja fólki trú um að til séu öflugar andaverur sem geta gert kraftaverk er álíka auðvelt eins og að segja því að hvítt sé svart.   Vaninn er sterkur, fólk er ekki vant að tala við Guð, það er ekki vant að sækja kirkju. Sumir fara í kirkju á jólum og páskum vegna þess að að það er venja í fjölskyldunni, og venjur geta verið býsna fastar og mikilvægar.  Hugsar þetta sama fólk um Guð á öðrum tímum ef allt gengur vel?       Hefur Jesú einhverja djúpa þýðingu í lífi þess í dag?      Hann sem sagði:   Jóhannesarguðspjall 14:23
Jesús svaraði: Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann.
Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum.   Hversu margir munu ekki ugga að sér í fyllingu tímans. 1. Jóhannesarbréf 2:17
Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.
Lærisveinarnir voru vanir að róa til fiskjar. Þeir höfðu fastar venjur og þekktu ekkert annað. Líf þeirra var einfalt og fábrotið, þeir voru lítt menntaðir fiskimenn með einföld markmið.  Samt þegar Frelsarinn bauð þeim að sveigja allar vinnureglur og leggja netin aftur , bauð þeim að víkja frá vananum þá var svarið.     Lúkasarguðspjall 5:5
Símon svaraði: Meistari, vér höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið, en fyrst þú segir það, skal ég leggja netin.

Eins og við höfum flest lesið og heyrt þá töpuðu þeir engu á að hlýða Drottni sínum.   Eins mun um hvern þann sem tekur á móti honum. Sem leggur sinn eigin vana í Hans hendur og biður um umbreytingu innra eðlis, biður Frelsarann að koma inn í hjartað. Sá mun ekki lengur vera reirður í fjötra vana og hefða.   Óvinurinn beitir mjög þeim aðferðum að binda og fjötra fólk í alkonar langanir, ávana og blekkingar.  Kristur leysir og frelsar.                 Jóhannesarguðspjall 7:38-39
-38- Sá sem trúir á mig, frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir.   39- Þarna átti hann við andann, er þeir skyldu hljóta, sem á hann trúa. Því enn var andinn ekki gefinn, þar eð Jesús var ekki enn dýrlegur orðinn.                             

Bjóðum Andanum frá heilögum Föður og Syni að taka yfir líf okkar á hverjum degi. Biðjum um lausn frá vondum vana af öllu tagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra frá þér aftur. Góð færsla til að lesa svona fyrir nóttina. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Þórdís Ragnheiður Malmquist

Takk fyrir hlýja kveðju og Guð geymi þig. Ætlaði að setja hjarta eða broskall hér en eitthvað er stiflað í því. Setti fleiri myndir í albúmið áðan, á eftir að gera síðuna fallegri, er enn að læra á þetta allt.

Þórdís Ragnheiður Malmquist, 18.11.2008 kl. 23:13

3 Smámynd: Þórdís Ragnheiður Malmquist

Þarna sést það hvað ég á eftir að læra á þessa bloggsíðu. Get ekki einu sinni bakkað út ef ég geri vitleysu en ég ætlaði að senda þér einn góðanóttkoss sofðu vel

Þórdís Ragnheiður Malmquist, 18.11.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

Kærleikskveðja  til þín

Kristín Ketilsdóttir, 19.11.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórdís Ragnheiður Malmquist

Höfundur

Þórdís Ragnheiður Malmquist
Þórdís Ragnheiður Malmquist

Félagsliði í fullri vinnu við hjúkrun aldraðra. Starfa við öflun efnis og dagskrárgerð, þýðingar og annað sem tengist kirkjunni minni sem er Boðunarkirkjan Hlíðarsmára 9. Sjá útvarp boðun FM105,5 Reykjavík0g 109,4 á Akureyri. Einnig  <bodunarkirkjan.is> Hef áhuga á andlegum efnum og boðorðunum 10 eins og þau eru í Ritningunni, sérstaklega því 4.Elska ferðalög og ósnortna náttúru. Bestu stundirnar eru með barnabörnunum og svo vinum sem hafa stórt hjarta.

 

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • á hippaballi Ketilási 2010
  • Sumarkvöld að Hraunum
  • Miklavatn í júlí
  • Stíflan
  • Vigdís og Nói

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband