Lukkuklukk

Bloggvinir hafa verið að tala um að setja upp klukk síðu með "lukkuklukki". Skrifa um blessanir í stað alls þess erfiða sem nóg er um talað. Ég get sett fram mitt þakklæti fyrir þessa helgi sem er að líða. Ég fékk lánaða 3 fjöruga stráka, tvo 4 ára og einn 1 árs. það eru forréttindi að fá að njóta svona stunda með ungu börnunum. Þeir fóru m.a. í að skreyta piparkökur hjá ömmu með miklum tilþrifum. LoL Svo var farið í bað, allir saman, því hér er stórt hornbaðkar sem þeir segja að sé sundlaug.Grin þar er ærslast og skríkt, hlegið mikið þegar amma skýtur á þá vatnsbunu með fjarstýringunni á nuddið. já það er sko hlegið og amma nýtur góðs af því þetta feykir burt skammdegisdrunga.Frown já amma getur hlegið með og þakkað Guði fyrir slíkar gjafir sem barnabörn eru, þegar allt er í lagi og þau eru glöð og heilbrigð. Annað sem ég tel með blessunum er Boðunarkirkjan og fólkið sem ég hitti þar á hvíldardögum kl. 11 til hvenær sem er eftir 2 á deginum þeim. Það er svo gott að koma þangað og syngja lofsöngva og hlýða á góðan boðskap og taka þátt í rannsókn á Biblíunni.  Af hverju er ekki þjóðkirkjan að fræða fólk meira? Hversvegna er veslings kirkjan sú eins og bara tæki til að uppfylla vissar venjur og siðareglur mestan part í andlegu lífi fólks? Ég veit þó að fólk nennir ekki upp til hópa að sinna slíku. Telur að þar sem presturinn fær sín laun á hann bara að þjónusta fólk og leyfa því svo að hafa sínar skoðanir án þess að reyna á nokkurn hátt að hlutast til um þær. Meira að segja heyrði ég í vinnunni minni ágæta samstarfskonu benda á að nærgætni skildi viðhöfð nærveru sálar, það er að tala til dæmis ekki um að Guð hafi skapað heiminn, ef Tælenskur einstaklingur er viðstaddur, þeir trúa á Búdda og þetta gæti sært þá. Gott og vel. Ég gat samt ekki stillt mig um að benda henni á þá staðreynd að það sem viðhaft er í nærveru okkar sem trúa heitt á Guð og Jesú Krist væri ekki minna særandi, upphrópanir eins og jíseskræst og allar hinar sem tengjast nafni Krists. Að ekki sé talað um blótið sem einnig er nóg af. Hún varð svolítið hissa og fannst þetta ekkert guðlast. Ég býst við að margir geri sér enga grein fyrir að þetta er rangt og ljótt.  Svo elsku vinir og velunnarar trúar af öllu tagi, gott að sýna virðingu þeim sem eru langt komnir að en gleymið ekki ykkar nánustu sem trúa á góðan Guð, við höfum líka tilfinningar.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórdís Ragnheiður Malmquist

Höfundur

Þórdís Ragnheiður Malmquist
Þórdís Ragnheiður Malmquist

Félagsliði í fullri vinnu við hjúkrun aldraðra. Starfa við öflun efnis og dagskrárgerð, þýðingar og annað sem tengist kirkjunni minni sem er Boðunarkirkjan Hlíðarsmára 9. Sjá útvarp boðun FM105,5 Reykjavík0g 109,4 á Akureyri. Einnig  <bodunarkirkjan.is> Hef áhuga á andlegum efnum og boðorðunum 10 eins og þau eru í Ritningunni, sérstaklega því 4.Elska ferðalög og ósnortna náttúru. Bestu stundirnar eru með barnabörnunum og svo vinum sem hafa stórt hjarta.

 

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • á hippaballi Ketilási 2010
  • Sumarkvöld að Hraunum
  • Miklavatn í júlí
  • Stíflan
  • Vigdís og Nói

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband