HUGLEIÐING nóvember 2007

Hvað sjáum við, hvað horfum við á?

Hvaða áhrif hefur það sem við horfum á, á okkur, hugsun okkar og persónulega mótun.?.

Er allt í lagi að horfa á hvað sem er, er hægt að hreinsa það út úr hugskotinu eins og manni sýnist, ef manni hugnast það ekki eftir á?

Við vitum að svo er ekki. Ekki í raun og veru. Við þekkjum ótal sorgleg , nýleg dæmi um afleiðingar þess að horfa mikið á ljótt, skemmandi efni, eða tölvuleiki á netinu. Ofbeldi, ofbeldi og aftur ofbeldi. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að fullyrða að þesskonar efni hafi svo hverfandi lítil áhrif á neytendur þess að þær fáu undantekningar sem láta leiðast út í ógæfuverk hafi hvort sem er getað gert það sem þeir gerðu án þess að hafa horft á eða leikið ofbeldisleiki. Hvílík afneitun og hvílík vörn í þágu græðginnar.

Er allt í lagi að horfa, bara smá stund? Er fegurð alltaf augljós og hið vonda líka? Ég horfði hugfangin á stóran stein í glugga um daginn. Hann var bara svona eins og gráir eða brúnir steinar að utan, grófur og lítið augnayndi , en að innan, það var sko fagur á að líta. Ametist kristallar út um allt í þéttum klasa, eitt af náttúru sköpunarverkum Guðs okkur til augnanyndis. Guð hefur skapað óteljandi fagra steina sem glitra og endurvarpa birtu á undurfagran hátt.

Því miður er svo komið að margir hafa fest trú á hið skapaða og telja mátt og kraft fólginn í því en hafa gleymt eða hreinlega hafnað skapara sínum. Ég tel að þig kannist flest ef ekki öll við þetta.

Mattheusarguðspjall 5

29Ef hægra auga þitt tælir þig til falls þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér að einn lima þinna glatist en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti. 30Ef hægri hönd þín tælir þig til falls þá sníð hana af og kasta frá þér. Betra er þér að einn lima þinna glatist en allur líkami þinn fari til helvítis.

Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig.
2.
Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað?
3. Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.

Þegar við fáum að sjá þennan stað höfum við aldrei séð neitt því líkt af dýrð og ljóma. Þar eru óteljandi dýrðlegir steinar sem prýða hin himnesku heimkynni. Síðar þegar Guð hefur skapað nýjan himinn og nýja jörð verða þessir fögru steinar sjáanlegir öllum til ánægju, því græðgin verður ekki lengur til í manninum, hún hefur eins og annað horfið burt með útrýmingu syndarinnar og hins illa höfundar.

4. Veginn þangað, sem ég fer, þekkið þér.
5. Tómas segir við hann: Herra, vér vitum ekki, hvert þú ferð, hvernig getum vér þá þekkt veginn?
6. Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.
Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.
7. Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann.
8. Filippus segir við hann: Herra, sýn þú oss föðurinn. Það nægir oss.
9. Jesús svaraði: Ég hef verið með yður allan þennan tíma, og þú þekkir mig ekki, Filippus? Sá sem hefur séð mig, hefur séð föðurinn. Hvernig segir þú þá: Sýn þú oss föðurinn?
10. Trúir þú ekki, að ég er í föðurnum og faðirinn í mér? Orðin, sem ég segi við yður, tala ég ekki af sjálfum mér. Faðirinn, sem í mér er, vinnur sín verk.
11. Trúið mér, að ég er í föðurnum og faðirinn í mér. Ef þér gerið það ekki, trúið þá vegna sjálfra verkanna.
12. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.
13. Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni, það mun ég gjöra, svo að faðirinn vegsamast í syninum.
14. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni, mun ég gjöra það.
15. Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.
16. Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu,
17. anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður.
18. Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar.
19. Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig, því ég lifi og þér munuð lifa.
20. Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður.
21. Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau, hann er sá sem elskar mig. En sá sem elskar mig, mun elskaður verða af föður mínum, og ég mun elska hann og birta honum sjálfan mig.
22. Júdas ekki Ískaríot sagði við hann: Herra, hverju sætir það, að þú vilt birtast oss, en eigi heiminum?
23. Jesús svaraði: Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum.
24. Sá sem elskar mig ekki, varðveitir ekki mín orð. Orðið, sem þér heyrið, er ekki mitt, heldur föðurins, sem sendi mig.
25. Þetta hef ég talað til yðar, meðan ég var hjá yður.
26. En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður.
27. Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.
28. Þér heyrðuð, að ég sagði við yður: Ég fer burt og kem til yðar.

Ef þér elskuðuð mig, yrðuð þér glaðir af því, að ég fer til föðurins, því faðirinn er mér meiri.
29. Nú hef ég sagt yður það, áður en það verður, svo að þér trúið, þegar það gerist.
30. Ég mun ekki framar tala margt við yður, því höfðingi heimsins kemur.
Í mér á hann ekki neitt.
31. En heimurinn á að sjá, að ég elska föðurinn og gjöri eins og faðirinn hefur boðið mér.
Standið upp, vér skulum fara héðan.

Sumir ánetjast því að horfa á siðlausar myndir, setjast við tölvuna og fara að forvitnast. Þeir ætla kannski bara að kíkja en festast yfir þessu ljóta efni. Hvað svo. Mengast hugurinn,? Hjá mörgum. Sumir sitja í fangelsi vegna þess að þessi fíkn varð svo sterk að hún leiddi til hræðilegra glæpa. Allt vegna þess að hugurinn var gagntekinn af ljótum myndum.Maðurinn var villtur frá Guði og boðorðum hans, búinn að gleyma eða þekkti hann aldrei.

Mattheus 5.kafli.

1Þegar Jesús sá mannfjöldann gekk hann upp á fjallið. Þar settist hann og lærisveinar hans komu til hans. 2Þá hóf hann að kenna þeim og sagði

8Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá.

29. Ef hægra auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti.

28. En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.

Jesaja 40.

1Huggið, huggið lýð minn, segir Guð yðar. 2Hughreystið Jerúsalem og boðið henni að áþján hennar sé á enda, að sekt hennar sé goldin, að hún hafi fengið tvöfalt af hendi Drottins fyrir allar syndir sínar.

3Heyr, kallað er: „Greiðið Drottni veg um eyðimörkina, ryðjið Guði vorum beina braut í auðninni,
4sérhver dalur skal hækka, hvert fjall og háls lækka. Hólar verði að jafnsléttu og hamrar að dalagrundum.
5Þá mun dýrð Drottins birtast og allt hold sjá það samtímis því að Drottinn hefur boðað það."
6Einhver segir: „Kalla þú," og ég spyr: „Hvað á ég að kalla?" „Allt hold er gras og allur yndisleikur þess sem blóm vallarins.
7Grasið visnar, blómin fölna þegar Drottinn andar á þau. Sannlega eru mennirnir gras.
8Grasið visnar, blómin fölna en orð Guðs vors varir að eilífu." 9Stíg upp á hátt fjall, Síon, fagnaðarboði. Hef upp raust þína kröftuglega, Jerúsalem, fagnaðarboði. Hef upp raustina og óttast eigi, seg borgunum í Júda: 10Sjá, Guð yðar kemur í mætti og ríkir með máttugum armi.
Sjá, sigurlaun hans eru með honum og fengur hans fer fyrir honum. 11Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu en leiða mæðurnar.
12Hver mældi vötnin í lófa sínum og afmarkaði himininn með spönn sinni? Hver mældi duft jarðar í mælikeri, vó fjöllin á reislu og hæðirnar á vogarskálum?
13Hver getur stýrt anda Drottins, hver ráðlagt honum og kennt? 14Hvern spurði hann ráða sér til skilningsauka, hver fræddi hann um leið réttvísinnar, veitti honum þekkingu, vísaði honum veginn til skilnings? 15Þjóðirnar eru sem dropi úr fötu og eru metnar sem ryk á vogarskálum, hann vegur eyjarnar sem sandkorn væru.
16Líbanonsskógur nægir ekki til eldiviðar og dýrin í honum ekki til brennifórnar.
17Allar þjóðir eru sem ekkert fyrir honum, hann metur þær einskis, minna en ekkert.
18Við hvern ætlið þér að líkja Guði og hvað viljið þér taka til jafns við hann? 19Hagleiksmaður steypir skurðgoð, gullsmiður slær það gulli og býr það silfurfestum.                                              
20 Hinn fátæki velur í helgigjöf við sem fúnar ekki. Hann finnur hagan smið til að reisa líkneski sem haggast ekki.   21  Vitið þér ekkert, hafið þér ekki heyrt það, var yður ekki sagt það frá öndverðu, hefur yður ekki skilist þetta frá grundvöllun jarðar?                                                       22 Það er hann sem situr hátt yfir jarðarkringlunni en íbúar hennar líkjast engisprettum,
hann þenur himininn út eins og voð og slær honum sundur eins og tjaldi til að búa í.
23Hann gerir höfðingja að engu, sviptir þjóðhöfðingja völdum.                                                     
24 Þeir eru varla gróðursettir, varla sánir, stofn þeirra hefur varla fest rætur í jörð, fyrr en hann andar á þá og þeir skrælna og stormurinn feykir þeim burt eins og hismi                                     25   Við hvern ætlið þér að líkja mér, hver er jafningi minn? spyr Hinn heilagi.                           26   Hefjið upp augun og horfið til himins.
Hver hefur skapað allt þetta? Það er hann sem kannar her stjarnanna, allan með tölu,
nefnir þær allar með nafni. Þar sem hann er mikill að mætti og voldugur að afli
verður engrar vant.

27 Hvers vegna segir þú, Jakob, hvers vegna talar þú svona, Ísrael:
„Vegur minn er hulinn Drottni, Guð minn skeytir ekki um rétt minn."

28 Veistu ekki eða hefur þú ekki heyrt að Drottinn er eilífur Guð sem skapaði endimörk jarðar? Hann þreytist ekki, hann lýist ekki, viska hans er órannsakanleg. 29Hann veitir kraft hinum þreytta og þróttlausum eykur hann mátt. 30Ungir menn þreytast og lýjast, æskumenn hnjóta og falla    31en þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir, þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.

 

35Segið þið ekki: Enn eru fjórir mánuðir, þá kemur uppskeran? En ég segi ykkur: Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru fullþroskaðir til uppskeru.

Síðara Korintubréf 10

7Þið horfið á hið ytra. Ef einhver treystir því að hann sé Krists þá hyggi hann betur að og sjái að eins og hann er Krists, þannig er ég það einnig.

Hebreabréfið3.

1Helguðu vinir sem hafið fengið köllun til himinsins. Horfið til Jesú, postula og æðsta prests þeirrar trúar sem við játum. 2Hann var trúr Guði, er hafði skipað hann, eins og var um Móse „í öllu hans húsi". 3En hann er verður meiri dýrðar en Móse eins og sá er húsið gerði á meiri heiður en húsið sjálft. 4Sérhvert hús hefur einhver gert en Guð er sá sem allt hefur gert. 5Móse var að sönnu trúr í öllu hans húsi eins og þjónn. Hann átti að vitna um það sem boðað skyldi síðar 6en Kristur er sonur og er trúað fyrir að ráða yfir húsi hans. Og hans hús erum við ef við höldum djörfunginni og voninni sem við miklumst af.

7Því er það eins og heilagur andi segir: Ef þér heyrið raust hans í dag,

8þá forherðið ekki hjörtu yðar eins og í eyðimörkinni þegar feður yðar gerðu uppreisn og freistuðu mín. 9Þeir freistuðu mín og reyndu mig þótt þeir fengju að sjá verkin mín í fjörutíu ár. 10Þess vegna reiddist ég kynslóð þessari og sagði: Án afláts villast þeir í hjörtum sínum. Þeir þekktu ekki vegu mína. 11Og ég sór í bræði minni: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar.
12Gætið þess, bræður og systur, að hafa ekkert illt í hjarta og láta engar efasemdir bægja ykkur frá lifanda Guði. 13Uppörvið heldur hvert annað hvern dag á meðan enn heitir „í dag", til þess að enginn forherðist af táli syndarinnar. 14Því að við erum orðin hluttakar Krists svo framarlega sem við treystum honum staðfastlega allt til enda eins og í upphafi. 15Svo segir: „Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar eins og í uppreisninni." - 16Hverjir voru þá þeir sem heyrt höfðu og gerðu þó uppreisn? Voru það ekki einmitt allir þeir sem Móse hafði leitt út af Egyptalandi?
17Og hverjum „var hann gramur í fjörutíu ár"? Var það ekki þeim sem syndgað höfðu og báru beinin á eyðimörkinni? 18Og hverjum „sór hann að eigi skyldu þeir ganga inn til hvíldar hans," nema hinum óhlýðnu?

19Við sjáum sakir vantrúar fengu þeir eigi gengið inn.

 

25Þá var í Jerúsalem maður er Símeon hét. Hann var réttlátur og guðrækinn og vænti þess að Guð frelsaði Ísrael. Heilagur andi var yfir honum 26og hafði hann vitrað honum að hann skyldi ekki deyja fyrr en hann hefði séð Krist Drottins. 27Að leiðsögn andans kom hann í helgidóminn. Og er foreldrarnir færðu þangað sveininn Jesú til að fara með hann eftir venju lögmálsins 28tók Símeon hann í fangið, lofaði Guð og sagði: 29Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara eins og þú hefur heitið mér
30því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt, 31sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða, 32ljós til opinberunar heiðingjum og til vegsemdar lýð þínum Ísrael.

Lúkasarguðspjall 7

22. Og hann svaraði þeim: Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem þið hafið séð og heyrt: Blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp og fátækum er flutt fagnaðarerindi.

Jóhannesarguðspjall 1

15. Jóhannes vitnar um hann og hrópar: Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég.
16. Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan.
17. Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist.
18. Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.

Jóhannesarguðspjall 3

Maður hét Nikódemus, af flokki farísea, ráðsherra meðal Gyðinga.
2. Hann kom til Jesú um nótt og sagði við hann: Rabbí, vér vitum, að þú ert lærifaðir kominn frá Guði. Enginn getur gjört þessi tákn, sem þú gjörir, nema Guð sé með honum.
3. Jesús svaraði honum: Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju.

Við þurfum að dvelja við endurfæðingu á hverjum degi og leita Guðs, horfa til hans, sem er skapari alls því heimurinn hefur gleymt honum og afneitað. Við getum aðeins minnt okkur og aðra á hann í sífellu með því að sýna að við treystum honum, viljum lifa samkvæmt fyrirmynd þeirri sem Kristur gaf, horfa til hans, stöðugt svo við við fyllum ekki hugann af ljótleika syndarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórdís Ragnheiður Malmquist

Höfundur

Þórdís Ragnheiður Malmquist
Þórdís Ragnheiður Malmquist

Félagsliði í fullri vinnu við hjúkrun aldraðra. Starfa við öflun efnis og dagskrárgerð, þýðingar og annað sem tengist kirkjunni minni sem er Boðunarkirkjan Hlíðarsmára 9. Sjá útvarp boðun FM105,5 Reykjavík0g 109,4 á Akureyri. Einnig  <bodunarkirkjan.is> Hef áhuga á andlegum efnum og boðorðunum 10 eins og þau eru í Ritningunni, sérstaklega því 4.Elska ferðalög og ósnortna náttúru. Bestu stundirnar eru með barnabörnunum og svo vinum sem hafa stórt hjarta.

 

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • á hippaballi Ketilási 2010
  • Sumarkvöld að Hraunum
  • Miklavatn í júlí
  • Stíflan
  • Vigdís og Nói

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband