Hugleiðing um trú og siði, nýöld og spádóma

15.5.2008  Efnið er tekið að nokkru leiti upp úr tímaritinu Amazing Facts.

Staðreyndir. Mannfjöldinn í Kína er 1,3 milljarðar á dag en það er sá fjöldi sem bjó í öllum heiminum fyrir 150 árum. Ríkið með fæsta íbúa er hinsvegar Vatikanið í Róm. árið 1929 undir yfirstjórn The Lateran Treaty, var Vatikanborg stofnsett sem sjálfstætt ríki með 109 ekrur af landi innan borgarmarka Rómar. færri enn 1000 íbúar búa í þessari borg sem stjórnað er af ´páfanum, sem hefur algjör lagaleg, trúarleg og réttarfarsleg yfirráð. Enn fremur hefur The Holy See eigin gjaldmiðil og póstkerfi. Þeir gefa út dagblað, ráða yfir eigin símkerfi og netþjónustu, og stjórna einnig eigin járnbrautarkerfi þó smátt sé í sniðum. Hinn frægi svissneski vörður þjónar líka sem lögregla, og viðheldur öryggiseftirliti innan ríkisins og stendur vörð um páfann. Þó svo þetta ríki sé ekki stórt þá óttast jafnvel Kína þetta "litla land"

Þegar Benidikt páfi heimsótti USA var það sannarlega sögulegur viðburður. Hann fékk meiri viðhafnarmóttökur enn nokkur erlendur gestur hingað til eða mundi nokkurn tíma fá. Aldrei áður hefur Bush forseti farið til að taka sjálfur á móti nokkrum háttsettum tignaraðila á flugvöllinn. þetta undirstrikar hin miklu alþjóðlegu áhrif Kaþólsku kirkjunnar. Þið kunnið að hugsa sem svo "er nú ekki nóg búið að tala um páfann"? Svarið er að heimsókn páfans var ekki bara sögulegur atburður, það var líka mjög mikilvægur áfangi í spádómum Biblíunnar. Þegar tvö öflugustu stjórnveldi heims, tengd spádómum endalokanna, koma saman þá ættu Biblíulega trúaðir kristnir að gefa því alvarlegan gaum. Í árhunndruð hafa mótmælenda-krisntir trúað því að fyrsta dýrið í Opinberunarbókinni 13 sé páfavaldið. Enn fremur, trúa margir mótmælendur því að annað dýrið í Opinberunarbókinni 13:11 tákni Bandaríki Norður Ameríku.Ekki taka þetta sem svo að verið sé að ráðast á eða dæma kaþólska trúaða sem slíka. Milljónir góðra, einlægra og guðhræddra kaþólikka eru einfaldlega óafvitandi um hina óbiblíulegu kenningar bornar fram af kirkju þeirra. En okkur væri hollt að muna trú hinna miklu endurreisnar og siðbótarmanna, svs sem Lúter, Zwingli, Tyndale, Buniyan, Wesley, Whitfield, Edwards, Spurgeon og aðra merkilega kennimenn. Þeir trúðu því allir að Rómversk kaþólska kirkjan væri antikristur biblíuspádómanna.

Áður en Benedikt páfi kom til Ameríku, tilkynnti hann að heimsókn hans til Bandaríkjanna mundi verða "trúboða reynsla" Með öðrum orðum, hann villhafa áhrif á borgarana til að samþykkja og fagna trúarskoðunum sínum. En kaþólsk guðfræði truflar bókstafs kristna og veldur vanda. Til dæmis trúir Páfinn því að hann sé óskeikull og fulltrúi Guðs á jörðu og við sáum að hann er bókstaflega dýrkaður sem slíkur. Blaðamaður einn spurði Bush forseta hvað hann sæi er hann liti í augu Páfa,Hið furðulega svar forseta Bandaríkjanna var án þess að hika,"Guð"

(Hvað er að gerast hér?) Kaþólska kirkjan kennir einnig að við eigum að biðja til Maríu, að prestar hafi vald til að fyrirgefa syndir, tilbeiðsla eða dýrkun á líkneskjum sé ásættanleg, ásamt öðrum heiðnum áhrifum og kenningum. Ennfremur má benda á að í Washington DC og New York fylltu tugþúsundir leikvanginn þar sem páfi kom fram til að sjá hann framkæma messu. Páfinn trúir ákenninguna um algera umbreytingu, hann trúir að hann hafi vald og mátt til að breyta brauði og víni í raunverulegan líkama og blóð Jesú. Á vissan hátt þýðir það að hann trúir að hann geti "skapað" Guð.

Orðið sem er notað um umbreytingu (trans ubstanti ation) er þýtt sem eðlisbreyting, gjörbreyting, breyting brauðs og víns í líkama og blóð Krists en útlitið helst óbreytt. Þar höfum við það beint úr stóru orða-bókinni. Áherslan á þessa óbiblíulegu kenningu verður enn frekar áhyggjuefni þegar 250 mótmælendur, orþodox og evangeliskir leiðtogar, þar með
talin Pat Robertson,sækja almenna bænasamkomu þann 18. apríl sl. leidd af páfa í kaþólskri kirkju. Sami dagur markaði einnig þau tímamót að páfi kom inni Synagógu, samkomuhús gyðinga í fyrsta sinn, þar sem hann hitti gyðinga rabbínann Arthur Schneier daginn fyrir páska. Það sem er kanski enn furðulegra er að rabbíninn ávarpaði páfann sem "hans heilagleika" og vitnaði því næst í Sálm 133:1Sjá, hversu fagurt og yndislegt það er, þegar bræður búa saman,´(í ensku þýðingunni er talað um bræður sem búa saman í einingu) Þið kunnið að undrast hversvegna ég er í slíku uppnámi yfir atburði sem þessum.         Eins og ég les mína biblíu, segir að það muni verða bandalag, (ríkjasamband) milli kaþólisma og ríkjndi trúarbragða Norður Ameríku sem muni endanlega koma á merki dýrsins. Auðvitað eru leiðtogar Kaþólsku kirkjunnar vel meðvitaðir um vaxandi spennu milli róttækra íslama og gyðinglegra og kristinna þjóða. Og einn tilgangurinn með þessari heimsókn páfans var að bjóða sjálfan sig fram sem andlegan leiðtoga þar sem hinar brotnu eða sundruðu kirkjur gætu fylkt sér um. Það er að gerast vinir, hér beint fyrir framan nefin á okkur. Smátt og smátt. Hreint út sagt er mér ráðgáta hvernig Ameríka, þjóð mótmælendatrúar, gæti sett slíkan heiður á leiðtoga stofnunar sem hefur úthellt bóði svo margra gyðinga og kristina. Höfum við gleymt að Norður Ameríka var numin og byggð upp að mestu af pílagrímum sem flúðu trúarofsóknir í Evrópu? Satt að 2segja , þegar minnismerki Washington var reist um 1850, sendi Píus páfi að gjöf stóran marmara stein. Hneikslaðir mótmælenda-trúaðir vildu ekkert með arf frá Róm að gera og tóku steininn og hentu honum í Potomak ánna. En það er jafnvel enn meiri vísbending um það að hlutirnir eru að breytast. Einu sinni voru allir meðlimir hæstaréttarAmeríku, mótmælendatrúar. Í dag er aðeins einn af þeim og meirihlutinn er nú yfirlýstir kaþólikkar.Ég gæti ekki tjáð mig betur um áhyggjur mínar en höfundur Deilunnar miklu.bls. 563-565. "Rómversk áhrif eru nú litin miklu mildari augum en áður fyrr. Sú var tíðinn að mótmælendur virtu það meira en annað að hafa samviskufrelsi það sem hafði verið svo dýru verði keypt. Þeir kenndu börnum sínum að það að leita eftir samhyggð við Róm væri óhlýðni við Guð. En hve allt hefur breyst nú. mótmælendakirkjur eru í miklu myrkri annars mundu þær koma auga á tákn tímanna. Rómverska kirkjan hefur komist langt í fyrirætlunum sínum, hún er að nýta hvert verkfæri og tækifæri til að breiða út áhrif sín og efla vald sitt í undirbúningi fyrir grimm og fyrirhuguð átök til að ná völdum í heiminum."         Þetta sagði höfundur Deilunnar miklu fyrir um hundrað árum. þið hljótið að viðurkenna að þegar alsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman til að vera ávarpað af leiðtoga kaþólsku kirkjunnar, hlýtur það að sýna augljós hnatræn áhrif frá þessari kirkju. Eða mundu þessir leiðtogar koma annars svona saman til að hlusta á einhvern annan prest? Ég held líka að tímasetning heimsóknar páfans sé leynileg ráðagerð, sérstaklega fylgjandi nýrri bylgju Nýaldar trúar upphafinni af sjónvarpsstjörnunni Oprah Winfrey. Hin áhrifaríka vellauðuga kona fullyrðir "eitt af þeim mistökum sem fólk gerir er að trúa því að það sé aðeins ein leið til frelsunar " og en fremur "að Jesús getur ekki verið eina leiðin, eini vegurinn" Og nú er hún að setja öll sín fjölmiðlaáhrif og kraft í að auglýsa bækur og kennara sem halda fram þessum hættulega spíritisma. Enn verður mér hugsað til Deilunnar miklu, þar segir."Mótmælendur í Bandaríkjunum munu verða fremstir í flokki við að rétta hendur sínar yfir hafið til að grípa í hönd spíritismans. Þeir munu rétta hönd yfir djúpið til að takast í hendur við rómverska valdið og undir áhrifum þessa þrefalda sameiningarafls, mun land þetta  (Ameríka) fylgja í fótspor Rómar og niðurtroða frelsinu til eigin samvisku. (síða 588) Og að lokum, eins og þetta væri nú ekki nægilegt til að brjóta heilann um, kom enn eitt mikilvægt atriði til sögunnar í heimsókn páfa og ætti skilið sérstaka athygli okkar. þann 16. apríl, á afmælisdegi páfans,hitti hann hinn ameríska biskup kaþólikka í Basilikunni í þjóðar helgidómi hinns flekklausa getnaðar í höfuðborginni. Þar ávarpaði Kardinálinn, Francis George, páfann fyrir hönd bandarískra leiðtoga kaþólikka, þar sem hann útlistaði forgangsverkefni sem athygli þyrfti að vekja á næstu árum. Meðal þessara atriða var, " handing on the faith in the context of sacramental practice and the observance of Sunday worship" Í lauslegri þýðingu, innleiða trúna á merkingu sakramentis iðkunar og að virða sunnudaga helgihald. Það líður ekki á löngu þar til þeir þrýsta á að þetta verði staðfest með lögum. Með spádómana að rætast fyrir augum okkar, eru fáeinar en dýrmætar raddir að hljóma frá ræðustólum mótmæl-enda. Þið megið vera viss um að Amazing Facts *er helgað því hlutverki að lyfta lúðri aðvarana gegn yfirvofandi hættum á vinfengi við trúníðslu kirkjuna í Róm. Spámaður spurði eitt sinn Jósafat konung eins og segir í annari Krónikubók, 19.2." Þá gekk Jehú sjáandi Hananíson fyrir hann og mælti til Jósafats konungs: ,,Hjálpar þú hinum óguðlegu og elskar þú þá, er hata Drottin? Sakir þessa liggur á þér reiði Drottins. Á sama hátt trúi ég að það sé leynileg ráðagerð og kanski jafnvel guðleg forsjón, að á sama tíma og páfinn var að undirbúa og stjórna "leiðangri sínum til Ameríku" var ég ( Doug Batchelor hjá Amzing Facts)  í stúdíói að taka up einn mikilvægasta hlutann af  DVD myndefni um deiluna miklu, þann sem heitir "stríðið milli Krists og Satans"      Ég trúi því að þið séuð mörg sammála mér að þessi boðskapur þurfi að ná til fólks nú fremur en nokkru sinni fyrr. Í dag, þegar stjórnmálaleg nákvæmni brenglar oft biblíulegum sannleika, heldur Amazing Facts *djarflega áfram að birta óbreytnalegan sannleika frá orði Guðs. Auk þess að kalla sálir til að taka á móti fagnaðarerindi Jesú, þá er okkur einnig boðið að taka til okkar hinn spádómlega viðvörunar-boðskap um að dýrka ekki dýrið eða fá á okkur merki þess. (opinb. 14. 9-11) Á eftir þeim kom hinn þriðji engill og sagði hárri röddu: ,,Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær merki á enni sitt eða hönd sína,þá skal sá hinn sami drekka af reiði-víni Guðs, sem byrlað er óblandað í reiðibikar hans, og hann mun kvalinn verða í eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og í augsýn lambsins. Og reykurinn frá kvalastað þeirra stígur upp um aldir alda, og eigi hafa þeir hvíld dag eða nótt, þeir sem dýrið tilbiðja og líkneski þess, hver sá sem ber merki nafns þess.``

*Sjá amzingfacts.com

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórdís Ragnheiður Malmquist

Höfundur

Þórdís Ragnheiður Malmquist
Þórdís Ragnheiður Malmquist

Félagsliði í fullri vinnu við hjúkrun aldraðra. Starfa við öflun efnis og dagskrárgerð, þýðingar og annað sem tengist kirkjunni minni sem er Boðunarkirkjan Hlíðarsmára 9. Sjá útvarp boðun FM105,5 Reykjavík0g 109,4 á Akureyri. Einnig  <bodunarkirkjan.is> Hef áhuga á andlegum efnum og boðorðunum 10 eins og þau eru í Ritningunni, sérstaklega því 4.Elska ferðalög og ósnortna náttúru. Bestu stundirnar eru með barnabörnunum og svo vinum sem hafa stórt hjarta.

 

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • á hippaballi Ketilási 2010
  • Sumarkvöld að Hraunum
  • Miklavatn í júlí
  • Stíflan
  • Vigdís og Nói

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband