Um Evrópusameiningu og Daníelsbók

 

Undarlegir tímar ganga nú yfir þjóð vora og erfitt að spá um hvernig fara muni eftir kosningar. Eitt er víst, enginn þeirra sem við stjórntaumunum tekur hefur neina töfralausn né veit fyrir víst hvernig á að stöðva hratt þá  óheillaþróun sem þegar er að hitta fyrir mörg heimili og valda kvíða og þunglyndi, jafnvel uppgjöf margra, ekki síst þeirra yngri sem ekki hafa reynt neitt þessu líkt. Hafa enga "æfingu" í að vanta og skorta jafnvel nauðsynjar.

Allir flokkar hafa tvo skoðanahópa þegar kemur að því hvort ganga skuli strax í Evrópusambandið og taka upp Evruna, helst ekki seinna en strax, ef þau mættu ráða.

Auðvitað veit hver heilvita maður að Evran leysir ekki efnahagsvandann sem við höfum komið okkur að mestu hjálparlaust í. Það er nokkuð sama hvað gjaldmiðillinn heitir þegar fólk veit ekki hvernig á að fara með hann. Við höfum ekki lært að spara og safna fyrir því sem okkur vanhagar um hér á landi. Ráðdeildarsemi  er ekki kennd í skólum að neinu marki. Bankakerfið hefur kennt okkur að skulda fremur enn spara oft á tíðum. Ekki eru mörg ár síðan það borgaði sig að skulda, því verðbólgan "borgaði" lánin en át líka upp sparnaðinn og öryggi þeirra sem reyndu að eiga til elliáranna. Í dag sjáum við marga, sem ætluðu að spara og vera ráðdeildarsamir, eiga til síðustu ára, hafandi drauma um að geta loksins leyft sér að ferðast og hvílast, nú sjáum við þetta sama fólk horfandi fram til magurra elliára á strípuðum ellilífeyri. Kannski hinir svokölluðu útrásarvíkingar vildu bjóða þessu fólki frí afnot að fínu húsunum sínum í frönsku Ölpunum?  Já eða bara bjóða fötluðum afnot af aðstöðunni í stóru sumarhúsunum sínum, hluta af íslensku sumri, eru þau ekki sum bara nokkuð hjólastólavæn?

Nei annars, ég er víst komin á flug og sumum kann að finnast þetta ekkert mjög sniðugt.

En talandi um Evrópu og sameiningu evrópskra ríka. Í Daníelsbók í gamla testamentinu getur að líta merkilegan spádóm, sem á líka erindi til okkar tíma, mjög svo.

Daníel var ásamt öðrum gáfumönnum á valdi Babíloníukonungs Nebúkadnesars. En Daníel hafði unnið sig í mikið álit hjá konungi vegna gáfna sinna og hreins lífernis, heiðarleika og trúar, sem ekkert fékk haggað. Konung hafði dreymt draum sem enginn af spámönnum né særingarmönnum við hirðina gat ráðið né vitað hvað snerist um. Daníel bað til Guðs um að fá skýringu á draumi konungs og kom svo fram fyrir hann og sagði honum drauminn og þýðingu hans. Lesa má um þetta í öðrum kafla Daníelsbókar. Versi 26 til 45.

26Konungur svaraði og sagði við Daníel, sem kallaður var Beltsasar: Getur þú sagt mér drauminn, sem mig dreymdi, og þýðing hans?
27Daníel svaraði konungi og sagði: Leyndardóm þann, sem konungurinn spyr um, geta hvorki vitringar, særingamenn, spásagnamenn né stjörnuspekingar sagt konunginum.
28En sá Guð er á himnum, sem opinberar leynda hluti, og hann hefir kunngjört Nebúkadnesar konungi það, er verða mun á hinum síðustu dögum. Draumur þinn og vitranir þær, er fyrir þig bar í rekkju þinni, voru þessar:
29
Þá er þú hvíldir í rekkju þinni, konungur, stigu upp hugsanir hjá þér um, hvað verða mundi eftir þetta, og hann, sem opinberar leynda hluti, hefir kunngjört þér, hvað verða muni.
30En hvað mig snertir, þá er það ekki fyrir nokkurrar visku sakir, sem ég hafi til að bera umfram alla menn aðra, þá er nú eru uppi, að þessi leyndardómur er mér opinber orðinn, heldur til þess að þýðingin yrði kunngjörð konunginum og þú fengir að vita hugsanir hjarta þíns.
31Þú horfðir fram fyrir þig, konungur, og stóð þar líkneski mikið. Líkneski þetta var stórt og yfirtaks-ljómandi. Það stóð frammi fyrir þér og var ógurlegt ásýndum.
32Höfuð líkneskis þessa var af skíru gulli, brjóstið og armleggirnir af silfri, kviðurinn og lendarnar af eiri,
33leggirnir af járni, fæturnir sums kostar af járni, sums kostar af leir.
34Þú horfðir á það, þar til er steinn nokkur losnaði, án þess að nokkur mannshönd kæmi við hann. Hann lenti á fótum líkneskisins, sem voru af járni og leir, og molaði þá.
35Þá muldist sundur í sama bili járnið, leirinn, eirinn, silfrið og gullið, og varð eins og sáðir á sumarláfa, vindurinn feykti því burt, svo að þess sá engan stað. En steinninn, sem lenti á líkneskinu, varð að stóru fjalli og tók yfir alla jörðina.
36Þetta er draumurinn, og nú viljum vér segja konunginum þýðing hans.
37Þú, konungur, yfirkonungur konunganna, sem Guð himnanna hefir gefið ríkið, valdið, máttinn og tignina,
38þú, sem hann hefir mennina á vald selt, hvar svo sem þeir búa, dýr merkurinnar og fugla himinsins, og sett þig drottnara yfir því öllu, þú ert gullhöfuðið.
39En eftir þig mun hefjast annað konungsríki, minni háttar en þitt er, (þetta ríki var ríki Meda og Persa, sem ríktu í um 200 ár)   og því næst hið þriðja ríki af eiri, sem drottna mun yfir allri veröldu. ( þetta var Alexander hinn gríski og mikli en  eirinn er tákn Grikklands)
40Þá mun hefjast fjórða ríkið, sterkt sem járn, því að járnið sundurbrýtur og mölvar allt, og eins og járnið molar sundur, eins mun það sundurbrjóta og mola öll hin ríkin.

( Róm sigraði árið 190 f. Kr. Hinn sýrlenska hluta hins fyrrum volduga gríska heimsveldis, makedoníska hlutann árið 168 f.Kr. og Egiftaland viðurkenndi vald járnríkisins Rómar sama ár. Róm var sameinuð í byrjun og var þá lýðveldi. Síðan varð hún heimsveldi. Rómverska heimsveldið skiptist eins og táknað var með blöndu leirs og járns, vegna árása germanskra þjóðflokka að norðan og austan á fjórðu öld. Róm , járnveldið varð skipt um eilífð. Mikið hefur verið reynt til þess að bræða saman þjóðir Evrópu, einingar Rómaveldis, í eina samfellda heild með kvonföngum, en án árangurs. Karl mikli og Napelon reyndu með hervaldi að að mynda sameinað ríki, en tókst ekki. ‘I spádóminum var frá því greint að þessar einingar mundu ekki sameinast, rétt eins og járnið samlagar sig ekki við leirinn.)
41En þar er þú sást fæturna og tærnar, að sumt var af pottaraleir, sumt af járni, það merkir að ríkið mun verða skipt. Þó mun það nokkru í sér halda af hörku járnsins, þar sem þú sást járnið blandað saman við deigulmóinn.
42En þar er tærnar á fótunum voru sums kostar af járni og sums kostar af leir, þá mun það ríki að nokkru leyti verða öflugt og að nokkru leyti veikt.
43Og þar er þú sást járnið blandað saman við deigulmóinn, þá munu þeir með kvonföngum saman blandast, og þó ekki samþýðast hvorir öðrum, eins og járnið samlagar sig ekki við leirinn.
44En á dögum þessara konunga mun Guð himnanna hefja ríki, sem aldrei skal á grunn ganga, og það ríki skal engri annarri þjóð í hendur fengið verða. Það mun knosa og að engu gjöra öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eilífu,
45þar sem þú sást að steinn nokkur losnaði úr fjallinu, án þess að nokkur mannshönd kæmi við hann, og mölvaði járnið, eirinn, leirinn, silfrið og gullið. Mikill Guð hefir kunngjört konunginum hvað hér eftir muni verða. Draumurinn er sannur og þýðing hans áreiðanleg.

Á dögum hins skipta Rómaveldis mun Guð himnanna setja á stofn ríki sitt, sem aldrei mun undir lok líða og aldrei vera gefið nokkurri annarri þjóð en hans eigin og hún mun byggja það um eilífð        Og draumurinn er öruggur og þýðing hans sönn. (Prophets and Kings bls 495)Tilvitnun lýkur:

Já sumum ykkar kann að þykja þetta langsótt efni en ég hef ekki getað hætt að hugsa um þetta samhengi í ljósi undanfarinna atburða og umræðu. Við höfum mannkynssöguna, við sjáum hve illa hefur gengið að komast að samkomulagi um stjórnir ríkja, hvað þá að setja þau öll undir einn hatt. Hve margir hafa ekki reynt það með mjög misjöfnum hætti og lélegum árangri. Það er mjög áhugavert og umhugsunarvert að lesa Ritninguna í ljósi nútímaatburða.  Daníelsbók er ekki versta lesefni sem hægt er að rannsaka

Ég hvet ykkur til að skoða þetta nánar og hugsa um hversvegna var þetta birt fyrir svo löngu?. Hverjum átti það að þjóna? Vildi Guð að við gerðum okkur grein fyrir að þessi heimur, sem við höfum farið svo illa með, mundi ekki standa um aldur og ævi. Að eitthvað mundi gerast. Að einhver okkur miklu æðri tæki í taumana að lokum? Umhugsunarefni er það ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Sæll Þórdís og takk fyrir að vera vinu minn hér á mbl bloggi

Kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 21.4.2009 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórdís Ragnheiður Malmquist

Höfundur

Þórdís Ragnheiður Malmquist
Þórdís Ragnheiður Malmquist

Félagsliði í fullri vinnu við hjúkrun aldraðra. Starfa við öflun efnis og dagskrárgerð, þýðingar og annað sem tengist kirkjunni minni sem er Boðunarkirkjan Hlíðarsmára 9. Sjá útvarp boðun FM105,5 Reykjavík0g 109,4 á Akureyri. Einnig  <bodunarkirkjan.is> Hef áhuga á andlegum efnum og boðorðunum 10 eins og þau eru í Ritningunni, sérstaklega því 4.Elska ferðalög og ósnortna náttúru. Bestu stundirnar eru með barnabörnunum og svo vinum sem hafa stórt hjarta.

 

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • á hippaballi Ketilási 2010
  • Sumarkvöld að Hraunum
  • Miklavatn í júlí
  • Stíflan
  • Vigdís og Nói

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband