Laus úr fangelsi Satans

Frjáls úr fangelsi Satans. 

Þegar ég hóf að skrifa þessa hugleiðingu, leituðu tárin fram í augu mér , vinnufélagi minn, 46 ára, móðir og eiginkona missti mann sinn á hörmulegan hátt í  fyrir skömmu,  jeppabifreið ók framan á bifreið hans á fullri ferð og svipti burt lífi fjölskylduföður á einu andartaki. Ein röng ákvörðun,  ein vanhugsun,  enn ein ógæfa og sorg. Ástæðan er ekki ljós og ekki rétt að fullyrða eitt né neitt um hver átti "sök", en hvort sem um er að ræða ofþreytu, áfengi eða annað, þá er afleiðingin óafturkallanleg. Það eina sem ég vil segja hér er að guði sé lof fyrir að þeir sem deyja vita ekki hvað er að gerast. Þeir sofa dauðasvefni og tíminn er ekki til hjá þeim. Þeir vakna fyrst þegar Frelsarinn kemur aftur , eins og hann lofaði, og vekur upp dána með raust þess sem mælti fram Orð og það varð, sjá sköpunarsöguna.

Fyrir þá sem vilja vita meira um dauðann, hvet ég til lesturs á Prédikaranum og einnig til að lesa Matteus. Jesús kemur víða inn á þetta og hann syndi okkur líka ljóslega hvað dauði er , þegar hann kallaði Lasarus fram úr gröfinni. Jesús sýndi þar með að hann er fær um að vekja upp þá dánu.

En ekki meira um það að sinni, hér á eftir kemur sönn saga um ungan mann.

             Dennis óx  upp í fjölskyldu þar sem ofbeldi var daglegt brauð. Kærleikur , andlegur þroski eða leiðsögn voru víðsfjarri.  Leið hans lá inn í dimma myrkviði eiturlyfja, siðleysis og peningagræðgi.   Dag einn bauð yfirmaður hans honum  í kirkju með sér. “  Mér fannst það skrítið vegna þess að hann vissi að ég notaði eiturlyf og seldi þau” , sagði Dennis síðar,   en afþakkaði boðið, sem leiddi til þess að yfirmaðurinn bauðst þá til að taka Travis, 5 ára son  hans, með sér. “Þá sagði ég”, sagði Dennis,  “ að ef ég gæti gert eitthvað rétt í þessu lífi þá væri það að ég vildi að sonur minn fengi að vita hver þessi Jesús er.  Hugsanir mínar voru þær að það væri þó enn von fyrir hann. Hann er  bara 5 ára, hann er óspilltur. Ég hafði heyrt um himnaríki og helvíti og ég var nokkuð viss um hvert ég færi en sonum minn hefði enn tækifæri”.            Skömmu síðar bauð annar vinnufélagi Dennis og syni hans til kirkju. Þeir mættu nokkrum sinnum, en Dennis fannst hann hræsnari að mæta svona í kirkju verandi enn að nota og selja eiturlyf.  Hvað sem því leið gaf þessi vinnufélagi og kona hans, Dennis biblíu, sem hann stakk upp í hillu í algeru áhugaleysi. Dennis sagði fljótlega upp starfinu og  fór að selja eiturlyf  eingöngu, til að afla fjár.  Innan skamms var hann líka kominn í félagsskap spíritista. Ekki löngu síðar fór rannsóknarlögreglan að skoða Dennis nánar og eiturlyfjahringurinn ákvað þar með að losa sig við hann, með því að drepa hann.  Hræddur og  dapur sendi Dennis litla Trevor til móður sinnar til að búa hjá henni.             Kvöld eitt er hann lét hugann reika, kom allt í einu ljóð , sem heitir “Jesús sagði”, líkt eins og ósjálfrátt á blaðið sem hann skrifaði á.  Þó að hann hafði aldrei lesið biblíuna til að vita hvað Jesús hafði sagt í raun og veru,  talaði heilagur Andi til hans í gegn um orðin sem hann hafði rétt í því skrifað.  “ Stórkostleg upplifun af friði og vellíðan , kom yfir mig. Guð  kynnti sjálfan sig fyrir mér á þessu augnabliki á þann hátt að ég gat skilið það án nokkurs vafa. Ég vissi nú  að Guð var raunverulegur vegna þess að í fyrsta skipti í lífi mínu fann ég von þrátt fyrir stöðu mína             Dennis fann biblíuna sem vinnufélagi hans hafði gefið honum og hóf að lesa .“Ég  vildi breytingu inn í líf mitt og fann sterka sannfæringu um að það sem ég væri að aðhafast í lífi mínu , væri rangt”.           Vikur liðu þar sem Dennis reyndi að  laga sjálfan sig, án árangurs. Að lokum í algjörri örvæntingu, hrópaði hann til Guðs um hjálp.  Næsta dag var hann handtekinn af leyniþjónustunni. ”Þetta var ekki alveg mín útgáfa af hjálp” sagði hann, “en við þjónum stórkostlegum Guði. Þegar kemur að því að bjarga sál sem hrópar á lausn frá synd, þá sóar Hann engum tíma”. ‘Í fangelsi hóf Dennis að lesa biblíuna. “Ég gat heyrt Guð tala til mín í hvert sinn sem ég opnaði biblíuna. Ég las líka bókina  “Skilinn eftir” (Left behind) og hugsaði, “þetta er lygi,  þetta er ekki sá Guð sem ég hef lesið um í biblíunni”.    Um síðir deildi Dennis  klefa með manni sem var að nema biblíuna gegn um bréfa-fjarnám. Fyrsta lexían sem Dennis  las var líkt og svalandi vatn þyrstum manni.  Á innan við viku hafði hann lesið og lokið við að læra 12 lexíur. Með hverri nýrri lexíu og sannleik sem opnaðist honum, setti Dennis það sem persónulega tengingu inn í líf sitt og gerði að sínu.  “Ég gat séð hve mjög Guð elskaði mig, og  mig langaði til að bregðast við, sýna svörun. Það sem virkilega byggði upp trú mína var að ég sá hvernig ég gat treyst biblíunni gegn um spádóma hennar. Spádómurinn um 2300 dagana,(sjá Daníelsbók) sýndi mér að Jesús var Messías.  (hinn smurði). Við það að sjá kærleik hans frá sköpuninni allt fram að krossinum, fékk mig til að gera mér grein fyrir að Biblían var engin venjuleg bók. Þegar ég sé  hvílíkan kærleik Jesús ber til mín, hví skildi ég þá lifa í andstöðu við það.            Dennis eyddi næstu tveim árum í 5 mismunandi fangelsum. Yfir þann tíma komu meðlimir kirkju,  sem heldur hvíldardaginn helgan, reglulega til hans og veittu kristilega þjónustu og færðu honum meira efni frá Amazing Facts.  Trúföst þjónusta þeirra efldi trú og skilning Dennisar. Hann var skýrður áður en hann yfirgaf fangelsið. Frá því að Dennis fékk lausn fyrir um 6 árum, hefur hann notað hvert tækifæri til að vitna og deila reynslu sinni. Í dag er hann eftirsóttur sem  fyrirlesari í kirkjum og fangelsum. Hann skrifaði einnig bók sem heitir “ From the cell to the cross”, (Frá klefanum til krossins”),  sem lýsir  reynslu hans og krafti Guðs til þess að frelsa og umbreyta lífum.  Bók þessi hefur verið send  til margra fanga út um Bandaríkin. Meðvitaður um áhrifamátt persónulegs vitnisburðar, lét Dennis fylgja með lista yfir biblíuleiðsögn og kennsluhefti fáanleg gegn um Amazing Facts  ( sjá amazingfacts.org) og upplýsingar um hvernig hægt væri að nálgast þau.” Ein bók eða leiðsagnarhefti mun verða lesið af fjölda manns” segir hann, “í fangelsi deilir einn með öðrum, og þeir svo áfram til annarra”.  Kirkjan sem þjónaði  og leiddi  Dennis hefur nú þegar fengið fjölda bréfa með beiðnum um biblíunámsbréf frá Amazing Facts og um meiri upplýsingar varðandi hvíldardaginn.            Dennis er nú kvæntur og hann og kona  hans, Melody, eru nú saman helguð  í þjónustu við Drottin. Þau  vonast til að geta í náinni framtíð aflað sér frekari hæfileika og þekkingar til að styrkja talentur sínar og til að vera betur búin til að deila  kærleika Guðs með öðrum. Ein mesta gleði Dennis hefur verið að kynna Jesú fyrir  syni sínum. Núna, miklu fremur enn að láta öðrum slíkt hlutverk eftir, nýtur Dennis þess að geta sagt Travis sjálfur frá Frelsaranum.  “Aðeins Drottinn Guð veit hve djúpt þakklæti ég ber í brjósti fyrir trúmennsku Amazing Facts.  Þið hafið verið  verkfæri í hans hendi  ekki aðeins í að ná til mín, en einnig sonar míns, sem er að kynnast Jesú í gegn um reynslu mína, og með hjálp ykkar í þjónustunni við að bera fram og kenna Orð Guðs á svo kláran og skiljanlegan hátt.             Dennis var svo lánsamur að kynnast Frelsaranum áður en hann tók líf annarra á svo skyndilegan hátt. Vissulega hefur líferni hans haft örlagarík áhrif á marga veikgeðja sál, kannski valdið dauða, við fáum ekki að vita það hér og nú, en hann losnaði úr fjötrum Satans og fékk tækifæri til að láta gott af sér leiða, tækifæri til að þjóna  Jesú og ganga með honum.Jesaja 35:10. Hinir endurkeyptu Drottins hverfa aftur og koma fagnandi til Síonar, eilíf gleði fer fyrir þeim, fögnuður og gleði fylgja þeim en sorg og mæða flýja. Á hverjum degi heyrum við fréttir af ógæfusömu fólki sem er bundið helfjötrum og maður hugsar ósjálfrátt, “þetta hlýtur að fara að taka enda, Guð getur ekki látið svona margar sálir týnast í heim eiturlyfja án þess að gera eitthvað”. En svo hvíslar innri rödd, “þetta er frelsið til að velja hverjum þú fylgir.”  Lúkasarguðspjall 9:23Og Jesús sagði við alla: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér Enginn er neyddur til að fylgja Drottni, við höfum val. Ef við veljum að hlusta á höfund lyga og blekkinga, ef við veljum að elta það sem kitlar eyrun og nærir hégómagirnd okkar eða veitir stundar vellíðan og sjálfstraust,  þá erum við engu betur sett en þeir vesalings villtu einstaklingar sem týnst hafa í heiminum og þekkja ekki sinn vitjunartíma.Sá tími mun koma að mennirnir verða, og svo kemur löng upptalning slæmra ávaxta syndar og eyðileggingar, margir þekkja þennan kafla í 3. kafla , annars Tímóteusarbréfs. (Hvet ykkur til að lesa hann) Á síðustu dögum1En það skaltu vita að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. 2Menn verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, illmálugir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, guðlausir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir og andsnúnir öllu góðu, sviksamir, framhleypnir, drambsamir og elska munaðarlífið meira en Guð. Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti hennar. Forðastu þá.

8Eins og þeir Jannes og Jambres  

  (Nöfn töframanna sem nefndir eru í 2.Mós 7.11, 22.)

 stóðu í gegn Móse þannig standa þessir menn í gegn sannleikanum. Þeir eru menn hugspilltir og óhæfir í trúnni.

En þeim verður ekki ágengt því að heimska þeirra verður hverjum manni augljós eins og líka heimska hinna varð.

  Allt sem þarna stendur er svo óhugnanlega nákvæmlega eins og heimurinn er í dag. Valið stendur milli höfðingja þessa heims og okkar æðstaprests, Jesú Krists, sem senn mun koma í mætti og mikilli dýrð.  Þangað til getum við valið að bíða og sjá til, sjá hvað hinir eru að gera, eða ekki að gera.  Sagt sem svo, allt er óhætt enn, nægur tími. Bíða eftir regninu. Hvað ef Jesús kæmi á morgun? Erum við tilbúin.?    Voru lærisveinarnir viðbúnir því að Jesús færi á þann hátt sem hann sagði fyrir um?  Nei ekki fremur enn vinnufélagi minn sem stendur nú ein eftir án eiginmanns. Við viljum ekki trúa að tíminn renni frá okkur, viljum ekki trúa að allt í einu sé allt búið, um seinan, óafturkallanlegt.     Maðurinn hefur í gegn um tíðina gert allt mögulegt til að  snúa á tímann. Kenning um líf eftir dauðann er orðin svo rótgróinn að stór hluti þjóðarinnar trúir að dauðinn sé aðeins flutningur yfir á annað svið. Trúir að maðurinn eigi sér fyrri líf.  Fastráðnir miðlar í fullu starfi koma með upplýsingar um horfur í efnahag þjóðarinnar og fá mikið og áberandi pláss í  vinsælum tímaritum til að birta  “sannindi “ sín og spádóma.  Þegar svo í ljós kemur að sá “sannleikur” hefur ekkert með Guð að gera, þá er tíminn að renna út. Brúðguminn að koma, of seint að skilja hismið frá kjarnanum og finna sannleikann. Flestir kannast við textann í 24. kafla Matteusarguðspjalls.     Skelfist ekki

1Jesús gekk út úr helgidóminum og hélt brott. Þá komu lærisveinar hans og vildu sýna honum byggingar helgidómsins. Hann sagði

við þá: „Sjáið þið allt þetta? Sannlega segi ég ykkur, hér verður ekki steinn yfir steini, allt verður lagt í rúst.“
3Þá er Jesús sat á Olíufjallinu gengu lærisveinarnir til hans

 og spurðu hann einslega: „Seg þú okkur, hvenær verður þetta? Hvernig sjáum við að þú sért að koma og veröldin að líða undir lok?“
4Jesús svaraði þeim: „Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. 5Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu. 6Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi.

 Gætið þess að skelfast ekki. Þetta á að verða en endirinn er ekki þar með kominn. 7Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá

verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. Allt þetta er

upphaf fæðingarhríðanna.
9Þá munu menn framselja yður, pína og taka af lífi og allar þjóðir

munu hata yður vegna nafns míns. 10Margir munu þá falla frá og

framselja hver annan og hata. 11Fram munu koma margir

falsspámenn og leiða marga í villu. 12Og vegna þess að lögleysi

magnast mun kærleikur flestra kólna. 13En sá sem staðfastur er allt

 til enda verður hólpinn. 14Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað

 um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma. Trúið því ekki

15Þegar þér sjáið viðurstyggð eyðileggingarinnar, sem Daníel spámaður talar um, standa á helgum stað“ -; lesandinn athugi það -; 16„þá flýi þeir sem í Júdeu eru til fjalla. Sá sem er uppi á þaki fari ekki ofan að sækja neitt í hús sitt. Og sá sem er á akri skal ekki hverfa aftur að taka yfirhöfn sína. Vei þeim sem þungaðar eru eða börn hafa á brjósti á þeim dögum. Biðjið að flótti yðar verði ekki um vetur eða á hvíldardegi. Þá verður sú mikla þrenging sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og verður aldrei framar.

22Ef dagar þessir hefðu ekki verið styttir kæmist enginn maður af. En vegna hinna útvöldu verða þeir dagar styttir.

 (Þarna er Jesús að tala um eyðingu Jerúsalem, sem gerðist um árið 70 eftir dauða hans, svo miklar hörmungar urðu þá að fólk át sín eigin afkvæmi í hungur örvæntingu.)

Ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur, eða: Þar, þá trúið því ekki. Því að fram munu koma fals kristar og falsspámenn og þeir munu gera stór tákn og undur svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það er unnt.  

Athugið að ég hef sagt yður það fyrir.
26Ef menn segja við yður: Hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Hann er í leynum, þá trúið því ekki. 27Mannssonurinn kemur eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs.
28Þar munu ernirnir safnast sem hræið er.
 29En þegar eftir þrengingu þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og festingin mun riðlast. Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni og allar kynkvíslir jarðar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð. Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli.    Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér að sumar er í nánd.  Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið allt þetta, að hann er í nánd, fyrir dyrum.  Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok uns allt þetta er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.
Vakið því

En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn,  enginn nema faðirinn einn. Eins og var á dögum Nóa, svo mun verða við komu Mannssonarins. Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags er Nói gekk í örkina. Og þeir vissu ekki fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins. Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin. Vakið því, þér vitið eigi hvaða dag Drottinn yðar kemur. Það skiljið þér að húsráðandi vekti og léti ekki brjótast inn í hús sitt ef hann vissi á hvaða stundu nætur þjófurinn kæmi. Verið þér og viðbúin því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu sem þér ætlið eigi.
45Hver er sá trúi og hyggni þjónn sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín að gefa þeim mat á réttum tíma? Sæll er sá þjónn er húsbóndinn finnur breyta svo er hann kemur. 47Sannlega segi ég yður: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar. En ef illur þjónn segir í hjarta sínu: Húsbónda mínum dvelst og hann tekur að berja samþjóna sína og eta og drekka með svöllurum þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi sem hann væntir ekki, á þeirri stundu sem hann veit ekki, höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna.“

 Það hefur löngum verið dvalið við textann um að einn verði eftir en annar burtu tekinn. Heil kvikmynd byggð á þessum versum. Þau hafa verið tekin úr samhengi eins og oft vill verða og látið líta út sem að Jesú komi "leynilega " að tína upp fólkið. En ef lesinn er allur textinn má sjá að Kristur verður ÖLLUM sjáanlegur og þeir sem treysta á hann, munu fagna komu hans, hinir sem hafa hafnað honum munu kveina, og gleymið ekki að þeir sem drápu hann og  ofsóttu án þess að iðrast, hafa í þessari upprisu ástæðu til að biðja fjöllin að hrinja yfir sig. Þeir hafa kveðið upp sinn eigin dóm. Meiningin um að einn verði tekinn , annar skilinn eftir er  einfaldlega sá að hlið við hlið er oft fólk sem ýmist er hart í hjarta og mundi aldrei taka við Kristi inn í líf sitt, aðrir eru hreinir í hjarta, jafnvel þó þeir hafi aldrei fengið tækifæri til að læra um Jesú. Svo aðeins Guð dæmir og hann les hjörtu mannanna. Þeir sem hafa tækifæri til að þekkja sannleikann en þrjóskast samt við, vita ekki hvenær það er of seint að fá "olíu á lampann". Fyrra Korintubref 15.Afleiðing upprisu Krists1Ef við nú prédikum að Kristur sé upprisinn frá dauðum, hvernig geta þá nokkur ykkar sagt að dauðir rísi ekki upp? Ef ekki er til upprisa dauðra, þá er Kristur ekki heldur upprisinn , en ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun okkar, ónýt líka trú ykkar. reynumst þá vera ljúgvottar um Guð þar eð við höfum vitnað um Guð að hann hafi uppvakið Krist, sem hann hefur ekki uppvakið, svo framarlega sem dauðir rísa ekki upp. Ef dauðir rísa ekki upp er Kristur ekki heldur upprisinn en ef Kristur er ekki upprisinn er trú ykkar fánýt. Syndir ykkar eru þá ekki enn í burtu teknar. Þá eru einnig þau glötuð sem sofnuðu í trú á Krist. Ef von okkar til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum við aumkunarverðust allra manna.
En nú er Kristur upprisinn frá dauðum, frumgróði þeirra sem sofnuð eru. Eins og dauðinn kom með manni, þannig kemur upprisa dauðra með manni. Eins og allir deyja vegna sambands síns við Adam, svo munu allir lífgaðir verða vegna sambands síns við Krist.
Hvernig rísa dauðir upp?   En nú kynni einhver að spyrja: „Hvernig rísa dauðir upp? Hvaða líkama hafa þeir þegar þeir koma?“ Heimskulega spurt! Það sem þú sáir lifnar ekki aftur nema það deyi. Og er þú sáir þá er það ekki sú jurt er vex upp síðar sem þú sáir, heldur bert frækornið, hvort sem það nú heldur er hveitikorn eða annað fræ. En Guð gefur því líkama eftir vild sinni og hverri sæðistegund sinn líkama. Ekki eru allir líkamar eins heldur hafa mennirnir sinn, kvikféð annan, fuglarnir sinn og fiskarnir annan. Til eru himneskir líkamir og jarðneskir líkamir. En vegsemd hinna himnesku er eitt og hinna jarðnesku annað. Eitt er ljómi sólarinnar, annað ljómi tunglsins og enn annað ljómi stjarnanna því að stjarna ber af stjörnu í ljóma.
Þannig er og um upprisu dauðra. Sáð er forgengilegu en upp rís óforgengilegt
 

Sjá, ég segi ykkur leyndardóm: Við munum ekki öll deyja en öll

munum við umbreytast, í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður. Því lúðurinn mun gjalla og þá munu dauðir upp rísa óforgengilegir og við munum umbreytast. Forgengilegir og dauðlegir líkamir okkar eiga að breytast í óforgengilega líkami sem dauðinn nær ekki til.
En þegar það gerist og hið forgengilega breytist og verður

ódauðlegt, þá rætist það sem ritað er: Dauðinn er uppsvelgdur í sigur. Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn?
En syndin er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar. Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist! Þess vegna, mín elskuðu systkin,
 verið staðföst, óbifanleg, síauðug í verki Drottins. Þið vitið að Drottinn lætur erfiði ykkar ekki verða til ónýtis.

 Ég tók út númerin á versunum að mestu til að spara pláss en vona að þið sem lesið, lesið með bæn um leiðsögn Heilags Anda.  Opinberunarb. 20 kafli. Árin þúsund 

Og ég sá engil stíga niður af himni. Hann hélt á lykli undirdjúpsins

 og stórum fjötri í hendi sér. Og hann tók drekann, þann gamla

höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár.

Hann kastaði honum í undirdjúpið, læsti því og setti innsigli yfir svo

að hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega uns þúsund ár væru

liðin. Eftir það á hann að vera leystur um stuttan tíma.


Og ég sá hásæti og menn settust í þau og þeim sem þar sátu var

gefið vald til að dæma. Ég sá sálir þeirra sem höfðu verið hálshöggnir af því að þeir höfðu vitnað um Jesú og flutt orð Guðs. Það voru þeir sem höfðu hvorki tilbeðið dýrið né líkneski þess og ekki fengið merki á enni sér og hönd. Og þeir lifnuðu og ríktu með Kristi um þúsund ár. Aðrir dauðir lifnuðu ekki fyrr en þúsund árin voru liðin. Þetta er fyrri upprisan.

 Sælir og heilagir eru þeir sem eiga hlut í fyrri upprisunni. Yfir þeim hefur hinn annar dauði ekki vald heldur munu þeir vera prestar Guðs og Krists og ríkja með honum um þúsund ár. Vel að merkja , ekki hér á jörðu heldur á himnum, Þeir sem eiga hlut í fyrri upprisunni fá tækifæri til að leita svara við öllum þeim aragrúa spurninga um hversvegna Guð leifði illskunni að rikja svo lengi á jörðu. Hversvegna allt fór eins og það fór. Hversvegna þessi eða hinn er ekki þarna hjá Guði.Verum minnug þess að Guð lét okkur eftir þekkingu og Orð sitt,  okkur til sáluhjálpar, en um leið þá ábyrgð að setja ekki þetta ljós undir mæliker. Við erum á óvinasvæði og jafnvel enn verra svæði en þeir trúboðar sem forðum voru étnir af frumstæðum ættbálkum í dimmum skógum.

Í dag eru óargadýrin oftar en ekki hulin bak við glys og ímynd gæsku og fegurðar.  Ekki fyrirsjáanleg,  ekki fráhrindandi,  en því hættulegri og afkastameiri. 

Fyrra Pétursbréf 5. kafli.

Verið algáð, vakið. Óvinur ykkar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann getur tortímt.Standið gegn honum stöðug í trúnni og vitið að bræður ykkar og systur um allan heim verða fyrir sömu þjáningum. En er þið hafið þjáðst um lítinn tíma mun Guð, sem veitir alla náð og hefur í Kristi kallað ykkur til sinnar eilífu dýrðar, sjálfur fullkomna ykkur, styrkja og gera ykkur öflug. Hans er mátturinn um aldir alda. Amen.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórdís Ragnheiður Malmquist

Höfundur

Þórdís Ragnheiður Malmquist
Þórdís Ragnheiður Malmquist

Félagsliði í fullri vinnu við hjúkrun aldraðra. Starfa við öflun efnis og dagskrárgerð, þýðingar og annað sem tengist kirkjunni minni sem er Boðunarkirkjan Hlíðarsmára 9. Sjá útvarp boðun FM105,5 Reykjavík0g 109,4 á Akureyri. Einnig  <bodunarkirkjan.is> Hef áhuga á andlegum efnum og boðorðunum 10 eins og þau eru í Ritningunni, sérstaklega því 4.Elska ferðalög og ósnortna náttúru. Bestu stundirnar eru með barnabörnunum og svo vinum sem hafa stórt hjarta.

 

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • á hippaballi Ketilási 2010
  • Sumarkvöld að Hraunum
  • Miklavatn í júlí
  • Stíflan
  • Vigdís og Nói

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband