Gleðilegt nýtt ár?

Verð að vígja nýja þráðlausa lyklaborðið sem maðurinn minn gaf mér í jólagjöf. Honum finnst ég eigi að skrifa miklu meira stundum og vildi gera mér það léttara með þessu fína lyklaborði sem ég get setið með og það er lagað að höndunum, betur en þau gömlu sléttu hefðbundnu. Ég verð að viðurkenna að það er ólíkt léttara að slá inn á þessu borði. Gott að eiga góðan mann;). Hvað skyldi nýja árið bera með sér? Við erum að vísu ekki að "henda" út gömlu fólki eins og norsararnir með uppsögn eldgamalla húsaleigusamninga, en erum við ekki að gera næsta ókleyft fyrir margt eldra fólk að framfleyta sér? Það var heldur ekki gleðilegt að heyra um alla þá sem leita þurftu til hjálparstofunar og slíkra fyrir jól. Fólk með krumpaða sál og dapurt geð. Einhverntíma á næsta ári munu einhverjir af þeim hætta að borga af himinháum lánum og láta börnin sín heldur hafa nóg að borða.   Og einhverjir munu gefast upp. Hvað geta stjórnvöld gert þá? Hversvegna þarf að skera niður hjá þeim sem eru neðst í píramítanum og hafa rétt varla til hnífs og skeiðar, en á sama tíma er eytt stjarnfræðilegum upphæðum í allskonar óþarfa og flottræfilshátt í yfirbyggingu ríkisbáknsins?  Þar sem ég vinn er okkur gert að spara allavega 10 milljónir. Sem þýðir að við verðum að fara varlega í hvað marga svampa við notum til að þrífa fólk eftir salernisferð. Við verðum að spara hanskanotkun og nota sem mest þessa þunnu sem eru eins og þeir sem fylgja með í hárlitunar-pökkum. Handþurrkurnar eru breyttar, orðnar úr stífara bréfi sem dregur miklu minni raka í sig og eru ekki góðar til að þerra með eftir þvott. Já það verður að spara víða, en ég efast um að mikill sparnaður verði þegar verri vara er notuð. Ég held að það eyðist bara meira af henni. Ég vona samt að okkur takist að fylgja þessu eftir og leggja okkar lóð á vogaskálarnar.

Nú má ég til með að leita uppi gamalt morgunblað frá 21. des og lesa greinina "Guð blessi Ísland", ég sá úrdrátt úr henni og vil endilega lesa restina.  Ég er svo sammála greinarritara að við erum syndug og höfum þverbrotið lög Guðs á öllum stöðum. Ég bendi á slóðina "endtime.net" og hvet alla kristna að lesa þær greinar sem þar standa. Þar eru merkileg skrif sem vísa til spádóma Biblíunnar um breytingar á lögum hér á meðal manna sem eru upprunnar úr páfagarði. Sumstaðar í heiminum eru þessi lög þegar farin að láta finna fyrir sér og flestir fylgja bara straumnum án þess að hugsa frekar um hvað sé að gerast. Það er ekkert skrítið að Kristur sagði að endirinn kæmi yfir fólk eins og þjófur á nóttu. Enginn sem hefur orðið fyrir innbroti og ráni hefur verið viðbúin slíku. Enginn býst við að komast ekki á áfangastað, þegar hann stígur upp í leigubíl. Enda væri slæmt að lifa sífellt í ótta um líf sitt. En heldur fólk virkilega að allt það mál sem skrifað er um inngrip Guðs í málefni jarðar í helgri bók sé bara ævintýri? Heldur fólk virkilega að Jesús hafi verið að bulla eitthvað út í loftið þegar hann varaði lærisveina sína við og talaði um mjög erfiða tíma? Já heldur fólk að Jesús sé bara ævintýri sem verði meira virði á Jólunum, svona til að minna fólk á að vera nú aðeins betra hvort við annað? Jesús sagði skýrt og klárlega að hann færi burt og mundi senda hjálparann, heilagan Anda, til okkar til að fræða okkur og upplýsa. Háðfuglunum tókst að skrumskæla mynd heilags Anda svo kyrfilega að fæstir vita hvað hann er í dag, eða til hvers hann kom eða frá hverjum. Við segjum að Jesús komi aftur að dæma lifendur og dauða, en enginn veit nákvæmlega hvenær. Sjálfur sagði Kristur þó að nema mætti líkingu af ýmsu, þegar koma hans nálgaðist. Postulinn Páll talar um ástandið í mannlegu samfélagi þegar endalokin  nálgast. Það má lesa í öðru bréfi Tímóteusar, 3. kafla. Sem betur fer veit enginn mannlegur nákvæmlega hvenær allt þetta mun eiga sér stað. Guð einn veit það. En jafnvel prestar kirkjunnar eru búnir að sveigja og beygja ritninguna svo að þeir láta sem ekkert sé að marka skýr skilaboð þessa texta. Þeir eru ábyrgir fyrir því að dagurinn sem talað er um í Biblíunni mun koma sem þjófur á nóttu yfir allt mannkyn. Þeir þora ekki að fræða fólk né vara það við á nokkurn hátt. Þeir kjósa að dansa eftir vilja fólksins og vera "til friðs" ekki tala um synd, né siðleysi. Nei bara vera "sætir og góðir" og segja "þetta er allt í lagi elskurnar" "Þið megið gera allt sem ykkur sýnist, meiða og særa hvert annað, þið þurfið ekkert að taka ábyrgð á gerðum ykkar, ekkert frekar en svokallaðir "útrásarvíkingar".  Eða þurfa þeir kannski að taka ábyrgð?  Mun veislan enda með ósköpum? Ekki getur það farið vel ef eitthvað er.  Við þurfum öll að standa skil á okkar í fyllingu tímans. EF við höfum ekki tekið á móti árnaðarmanni okkar , þeim sem Páll postuli talar um, ef við teljum okkur ekki þurfa að svara fyrir orð okkar eða gjörðir, já þá erum við í vondum málum. Aðeins Jesús getur hreinsað okkur með fórn sinni. EF við höfnum því, ja þá er það á okkar eigin ábyrgð. Þá mun dagurinn sem hanns snýr aftur verða skelfingardagur í stað fagnaðarfunda. Ég kýs að treysta Jesú, sama hvað hver segir. Ég hef ekki efni á því að hafna gæsku hans og náð. Ég er glötuð án hans. Hann sem sigraði dauðann og reis upp og sagði "ég er sannleikurinn og lífið" hann er sá sem ég treysi. Ekki eitthvert jarðneskt vald sem telur sig umkomið þess að breyta helgitíðum og lögum og setja nýja hvíldardaga í samræmi við siði heiðingja sem fórnuðu sólguðinum ungabörnum til forna. Nei ég vil heiðra þann dag sem Guð setti í upphafi og helgaði og sem stendur skýrum stöfum í ritningunni  í annari Mósebók 20. kafla. Dag sem aldrei hefur verið breytt frá Guðs hendi, aldrei. Guð segir fyrir munn postulans í Opinberunarbókinni, að ekki einum stafkrók megi breyta, engu og Kristur breytti engu, það voru menn sem ákvaðu að breyta helgidögum og setja sig á háan hest með því að hlýða mannasetningum framar Guðs boðorðum. Er nema vona að glundroði og örvænting ríki hjá mannanna börnum. Megi sem flestum gefast að kynnast Guði betur á nýju ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Já þetta er alveg rétt hjá þér það er búið að breyta og skrumskæla orði Guðs. Margir vilja að Guð geri iðrun og breyti sér!! En ef einhver elskar Guð þá lætur sá hinn sami af því að syndga. Maður særir ekki þann sem maður elskar.

Guð blessi þig og varðveiti, þess bið ég í Jesú nanfi. Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 28.12.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórdís Ragnheiður Malmquist

Höfundur

Þórdís Ragnheiður Malmquist
Þórdís Ragnheiður Malmquist

Félagsliði í fullri vinnu við hjúkrun aldraðra. Starfa við öflun efnis og dagskrárgerð, þýðingar og annað sem tengist kirkjunni minni sem er Boðunarkirkjan Hlíðarsmára 9. Sjá útvarp boðun FM105,5 Reykjavík0g 109,4 á Akureyri. Einnig  <bodunarkirkjan.is> Hef áhuga á andlegum efnum og boðorðunum 10 eins og þau eru í Ritningunni, sérstaklega því 4.Elska ferðalög og ósnortna náttúru. Bestu stundirnar eru með barnabörnunum og svo vinum sem hafa stórt hjarta.

 

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • á hippaballi Ketilási 2010
  • Sumarkvöld að Hraunum
  • Miklavatn í júlí
  • Stíflan
  • Vigdís og Nói

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband