1.1.2010 | 07:05
Nýtt ár 2010
Gleðilegt ár kæru landsmenn og bloggvinir. Ég sit hér á næturvakt og hlusta á hrotur elstu borgara landsins, sem sumir hafa ekki hugmynd um né kæra sig kollótt um hvaða dagur eða ár er komið. Þau hafa mörg hver stigið inn í sinn eigin heim sem hjálpar þeim sumum til að þurfa ekki að horfast í augu við miskunnarlausan veruleika, þar sem líkamlegt þrek og heilsa er tekin að bila og vitundin um það gæti orðið næst óbærileg. Ég er búin að segja öldnum bónda um það bil 6 eð 8 sinnum að hann eigi ekkert erindi á fætur, enn sé hánótt, en hann þarf að telja rollur eða eitthvað annað álíka merkilegt og trúir trauðla að það sé nýársnótt og tími til að sofa. Margir spyrja , hvernig verður þetta ár? Hvaða eldfjall mun gjósa? Hve margir verða gjaldþrota? Sumum finnst að þeir sem komu okkur, venjulega daglaunafólkinu og öryrkjum, í þessar erfiðu aðstæður, eigi skilið að verða gjaldþrota. Það örlar á dálítilli hefndargirni, smáreiði og sárindum. En málið er bara það að ekkert okkar græðir neitt á því að þeir sem voru "ríkir" verði gjaldþrota. Meira að segja er það mjög bagalegt í sumum tilvikum því þá hverfa um leið fyrirtæki sem skapa dýrmæta atvinnu. Það er bara svoleiðis. Auðvitað eiga þeir sem höguðu sér af algerri græðgi og ábyrgðarleysi að standa eða falla með gerðum sínum og svara til saka. En það hjálpar okkur hinum lítið að illa fari fyrir þeim að því marki að þeir sitji slippir og snauðir eftir. Þeir eiga líka börn og fjölskyldur og hvað gagnast það okkur þegar slíkt fólk þjáist vegna alls sem á undan hefur gengið. Vissulega má fólk fara að slá af og hætta sukki í ofurlífsgæðum og lúxusferðum til fjarlægra landa, til að þamba kampavín og skoða fræga liðið. En við erum ekkert bættari með að ergja okkur á því hvort þetta fólk fær makleg málagjöld. Vonandi verður hægt að fá eitthvað til baka í verðmætum og vissulega þarf að fella dóma. Við sem höfum hert sultarólina og verðum að herða enn meir á þessu ári, við þurfum að horfa upp og fram, treysta á Guð og muna að hann varaði við þessum örðugu tíðum í sinni helgu bók. Það hlýst alltaf ógæfa af því að gína yfir og sópa að sér meiru en maður þarf. Græðgin er afkvæmi Satans og fallina engla hans. Hann vildi komast jafnfætis sjálfum skapara heimsins, sóttist eftir að ná völdum yfir æðsta sköpunarverki hans hér, manninum, og tókst það allavega, en aðeins skamma stund. Því hjá Guði eru þúsund ár sem einn dagur og hann er þolinmóður og gæskuríkur. Hann leyfir manninum að rasa út í þessu ferðalagi og reka sig á. Við höfum frjálst val um hvaða húsbónda við hlýðum. Vissulega er óhugnanlegt að sjá hve sterkt húsbóndavald hins illa er. Já það dregur nær uppgjöri á milli góðs og ills. Það verður ekki endilega 2012, en mikið hefur sá illi valdhafi á jörðu, Satan, gaman af því að leiða fólk á asnaeyrunum eftir allskonar slíkum kenningum til að leiða athygli þess frá orði Guðs og því sem það hefur að segja um endalok tímana. Höfðingi þessa heims, eins og Kristur kallaði hann, veit að hann hefur nauman tíma og hann gengur eins og öskrandi hungrað ljón um þennan heim til að afvegaleiða eins marga og hann getur áður en Guð stöðvar hann að lokum. Meðulin sem sá örvæntingarfulli "útrásarvíkingur" og fallni engill notar eru margvísleg. Eiturlyf og áfengi eru meðal þeirra áhrifaríkustu til að brjóta niður sköpunarverk Guðs. Græðgin spilar sterkt inn í þessa hernaðaraðferð, auðvelt að ánetjast henni hvenær sem er. Hvar verðum við í lok þessa árs? Verðum við búin að temja okkur að vera hamingjusöm þrátt fyrir skort? Lærum við að þakka fyrir hvern dag sem okkur gefst án heilsubrests eða áfalla? Munum við læra að sjá upp fyrir erfiðleikana og upp í ljósið? Ég vona það fyrir okkur öll. Síðustu fréttir sem ég fékk við lok ársins voru þær að kona á besta aldri, og sem tengdist mér, væri látin. Ég varð ekki hissa. Hún var ein þeirra sem varð áfengi og lyfjum að bráð. Nú er hún öll og of seint að snúa við. Ung börn munu syrgja og spyrja, hvers vegna hún mamma, sem eitt sinn hugsaði svo vel um okkur? Munu þau varast að lenda í sömu gryfjunni. Ekki ef þau hafa ekki Guð til að treysta á. En það er bara verið að ryðja honum út úr skólakerfinu, það má ekki kenna fólki að treysta á hann. Guð er ekki í tísku. Allt þetta sá himneskur faðir okkar fyrir og Kristur sagði: "mun mannsonurinn finna trúna á jörðu,þegar hann kemur aftur"?Nei, Jesú minn, þú munt ekki finna marga á lífi sem trúa þegar þú kemur, og það veistu. Ekki fremur en að þjóðin þín sem átti spámenn sem sögðu fyrir um komu þína, tók svo ekki á móti þér, þegar þú komst nákvæmlega á þann hátt sem sagt var fyrir, löngu áður. Þú kemur ekki í einkaþotu þegar þú kemur aftur, þú munt koma í skýjum himins og það mun ekki fara fram hjá nokkrum manni. ekki heldur þeim sem voru og eru á móti þér. Ég ætla að horfa upp á þessu ári og vona á þig Kristur.
Um bloggið
Þórdís Ragnheiður Malmquist
Tenglar
Mínir tenglar
- Boðunarkirkjan Kirkja sem boðar Guðs orð óbreytt og heldur Hvíldardag Guðs þann sem hann helgaði, 7. daginn. Er í Hlíðarsmára 9 3hæð.
- Boðunarkirkjan Sjálfstæð kristin kirkja sem heldur hvíldardag Guðs
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár og megi Drottinn Guð blessa þig og þína.
Aðalbjörn Leifsson, 1.1.2010 kl. 09:45
Sæl og blessuð
Takk fyrir greinina.
Guð gefi þér og þínum gleðilegt nýtt ár. Takk fyrir samfylgdina á blogginu.
Guð blessi þig og varðveiti.
kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.1.2010 kl. 00:18
Takk Rósa mín og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna, Megi guð blessa okkur öll sem treystum á hann á þessu nýbyrjaða ári.
Þórdís Ragnheiður Malmquist, 4.1.2010 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.