Færsluflokkur: Dægurmál
12.6.2009 | 22:49
Um dag heimskingjana og dómarann.
Eitthvað fór þessi saga fyrir brjóstið á vissu fólki sem greinilega hatar biblíuna. Fullyrðingar um að Guð hati mig og verðleggi mig lægra en karlmenn, nenni ég ekki að eltast við. Ég hef örugglega lesið meira og nánar í biblíunni minni en sá sem slíka athugasemd ritaði. Skrifin bera vott um innri sársauka og skort á skilningi. Ég bið góðan Guð að umvefja þennan einstakling með þeim kærleika sem enginn maður fær skilið til fulls. Jesús dó fyrir konur jafnt sem karla og hinar hörðu reglur sem settar voru í þá gömlu daga voru settar vegna ástæðna. Gleymst hefur að skoða hve þeir menn sem töldu sig þjóna Guði brenndu marga fyrir að boða sannleikann í Guðs orði, menn eins og Tyler og fleiri sem hættu lífi sínu til að almenningur fengi að lesa ritninguna með eigin augum.
Það eru ekki Guðs verk sem eru grimm einvörðungu, það er maðurinn og syndugt eðli hans sem er að fótum troða mannréttindi og skýlir sér stundum bak við trúna til að slá ryki í augu manna.
En þeir sem kjósa að líta á Guð sem grimman og óréttlátan hafa til þess frelsi og geta haft sínar skoðanir án þess að ég ætli að meina þeim það. Ég ætla að nota mitt frelsi til að kynnast Guði enn betur og til að fagna komu Jesú þegar hann kemur aftur til jarðar. Þangað til verð ég að þrauka hvort sem mennirnir gera mér lífi stundum leitt eða ei. Ég treysti þeim sem dó fyrir mig.
Dægurmál | Breytt 15.6.2009 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2009 | 11:03
Hvaða dagur er dagur heimskingja?
In Florida, an atheist hired an attorney to bring a discrimination
case against Christians & Jews and the observances of their holy days.
The argument was that it was unfair that atheists had no such recognized
days.
The case came up before a judge & after listening to the passionate
presentation by the lawyer, without hesitation, the judge banged his
gavel declaring, "There is no case to answer...Case dismissed!"
The lawyer immediately stood, objecting to the ruling, saying, "...But
Your Honour, how can you possibly dismiss this case? The Christians
have Christmas, Easter and Saints Days.. .The Jews have Passover, Yom Kippur and Hanukkah, yet my client and all other atheists have no such special days."
The judge leaned forward in his chair saying,
"But that's not so...I suggest that both your client & you counsellor, are sadly ignorant concerning this subject."
The lawyer said, "Your Honour, we are unaware of any special observance
for atheists & would be grateful for your guidance."
The judge said, "The calendar says April 1st is April Fools Day.
Psalm 14:1 states,
'The fool says in his heart, there is no God.'Thus, it is the opinion of this court, that if your client says thereis no God, then he is a fool.
Therefore, April 1st is his day.
Courtis adjourned."
You gotta love a Judge who knows his scripture!
Í Flórída fékk vantrúarmaður sér lögfræðing til að stefna í máli gegn Kristnum og Gyðingum og öðrum sem halda vissa daga heilaga.
Málið byggðist á því að það væri óréttlátt og mismunun að trúlausir hefðu engan slíkan viðurkenndan dag.
Málið kom fyrir dómara og eftir að hafa hlustað á innihaldsríka ákafa kynningu lögfræðingsins, sló dómarinn hamrinum í borðið og tilkynnti: Það er ekkert mál hér til að svara, þar með er því er vísað frá
Lögfræðingurinn mótmælti strax úrskurðinum og sagði: en háttvirtur dómari, hvernig getið þér vísað þessu máli frá? Kristnir hafa Jól, páska og dýrlingadaga. Gyðingarnir hafa páskahátíð, Yom kippur og Hanukkah, samt hefur skjólstæðingur minn og aðrir trúleysingar enga slíka sérstaka daga
Dómarinn hallaði sér fram í stólnum, og sagði: En því er ekki svo varið, ég geri ráð fyrir að bæði þér og skjólstæðingur yðar séuð sorglega fáfróðir varðandi þetta málefni
Lögfræðingurinn svaraði: Háttvirti dómari, okkur er ekki kunnugt um neina sérstaka daga ætluðum til helgihalds fyrir heiðingja og yrðum þakklátir fyrir leiðsögn yðar
Dómarinn svaraði:
Almanakið segir að 1. apríl sé dagur heimskingjans. Í Sálmunum 14.kafla og 1. versi stendur: Davíðssálmur.Heimskinginn segir í hjarta sínu:
Enginn Guð.
Ill og andstyggileg er breytni þeirra,
enginn gerir það sem gott er. Það er því skoðun þessa réttar, að ef skjólstæðingur yðar segir að það sé ekki neinn Guð, þá er hann heimskingi. Þar af leiðandi er 1. apríl hans dagur.
Rétti er slitið. Gott að vita um dómara sem þekkja heilaga Ritningu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2009 | 22:08
Laus úr fangelsi Satans
Þegar ég hóf að skrifa þessa hugleiðingu, leituðu tárin fram í augu mér , vinnufélagi minn, 46 ára, móðir og eiginkona missti mann sinn á hörmulegan hátt í fyrir skömmu, jeppabifreið ók framan á bifreið hans á fullri ferð og svipti burt lífi fjölskylduföður á einu andartaki. Ein röng ákvörðun, ein vanhugsun, enn ein ógæfa og sorg. Ástæðan er ekki ljós og ekki rétt að fullyrða eitt né neitt um hver átti "sök", en hvort sem um er að ræða ofþreytu, áfengi eða annað, þá er afleiðingin óafturkallanleg. Það eina sem ég vil segja hér er að guði sé lof fyrir að þeir sem deyja vita ekki hvað er að gerast. Þeir sofa dauðasvefni og tíminn er ekki til hjá þeim. Þeir vakna fyrst þegar Frelsarinn kemur aftur , eins og hann lofaði, og vekur upp dána með raust þess sem mælti fram Orð og það varð, sjá sköpunarsöguna.
Fyrir þá sem vilja vita meira um dauðann, hvet ég til lesturs á Prédikaranum og einnig til að lesa Matteus. Jesús kemur víða inn á þetta og hann syndi okkur líka ljóslega hvað dauði er , þegar hann kallaði Lasarus fram úr gröfinni. Jesús sýndi þar með að hann er fær um að vekja upp þá dánu.
En ekki meira um það að sinni, hér á eftir kemur sönn saga um ungan mann.
Dennis óx upp í fjölskyldu þar sem ofbeldi var daglegt brauð. Kærleikur , andlegur þroski eða leiðsögn voru víðsfjarri. Leið hans lá inn í dimma myrkviði eiturlyfja, siðleysis og peningagræðgi. Dag einn bauð yfirmaður hans honum í kirkju með sér. Mér fannst það skrítið vegna þess að hann vissi að ég notaði eiturlyf og seldi þau , sagði Dennis síðar, en afþakkaði boðið, sem leiddi til þess að yfirmaðurinn bauðst þá til að taka Travis, 5 ára son hans, með sér. Þá sagði ég, sagði Dennis, að ef ég gæti gert eitthvað rétt í þessu lífi þá væri það að ég vildi að sonur minn fengi að vita hver þessi Jesús er. Hugsanir mínar voru þær að það væri þó enn von fyrir hann. Hann er bara 5 ára, hann er óspilltur. Ég hafði heyrt um himnaríki og helvíti og ég var nokkuð viss um hvert ég færi en sonum minn hefði enn tækifæri. Skömmu síðar bauð annar vinnufélagi Dennis og syni hans til kirkju. Þeir mættu nokkrum sinnum, en Dennis fannst hann hræsnari að mæta svona í kirkju verandi enn að nota og selja eiturlyf. Hvað sem því leið gaf þessi vinnufélagi og kona hans, Dennis biblíu, sem hann stakk upp í hillu í algeru áhugaleysi. Dennis sagði fljótlega upp starfinu og fór að selja eiturlyf eingöngu, til að afla fjár. Innan skamms var hann líka kominn í félagsskap spíritista. Ekki löngu síðar fór rannsóknarlögreglan að skoða Dennis nánar og eiturlyfjahringurinn ákvað þar með að losa sig við hann, með því að drepa hann. Hræddur og dapur sendi Dennis litla Trevor til móður sinnar til að búa hjá henni. Kvöld eitt er hann lét hugann reika, kom allt í einu ljóð , sem heitir Jesús sagði, líkt eins og ósjálfrátt á blaðið sem hann skrifaði á. Þó að hann hafði aldrei lesið biblíuna til að vita hvað Jesús hafði sagt í raun og veru, talaði heilagur Andi til hans í gegn um orðin sem hann hafði rétt í því skrifað. Stórkostleg upplifun af friði og vellíðan , kom yfir mig. Guð kynnti sjálfan sig fyrir mér á þessu augnabliki á þann hátt að ég gat skilið það án nokkurs vafa. Ég vissi nú að Guð var raunverulegur vegna þess að í fyrsta skipti í lífi mínu fann ég von þrátt fyrir stöðu mína Dennis fann biblíuna sem vinnufélagi hans hafði gefið honum og hóf að lesa .Ég vildi breytingu inn í líf mitt og fann sterka sannfæringu um að það sem ég væri að aðhafast í lífi mínu , væri rangt. Vikur liðu þar sem Dennis reyndi að laga sjálfan sig, án árangurs. Að lokum í algjörri örvæntingu, hrópaði hann til Guðs um hjálp. Næsta dag var hann handtekinn af leyniþjónustunni. Þetta var ekki alveg mín útgáfa af hjálp sagði hann, en við þjónum stórkostlegum Guði. Þegar kemur að því að bjarga sál sem hrópar á lausn frá synd, þá sóar Hann engum tíma. Í fangelsi hóf Dennis að lesa biblíuna. Ég gat heyrt Guð tala til mín í hvert sinn sem ég opnaði biblíuna. Ég las líka bókina Skilinn eftir (Left behind) og hugsaði, þetta er lygi, þetta er ekki sá Guð sem ég hef lesið um í biblíunni. Um síðir deildi Dennis klefa með manni sem var að nema biblíuna gegn um bréfa-fjarnám. Fyrsta lexían sem Dennis las var líkt og svalandi vatn þyrstum manni. Á innan við viku hafði hann lesið og lokið við að læra 12 lexíur. Með hverri nýrri lexíu og sannleik sem opnaðist honum, setti Dennis það sem persónulega tengingu inn í líf sitt og gerði að sínu. Ég gat séð hve mjög Guð elskaði mig, og mig langaði til að bregðast við, sýna svörun. Það sem virkilega byggði upp trú mína var að ég sá hvernig ég gat treyst biblíunni gegn um spádóma hennar. Spádómurinn um 2300 dagana,(sjá Daníelsbók) sýndi mér að Jesús var Messías. (hinn smurði). Við það að sjá kærleik hans frá sköpuninni allt fram að krossinum, fékk mig til að gera mér grein fyrir að Biblían var engin venjuleg bók. Þegar ég sé hvílíkan kærleik Jesús ber til mín, hví skildi ég þá lifa í andstöðu við það. Dennis eyddi næstu tveim árum í 5 mismunandi fangelsum. Yfir þann tíma komu meðlimir kirkju, sem heldur hvíldardaginn helgan, reglulega til hans og veittu kristilega þjónustu og færðu honum meira efni frá Amazing Facts. Trúföst þjónusta þeirra efldi trú og skilning Dennisar. Hann var skýrður áður en hann yfirgaf fangelsið. Frá því að Dennis fékk lausn fyrir um 6 árum, hefur hann notað hvert tækifæri til að vitna og deila reynslu sinni. Í dag er hann eftirsóttur sem fyrirlesari í kirkjum og fangelsum. Hann skrifaði einnig bók sem heitir From the cell to the cross, (Frá klefanum til krossins), sem lýsir reynslu hans og krafti Guðs til þess að frelsa og umbreyta lífum. Bók þessi hefur verið send til margra fanga út um Bandaríkin. Meðvitaður um áhrifamátt persónulegs vitnisburðar, lét Dennis fylgja með lista yfir biblíuleiðsögn og kennsluhefti fáanleg gegn um Amazing Facts ( sjá amazingfacts.org) og upplýsingar um hvernig hægt væri að nálgast þau. Ein bók eða leiðsagnarhefti mun verða lesið af fjölda manns segir hann, í fangelsi deilir einn með öðrum, og þeir svo áfram til annarra. Kirkjan sem þjónaði og leiddi Dennis hefur nú þegar fengið fjölda bréfa með beiðnum um biblíunámsbréf frá Amazing Facts og um meiri upplýsingar varðandi hvíldardaginn. Dennis er nú kvæntur og hann og kona hans, Melody, eru nú saman helguð í þjónustu við Drottin. Þau vonast til að geta í náinni framtíð aflað sér frekari hæfileika og þekkingar til að styrkja talentur sínar og til að vera betur búin til að deila kærleika Guðs með öðrum. Ein mesta gleði Dennis hefur verið að kynna Jesú fyrir syni sínum. Núna, miklu fremur enn að láta öðrum slíkt hlutverk eftir, nýtur Dennis þess að geta sagt Travis sjálfur frá Frelsaranum. Aðeins Drottinn Guð veit hve djúpt þakklæti ég ber í brjósti fyrir trúmennsku Amazing Facts. Þið hafið verið verkfæri í hans hendi ekki aðeins í að ná til mín, en einnig sonar míns, sem er að kynnast Jesú í gegn um reynslu mína, og með hjálp ykkar í þjónustunni við að bera fram og kenna Orð Guðs á svo kláran og skiljanlegan hátt. Dennis var svo lánsamur að kynnast Frelsaranum áður en hann tók líf annarra á svo skyndilegan hátt. Vissulega hefur líferni hans haft örlagarík áhrif á marga veikgeðja sál, kannski valdið dauða, við fáum ekki að vita það hér og nú, en hann losnaði úr fjötrum Satans og fékk tækifæri til að láta gott af sér leiða, tækifæri til að þjóna Jesú og ganga með honum.Jesaja 35:10. Hinir endurkeyptu Drottins hverfa aftur og koma fagnandi til Síonar, eilíf gleði fer fyrir þeim, fögnuður og gleði fylgja þeim en sorg og mæða flýja. Á hverjum degi heyrum við fréttir af ógæfusömu fólki sem er bundið helfjötrum og maður hugsar ósjálfrátt, þetta hlýtur að fara að taka enda, Guð getur ekki látið svona margar sálir týnast í heim eiturlyfja án þess að gera eitthvað. En svo hvíslar innri rödd, þetta er frelsið til að velja hverjum þú fylgir. Lúkasarguðspjall 9:23Og Jesús sagði við alla: Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér Enginn er neyddur til að fylgja Drottni, við höfum val. Ef við veljum að hlusta á höfund lyga og blekkinga, ef við veljum að elta það sem kitlar eyrun og nærir hégómagirnd okkar eða veitir stundar vellíðan og sjálfstraust, þá erum við engu betur sett en þeir vesalings villtu einstaklingar sem týnst hafa í heiminum og þekkja ekki sinn vitjunartíma.Sá tími mun koma að mennirnir verða, og svo kemur löng upptalning slæmra ávaxta syndar og eyðileggingar, margir þekkja þennan kafla í 3. kafla , annars Tímóteusarbréfs. (Hvet ykkur til að lesa hann) Á síðustu dögum1En það skaltu vita að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. 2Menn verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, illmálugir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, guðlausir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir og andsnúnir öllu góðu, sviksamir, framhleypnir, drambsamir og elska munaðarlífið meira en Guð. Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti hennar. Forðastu þá.8Eins og þeir Jannes og Jambres
(Nöfn töframanna sem nefndir eru í 2.Mós 7.11, 22.)
stóðu í gegn Móse þannig standa þessir menn í gegn sannleikanum. Þeir eru menn hugspilltir og óhæfir í trúnni.
En þeim verður ekki ágengt því að heimska þeirra verður hverjum manni augljós eins og líka heimska hinna varð.
Allt sem þarna stendur er svo óhugnanlega nákvæmlega eins og heimurinn er í dag. Valið stendur milli höfðingja þessa heims og okkar æðstaprests, Jesú Krists, sem senn mun koma í mætti og mikilli dýrð. Þangað til getum við valið að bíða og sjá til, sjá hvað hinir eru að gera, eða ekki að gera. Sagt sem svo, allt er óhætt enn, nægur tími. Bíða eftir regninu. Hvað ef Jesús kæmi á morgun? Erum við tilbúin.? Voru lærisveinarnir viðbúnir því að Jesús færi á þann hátt sem hann sagði fyrir um? Nei ekki fremur enn vinnufélagi minn sem stendur nú ein eftir án eiginmanns. Við viljum ekki trúa að tíminn renni frá okkur, viljum ekki trúa að allt í einu sé allt búið, um seinan, óafturkallanlegt. Maðurinn hefur í gegn um tíðina gert allt mögulegt til að snúa á tímann. Kenning um líf eftir dauðann er orðin svo rótgróinn að stór hluti þjóðarinnar trúir að dauðinn sé aðeins flutningur yfir á annað svið. Trúir að maðurinn eigi sér fyrri líf. Fastráðnir miðlar í fullu starfi koma með upplýsingar um horfur í efnahag þjóðarinnar og fá mikið og áberandi pláss í vinsælum tímaritum til að birta sannindi sín og spádóma. Þegar svo í ljós kemur að sá sannleikur hefur ekkert með Guð að gera, þá er tíminn að renna út. Brúðguminn að koma, of seint að skilja hismið frá kjarnanum og finna sannleikann. Flestir kannast við textann í 24. kafla Matteusarguðspjalls. Skelfist ekki1Jesús gekk út úr helgidóminum og hélt brott. Þá komu lærisveinar hans og vildu sýna honum byggingar helgidómsins. Hann sagði
við þá: Sjáið þið allt þetta? Sannlega segi ég ykkur, hér verður ekki steinn yfir steini, allt verður lagt í rúst.
3Þá er Jesús sat á Olíufjallinu gengu lærisveinarnir til hans
og spurðu hann einslega: Seg þú okkur, hvenær verður þetta? Hvernig sjáum við að þú sért að koma og veröldin að líða undir lok?
4Jesús svaraði þeim: Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. 5Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu. 6Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi.
Gætið þess að skelfast ekki. Þetta á að verða en endirinn er ekki þar með kominn. 7Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá
verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. Allt þetta er
upphaf fæðingarhríðanna.
9Þá munu menn framselja yður, pína og taka af lífi og allar þjóðir
munu hata yður vegna nafns míns. 10Margir munu þá falla frá og
framselja hver annan og hata. 11Fram munu koma margir
falsspámenn og leiða marga í villu. 12Og vegna þess að lögleysi
magnast mun kærleikur flestra kólna. 13En sá sem staðfastur er allt
til enda verður hólpinn. 14Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað
um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma. Trúið því ekki15Þegar þér sjáið viðurstyggð eyðileggingarinnar, sem Daníel spámaður talar um, standa á helgum stað -; lesandinn athugi það -; 16þá flýi þeir sem í Júdeu eru til fjalla. Sá sem er uppi á þaki fari ekki ofan að sækja neitt í hús sitt. Og sá sem er á akri skal ekki hverfa aftur að taka yfirhöfn sína. Vei þeim sem þungaðar eru eða börn hafa á brjósti á þeim dögum. Biðjið að flótti yðar verði ekki um vetur eða á hvíldardegi. Þá verður sú mikla þrenging sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og verður aldrei framar.
22Ef dagar þessir hefðu ekki verið styttir kæmist enginn maður af. En vegna hinna útvöldu verða þeir dagar styttir.
(Þarna er Jesús að tala um eyðingu Jerúsalem, sem gerðist um árið 70 eftir dauða hans, svo miklar hörmungar urðu þá að fólk át sín eigin afkvæmi í hungur örvæntingu.)
Ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur, eða: Þar, þá trúið því ekki. Því að fram munu koma fals kristar og falsspámenn og þeir munu gera stór tákn og undur svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það er unnt.
Athugið að ég hef sagt yður það fyrir.26Ef menn segja við yður: Hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Hann er í leynum, þá trúið því ekki. 27Mannssonurinn kemur eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs.
28Þar munu ernirnir safnast sem hræið er. 29En þegar eftir þrengingu þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og festingin mun riðlast. Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni og allar kynkvíslir jarðar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð. Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli. Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér að sumar er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið allt þetta, að hann er í nánd, fyrir dyrum. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok uns allt þetta er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.Vakið því
En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn. Eins og var á dögum Nóa, svo mun verða við komu Mannssonarins. Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags er Nói gekk í örkina. Og þeir vissu ekki fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins. Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin. Vakið því, þér vitið eigi hvaða dag Drottinn yðar kemur. Það skiljið þér að húsráðandi vekti og léti ekki brjótast inn í hús sitt ef hann vissi á hvaða stundu nætur þjófurinn kæmi. Verið þér og viðbúin því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu sem þér ætlið eigi.
45Hver er sá trúi og hyggni þjónn sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín að gefa þeim mat á réttum tíma? Sæll er sá þjónn er húsbóndinn finnur breyta svo er hann kemur. 47Sannlega segi ég yður: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar. En ef illur þjónn segir í hjarta sínu: Húsbónda mínum dvelst og hann tekur að berja samþjóna sína og eta og drekka með svöllurum þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi sem hann væntir ekki, á þeirri stundu sem hann veit ekki, höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna.
En nú er Kristur upprisinn frá dauðum, frumgróði þeirra sem sofnuð eru. Eins og dauðinn kom með manni, þannig kemur upprisa dauðra með manni. Eins og allir deyja vegna sambands síns við Adam, svo munu allir lífgaðir verða vegna sambands síns við Krist.Hvernig rísa dauðir upp? En nú kynni einhver að spyrja: Hvernig rísa dauðir upp? Hvaða líkama hafa þeir þegar þeir koma? Heimskulega spurt! Það sem þú sáir lifnar ekki aftur nema það deyi. Og er þú sáir þá er það ekki sú jurt er vex upp síðar sem þú sáir, heldur bert frækornið, hvort sem það nú heldur er hveitikorn eða annað fræ. En Guð gefur því líkama eftir vild sinni og hverri sæðistegund sinn líkama. Ekki eru allir líkamar eins heldur hafa mennirnir sinn, kvikféð annan, fuglarnir sinn og fiskarnir annan. Til eru himneskir líkamir og jarðneskir líkamir. En vegsemd hinna himnesku er eitt og hinna jarðnesku annað. Eitt er ljómi sólarinnar, annað ljómi tunglsins og enn annað ljómi stjarnanna því að stjarna ber af stjörnu í ljóma.
Þannig er og um upprisu dauðra. Sáð er forgengilegu en upp rís óforgengilegt
Sjá, ég segi ykkur leyndardóm: Við munum ekki öll deyja en öll
munum við umbreytast, í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður. Því lúðurinn mun gjalla og þá munu dauðir upp rísa óforgengilegir og við munum umbreytast. Forgengilegir og dauðlegir líkamir okkar eiga að breytast í óforgengilega líkami sem dauðinn nær ekki til.
En þegar það gerist og hið forgengilega breytist og verður
ódauðlegt, þá rætist það sem ritað er: Dauðinn er uppsvelgdur í sigur. Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn?
En syndin er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar. Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist! Þess vegna, mín elskuðu systkin, verið staðföst, óbifanleg, síauðug í verki Drottins. Þið vitið að Drottinn lætur erfiði ykkar ekki verða til ónýtis.
Og ég sá engil stíga niður af himni. Hann hélt á lykli undirdjúpsins
og stórum fjötri í hendi sér. Og hann tók drekann, þann gamla
höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár.
Hann kastaði honum í undirdjúpið, læsti því og setti innsigli yfir svo
að hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega uns þúsund ár væru
liðin. Eftir það á hann að vera leystur um stuttan tíma.
Og ég sá hásæti og menn settust í þau og þeim sem þar sátu var
gefið vald til að dæma. Ég sá sálir þeirra sem höfðu verið hálshöggnir af því að þeir höfðu vitnað um Jesú og flutt orð Guðs. Það voru þeir sem höfðu hvorki tilbeðið dýrið né líkneski þess og ekki fengið merki á enni sér og hönd. Og þeir lifnuðu og ríktu með Kristi um þúsund ár. Aðrir dauðir lifnuðu ekki fyrr en þúsund árin voru liðin. Þetta er fyrri upprisan.
Sælir og heilagir eru þeir sem eiga hlut í fyrri upprisunni. Yfir þeim hefur hinn annar dauði ekki vald heldur munu þeir vera prestar Guðs og Krists og ríkja með honum um þúsund ár. Vel að merkja , ekki hér á jörðu heldur á himnum, Þeir sem eiga hlut í fyrri upprisunni fá tækifæri til að leita svara við öllum þeim aragrúa spurninga um hversvegna Guð leifði illskunni að rikja svo lengi á jörðu. Hversvegna allt fór eins og það fór. Hversvegna þessi eða hinn er ekki þarna hjá Guði.Verum minnug þess að Guð lét okkur eftir þekkingu og Orð sitt, okkur til sáluhjálpar, en um leið þá ábyrgð að setja ekki þetta ljós undir mæliker. Við erum á óvinasvæði og jafnvel enn verra svæði en þeir trúboðar sem forðum voru étnir af frumstæðum ættbálkum í dimmum skógum.
Í dag eru óargadýrin oftar en ekki hulin bak við glys og ímynd gæsku og fegurðar. Ekki fyrirsjáanleg, ekki fráhrindandi, en því hættulegri og afkastameiri.
Fyrra Pétursbréf 5. kafli.
Verið algáð, vakið. Óvinur ykkar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann getur tortímt.Standið gegn honum stöðug í trúnni og vitið að bræður ykkar og systur um allan heim verða fyrir sömu þjáningum. En er þið hafið þjáðst um lítinn tíma mun Guð, sem veitir alla náð og hefur í Kristi kallað ykkur til sinnar eilífu dýrðar, sjálfur fullkomna ykkur, styrkja og gera ykkur öflug. Hans er mátturinn um aldir alda. Amen.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 23:28
Um Evrópusameiningu og Daníelsbók
Undarlegir tímar ganga nú yfir þjóð vora og erfitt að spá um hvernig fara muni eftir kosningar. Eitt er víst, enginn þeirra sem við stjórntaumunum tekur hefur neina töfralausn né veit fyrir víst hvernig á að stöðva hratt þá óheillaþróun sem þegar er að hitta fyrir mörg heimili og valda kvíða og þunglyndi, jafnvel uppgjöf margra, ekki síst þeirra yngri sem ekki hafa reynt neitt þessu líkt. Hafa enga "æfingu" í að vanta og skorta jafnvel nauðsynjar.
Allir flokkar hafa tvo skoðanahópa þegar kemur að því hvort ganga skuli strax í Evrópusambandið og taka upp Evruna, helst ekki seinna en strax, ef þau mættu ráða.
Auðvitað veit hver heilvita maður að Evran leysir ekki efnahagsvandann sem við höfum komið okkur að mestu hjálparlaust í. Það er nokkuð sama hvað gjaldmiðillinn heitir þegar fólk veit ekki hvernig á að fara með hann. Við höfum ekki lært að spara og safna fyrir því sem okkur vanhagar um hér á landi. Ráðdeildarsemi er ekki kennd í skólum að neinu marki. Bankakerfið hefur kennt okkur að skulda fremur enn spara oft á tíðum. Ekki eru mörg ár síðan það borgaði sig að skulda, því verðbólgan "borgaði" lánin en át líka upp sparnaðinn og öryggi þeirra sem reyndu að eiga til elliáranna. Í dag sjáum við marga, sem ætluðu að spara og vera ráðdeildarsamir, eiga til síðustu ára, hafandi drauma um að geta loksins leyft sér að ferðast og hvílast, nú sjáum við þetta sama fólk horfandi fram til magurra elliára á strípuðum ellilífeyri. Kannski hinir svokölluðu útrásarvíkingar vildu bjóða þessu fólki frí afnot að fínu húsunum sínum í frönsku Ölpunum? Já eða bara bjóða fötluðum afnot af aðstöðunni í stóru sumarhúsunum sínum, hluta af íslensku sumri, eru þau ekki sum bara nokkuð hjólastólavæn?
Nei annars, ég er víst komin á flug og sumum kann að finnast þetta ekkert mjög sniðugt.
En talandi um Evrópu og sameiningu evrópskra ríka. Í Daníelsbók í gamla testamentinu getur að líta merkilegan spádóm, sem á líka erindi til okkar tíma, mjög svo.
Daníel var ásamt öðrum gáfumönnum á valdi Babíloníukonungs Nebúkadnesars. En Daníel hafði unnið sig í mikið álit hjá konungi vegna gáfna sinna og hreins lífernis, heiðarleika og trúar, sem ekkert fékk haggað. Konung hafði dreymt draum sem enginn af spámönnum né særingarmönnum við hirðina gat ráðið né vitað hvað snerist um. Daníel bað til Guðs um að fá skýringu á draumi konungs og kom svo fram fyrir hann og sagði honum drauminn og þýðingu hans. Lesa má um þetta í öðrum kafla Daníelsbókar. Versi 26 til 45.
26Konungur svaraði og sagði við Daníel, sem kallaður var Beltsasar: Getur þú sagt mér drauminn, sem mig dreymdi, og þýðing hans?
27Daníel svaraði konungi og sagði: Leyndardóm þann, sem konungurinn spyr um, geta hvorki vitringar, særingamenn, spásagnamenn né stjörnuspekingar sagt konunginum.
28En sá Guð er á himnum, sem opinberar leynda hluti, og hann hefir kunngjört Nebúkadnesar konungi það, er verða mun á hinum síðustu dögum. Draumur þinn og vitranir þær, er fyrir þig bar í rekkju þinni, voru þessar:
29Þá er þú hvíldir í rekkju þinni, konungur, stigu upp hugsanir hjá þér um, hvað verða mundi eftir þetta, og hann, sem opinberar leynda hluti, hefir kunngjört þér, hvað verða muni.
30En hvað mig snertir, þá er það ekki fyrir nokkurrar visku sakir, sem ég hafi til að bera umfram alla menn aðra, þá er nú eru uppi, að þessi leyndardómur er mér opinber orðinn, heldur til þess að þýðingin yrði kunngjörð konunginum og þú fengir að vita hugsanir hjarta þíns.
31Þú horfðir fram fyrir þig, konungur, og stóð þar líkneski mikið. Líkneski þetta var stórt og yfirtaks-ljómandi. Það stóð frammi fyrir þér og var ógurlegt ásýndum.
32Höfuð líkneskis þessa var af skíru gulli, brjóstið og armleggirnir af silfri, kviðurinn og lendarnar af eiri,
33leggirnir af járni, fæturnir sums kostar af járni, sums kostar af leir.
34Þú horfðir á það, þar til er steinn nokkur losnaði, án þess að nokkur mannshönd kæmi við hann. Hann lenti á fótum líkneskisins, sem voru af járni og leir, og molaði þá.
35Þá muldist sundur í sama bili járnið, leirinn, eirinn, silfrið og gullið, og varð eins og sáðir á sumarláfa, vindurinn feykti því burt, svo að þess sá engan stað. En steinninn, sem lenti á líkneskinu, varð að stóru fjalli og tók yfir alla jörðina.
36Þetta er draumurinn, og nú viljum vér segja konunginum þýðing hans.
37Þú, konungur, yfirkonungur konunganna, sem Guð himnanna hefir gefið ríkið, valdið, máttinn og tignina,
38þú, sem hann hefir mennina á vald selt, hvar svo sem þeir búa, dýr merkurinnar og fugla himinsins, og sett þig drottnara yfir því öllu, þú ert gullhöfuðið.
39En eftir þig mun hefjast annað konungsríki, minni háttar en þitt er, (þetta ríki var ríki Meda og Persa, sem ríktu í um 200 ár) og því næst hið þriðja ríki af eiri, sem drottna mun yfir allri veröldu. ( þetta var Alexander hinn gríski og mikli en eirinn er tákn Grikklands)
40Þá mun hefjast fjórða ríkið, sterkt sem járn, því að járnið sundurbrýtur og mölvar allt, og eins og járnið molar sundur, eins mun það sundurbrjóta og mola öll hin ríkin.
( Róm sigraði árið 190 f. Kr. Hinn sýrlenska hluta hins fyrrum volduga gríska heimsveldis, makedoníska hlutann árið 168 f.Kr. og Egiftaland viðurkenndi vald járnríkisins Rómar sama ár. Róm var sameinuð í byrjun og var þá lýðveldi. Síðan varð hún heimsveldi. Rómverska heimsveldið skiptist eins og táknað var með blöndu leirs og járns, vegna árása germanskra þjóðflokka að norðan og austan á fjórðu öld. Róm , járnveldið varð skipt um eilífð. Mikið hefur verið reynt til þess að bræða saman þjóðir Evrópu, einingar Rómaveldis, í eina samfellda heild með kvonföngum, en án árangurs. Karl mikli og Napelon reyndu með hervaldi að að mynda sameinað ríki, en tókst ekki. I spádóminum var frá því greint að þessar einingar mundu ekki sameinast, rétt eins og járnið samlagar sig ekki við leirinn.)
41En þar er þú sást fæturna og tærnar, að sumt var af pottaraleir, sumt af járni, það merkir að ríkið mun verða skipt. Þó mun það nokkru í sér halda af hörku járnsins, þar sem þú sást járnið blandað saman við deigulmóinn.
42En þar er tærnar á fótunum voru sums kostar af járni og sums kostar af leir, þá mun það ríki að nokkru leyti verða öflugt og að nokkru leyti veikt.
43Og þar er þú sást járnið blandað saman við deigulmóinn, þá munu þeir með kvonföngum saman blandast, og þó ekki samþýðast hvorir öðrum, eins og járnið samlagar sig ekki við leirinn.
44En á dögum þessara konunga mun Guð himnanna hefja ríki, sem aldrei skal á grunn ganga, og það ríki skal engri annarri þjóð í hendur fengið verða. Það mun knosa og að engu gjöra öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eilífu,
45þar sem þú sást að steinn nokkur losnaði úr fjallinu, án þess að nokkur mannshönd kæmi við hann, og mölvaði járnið, eirinn, leirinn, silfrið og gullið. Mikill Guð hefir kunngjört konunginum hvað hér eftir muni verða. Draumurinn er sannur og þýðing hans áreiðanleg.
Á dögum hins skipta Rómaveldis mun Guð himnanna setja á stofn ríki sitt, sem aldrei mun undir lok líða og aldrei vera gefið nokkurri annarri þjóð en hans eigin og hún mun byggja það um eilífð Og draumurinn er öruggur og þýðing hans sönn. (Prophets and Kings bls 495)Tilvitnun lýkur:
Já sumum ykkar kann að þykja þetta langsótt efni en ég hef ekki getað hætt að hugsa um þetta samhengi í ljósi undanfarinna atburða og umræðu. Við höfum mannkynssöguna, við sjáum hve illa hefur gengið að komast að samkomulagi um stjórnir ríkja, hvað þá að setja þau öll undir einn hatt. Hve margir hafa ekki reynt það með mjög misjöfnum hætti og lélegum árangri. Það er mjög áhugavert og umhugsunarvert að lesa Ritninguna í ljósi nútímaatburða. Daníelsbók er ekki versta lesefni sem hægt er að rannsaka
Ég hvet ykkur til að skoða þetta nánar og hugsa um hversvegna var þetta birt fyrir svo löngu?. Hverjum átti það að þjóna? Vildi Guð að við gerðum okkur grein fyrir að þessi heimur, sem við höfum farið svo illa með, mundi ekki standa um aldur og ævi. Að eitthvað mundi gerast. Að einhver okkur miklu æðri tæki í taumana að lokum? Umhugsunarefni er það ekki?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2009 | 14:31
Halló aftur bloggvinir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2008 | 23:37
Hugleiðing um trú og siði, nýöld og spádóma
15.5.2008 Efnið er tekið að nokkru leiti upp úr tímaritinu Amazing Facts.
Staðreyndir. Mannfjöldinn í Kína er 1,3 milljarðar á dag en það er sá fjöldi sem bjó í öllum heiminum fyrir 150 árum. Ríkið með fæsta íbúa er hinsvegar Vatikanið í Róm. árið 1929 undir yfirstjórn The Lateran Treaty, var Vatikanborg stofnsett sem sjálfstætt ríki með 109 ekrur af landi innan borgarmarka Rómar. færri enn 1000 íbúar búa í þessari borg sem stjórnað er af ´páfanum, sem hefur algjör lagaleg, trúarleg og réttarfarsleg yfirráð. Enn fremur hefur The Holy See eigin gjaldmiðil og póstkerfi. Þeir gefa út dagblað, ráða yfir eigin símkerfi og netþjónustu, og stjórna einnig eigin járnbrautarkerfi þó smátt sé í sniðum. Hinn frægi svissneski vörður þjónar líka sem lögregla, og viðheldur öryggiseftirliti innan ríkisins og stendur vörð um páfann. Þó svo þetta ríki sé ekki stórt þá óttast jafnvel Kína þetta "litla land"
Þegar Benidikt páfi heimsótti USA var það sannarlega sögulegur viðburður. Hann fékk meiri viðhafnarmóttökur enn nokkur erlendur gestur hingað til eða mundi nokkurn tíma fá. Aldrei áður hefur Bush forseti farið til að taka sjálfur á móti nokkrum háttsettum tignaraðila á flugvöllinn. þetta undirstrikar hin miklu alþjóðlegu áhrif Kaþólsku kirkjunnar. Þið kunnið að hugsa sem svo "er nú ekki nóg búið að tala um páfann"? Svarið er að heimsókn páfans var ekki bara sögulegur atburður, það var líka mjög mikilvægur áfangi í spádómum Biblíunnar. Þegar tvö öflugustu stjórnveldi heims, tengd spádómum endalokanna, koma saman þá ættu Biblíulega trúaðir kristnir að gefa því alvarlegan gaum. Í árhunndruð hafa mótmælenda-krisntir trúað því að fyrsta dýrið í Opinberunarbókinni 13 sé páfavaldið. Enn fremur, trúa margir mótmælendur því að annað dýrið í Opinberunarbókinni 13:11 tákni Bandaríki Norður Ameríku.Ekki taka þetta sem svo að verið sé að ráðast á eða dæma kaþólska trúaða sem slíka. Milljónir góðra, einlægra og guðhræddra kaþólikka eru einfaldlega óafvitandi um hina óbiblíulegu kenningar bornar fram af kirkju þeirra. En okkur væri hollt að muna trú hinna miklu endurreisnar og siðbótarmanna, svs sem Lúter, Zwingli, Tyndale, Buniyan, Wesley, Whitfield, Edwards, Spurgeon og aðra merkilega kennimenn. Þeir trúðu því allir að Rómversk kaþólska kirkjan væri antikristur biblíuspádómanna.Áður en Benedikt páfi kom til Ameríku, tilkynnti hann að heimsókn hans til Bandaríkjanna mundi verða "trúboða reynsla" Með öðrum orðum, hann villhafa áhrif á borgarana til að samþykkja og fagna trúarskoðunum sínum. En kaþólsk guðfræði truflar bókstafs kristna og veldur vanda. Til dæmis trúir Páfinn því að hann sé óskeikull og fulltrúi Guðs á jörðu og við sáum að hann er bókstaflega dýrkaður sem slíkur. Blaðamaður einn spurði Bush forseta hvað hann sæi er hann liti í augu Páfa,Hið furðulega svar forseta Bandaríkjanna var án þess að hika,"Guð"
(Hvað er að gerast hér?) Kaþólska kirkjan kennir einnig að við eigum að biðja til Maríu, að prestar hafi vald til að fyrirgefa syndir, tilbeiðsla eða dýrkun á líkneskjum sé ásættanleg, ásamt öðrum heiðnum áhrifum og kenningum. Ennfremur má benda á að í Washington DC og New York fylltu tugþúsundir leikvanginn þar sem páfi kom fram til að sjá hann framkæma messu. Páfinn trúir ákenninguna um algera umbreytingu, hann trúir að hann hafi vald og mátt til að breyta brauði og víni í raunverulegan líkama og blóð Jesú. Á vissan hátt þýðir það að hann trúir að hann geti "skapað" Guð.
Orðið sem er notað um umbreytingu (trans ubstanti ation) er þýtt sem eðlisbreyting, gjörbreyting, breyting brauðs og víns í líkama og blóð Krists en útlitið helst óbreytt. Þar höfum við það beint úr stóru orða-bókinni. Áherslan á þessa óbiblíulegu kenningu verður enn frekar áhyggjuefni þegar 250 mótmælendur, orþodox og evangeliskir leiðtogar, þar með talin Pat Robertson,sækja almenna bænasamkomu þann 18. apríl sl. leidd af páfa í kaþólskri kirkju. Sami dagur markaði einnig þau tímamót að páfi kom inni Synagógu, samkomuhús gyðinga í fyrsta sinn, þar sem hann hitti gyðinga rabbínann Arthur Schneier daginn fyrir páska. Það sem er kanski enn furðulegra er að rabbíninn ávarpaði páfann sem "hans heilagleika" og vitnaði því næst í Sálm 133:1Sjá, hversu fagurt og yndislegt það er, þegar bræður búa saman,´(í ensku þýðingunni er talað um bræður sem búa saman í einingu) Þið kunnið að undrast hversvegna ég er í slíku uppnámi yfir atburði sem þessum. Eins og ég les mína biblíu, segir að það muni verða bandalag, (ríkjasamband) milli kaþólisma og ríkjndi trúarbragða Norður Ameríku sem muni endanlega koma á merki dýrsins. Auðvitað eru leiðtogar Kaþólsku kirkjunnar vel meðvitaðir um vaxandi spennu milli róttækra íslama og gyðinglegra og kristinna þjóða. Og einn tilgangurinn með þessari heimsókn páfans var að bjóða sjálfan sig fram sem andlegan leiðtoga þar sem hinar brotnu eða sundruðu kirkjur gætu fylkt sér um. Það er að gerast vinir, hér beint fyrir framan nefin á okkur. Smátt og smátt. Hreint út sagt er mér ráðgáta hvernig Ameríka, þjóð mótmælendatrúar, gæti sett slíkan heiður á leiðtoga stofnunar sem hefur úthellt bóði svo margra gyðinga og kristina. Höfum við gleymt að Norður Ameríka var numin og byggð upp að mestu af pílagrímum sem flúðu trúarofsóknir í Evrópu? Satt að 2segja , þegar minnismerki Washington var reist um 1850, sendi Píus páfi að gjöf stóran marmara stein. Hneikslaðir mótmælenda-trúaðir vildu ekkert með arf frá Róm að gera og tóku steininn og hentu honum í Potomak ánna. En það er jafnvel enn meiri vísbending um það að hlutirnir eru að breytast. Einu sinni voru allir meðlimir hæstaréttarAmeríku, mótmælendatrúar. Í dag er aðeins einn af þeim og meirihlutinn er nú yfirlýstir kaþólikkar.Ég gæti ekki tjáð mig betur um áhyggjur mínar en höfundur Deilunnar miklu.bls. 563-565. "Rómversk áhrif eru nú litin miklu mildari augum en áður fyrr. Sú var tíðinn að mótmælendur virtu það meira en annað að hafa samviskufrelsi það sem hafði verið svo dýru verði keypt. Þeir kenndu börnum sínum að það að leita eftir samhyggð við Róm væri óhlýðni við Guð. En hve allt hefur breyst nú. mótmælendakirkjur eru í miklu myrkri annars mundu þær koma auga á tákn tímanna. Rómverska kirkjan hefur komist langt í fyrirætlunum sínum, hún er að nýta hvert verkfæri og tækifæri til að breiða út áhrif sín og efla vald sitt í undirbúningi fyrir grimm og fyrirhuguð átök til að ná völdum í heiminum." Þetta sagði höfundur Deilunnar miklu fyrir um hundrað árum. þið hljótið að viðurkenna að þegar alsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman til að vera ávarpað af leiðtoga kaþólsku kirkjunnar, hlýtur það að sýna augljós hnatræn áhrif frá þessari kirkju. Eða mundu þessir leiðtogar koma annars svona saman til að hlusta á einhvern annan prest? Ég held líka að tímasetning heimsóknar páfans sé leynileg ráðagerð, sérstaklega fylgjandi nýrri bylgju Nýaldar trúar upphafinni af sjónvarpsstjörnunni Oprah Winfrey. Hin áhrifaríka vellauðuga kona fullyrðir "eitt af þeim mistökum sem fólk gerir er að trúa því að það sé aðeins ein leið til frelsunar " og en fremur "að Jesús getur ekki verið eina leiðin, eini vegurinn" Og nú er hún að setja öll sín fjölmiðlaáhrif og kraft í að auglýsa bækur og kennara sem halda fram þessum hættulega spíritisma. Enn verður mér hugsað til Deilunnar miklu, þar segir."Mótmælendur í Bandaríkjunum munu verða fremstir í flokki við að rétta hendur sínar yfir hafið til að grípa í hönd spíritismans. Þeir munu rétta hönd yfir djúpið til að takast í hendur við rómverska valdið og undir áhrifum þessa þrefalda sameiningarafls, mun land þetta (Ameríka) fylgja í fótspor Rómar og niðurtroða frelsinu til eigin samvisku. (síða 588) Og að lokum, eins og þetta væri nú ekki nægilegt til að brjóta heilann um, kom enn eitt mikilvægt atriði til sögunnar í heimsókn páfa og ætti skilið sérstaka athygli okkar. þann 16. apríl, á afmælisdegi páfans,hitti hann hinn ameríska biskup kaþólikka í Basilikunni í þjóðar helgidómi hinns flekklausa getnaðar í höfuðborginni. Þar ávarpaði Kardinálinn, Francis George, páfann fyrir hönd bandarískra leiðtoga kaþólikka, þar sem hann útlistaði forgangsverkefni sem athygli þyrfti að vekja á næstu árum. Meðal þessara atriða var, " handing on the faith in the context of sacramental practice and the observance of Sunday worship" Í lauslegri þýðingu, innleiða trúna á merkingu sakramentis iðkunar og að virða sunnudaga helgihald. Það líður ekki á löngu þar til þeir þrýsta á að þetta verði staðfest með lögum. Með spádómana að rætast fyrir augum okkar, eru fáeinar en dýrmætar raddir að hljóma frá ræðustólum mótmæl-enda. Þið megið vera viss um að Amazing Facts *er helgað því hlutverki að lyfta lúðri aðvarana gegn yfirvofandi hættum á vinfengi við trúníðslu kirkjuna í Róm. Spámaður spurði eitt sinn Jósafat konung eins og segir í annari Krónikubók, 19.2." Þá gekk Jehú sjáandi Hananíson fyrir hann og mælti til Jósafats konungs: ,,Hjálpar þú hinum óguðlegu og elskar þú þá, er hata Drottin? Sakir þessa liggur á þér reiði Drottins. Á sama hátt trúi ég að það sé leynileg ráðagerð og kanski jafnvel guðleg forsjón, að á sama tíma og páfinn var að undirbúa og stjórna "leiðangri sínum til Ameríku" var ég ( Doug Batchelor hjá Amzing Facts) í stúdíói að taka up einn mikilvægasta hlutann af DVD myndefni um deiluna miklu, þann sem heitir "stríðið milli Krists og Satans" Ég trúi því að þið séuð mörg sammála mér að þessi boðskapur þurfi að ná til fólks nú fremur en nokkru sinni fyrr. Í dag, þegar stjórnmálaleg nákvæmni brenglar oft biblíulegum sannleika, heldur Amazing Facts *djarflega áfram að birta óbreytnalegan sannleika frá orði Guðs. Auk þess að kalla sálir til að taka á móti fagnaðarerindi Jesú, þá er okkur einnig boðið að taka til okkar hinn spádómlega viðvörunar-boðskap um að dýrka ekki dýrið eða fá á okkur merki þess. (opinb. 14. 9-11) Á eftir þeim kom hinn þriðji engill og sagði hárri röddu: ,,Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær merki á enni sitt eða hönd sína,þá skal sá hinn sami drekka af reiði-víni Guðs, sem byrlað er óblandað í reiðibikar hans, og hann mun kvalinn verða í eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og í augsýn lambsins. Og reykurinn frá kvalastað þeirra stígur upp um aldir alda, og eigi hafa þeir hvíld dag eða nótt, þeir sem dýrið tilbiðja og líkneski þess, hver sá sem ber merki nafns þess.``*Sjá amzingfacts.com
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2008 | 22:00
HUGLEIÐING nóvember 2007
Hvað sjáum við, hvað horfum við á?
Hvaða áhrif hefur það sem við horfum á, á okkur, hugsun okkar og persónulega mótun.?.
Er allt í lagi að horfa á hvað sem er, er hægt að hreinsa það út úr hugskotinu eins og manni sýnist, ef manni hugnast það ekki eftir á?
Við vitum að svo er ekki. Ekki í raun og veru. Við þekkjum ótal sorgleg , nýleg dæmi um afleiðingar þess að horfa mikið á ljótt, skemmandi efni, eða tölvuleiki á netinu. Ofbeldi, ofbeldi og aftur ofbeldi. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að fullyrða að þesskonar efni hafi svo hverfandi lítil áhrif á neytendur þess að þær fáu undantekningar sem láta leiðast út í ógæfuverk hafi hvort sem er getað gert það sem þeir gerðu án þess að hafa horft á eða leikið ofbeldisleiki. Hvílík afneitun og hvílík vörn í þágu græðginnar.
Er allt í lagi að horfa, bara smá stund? Er fegurð alltaf augljós og hið vonda líka? Ég horfði hugfangin á stóran stein í glugga um daginn. Hann var bara svona eins og gráir eða brúnir steinar að utan, grófur og lítið augnayndi , en að innan, það var sko fagur á að líta. Ametist kristallar út um allt í þéttum klasa, eitt af náttúru sköpunarverkum Guðs okkur til augnanyndis. Guð hefur skapað óteljandi fagra steina sem glitra og endurvarpa birtu á undurfagran hátt.
Því miður er svo komið að margir hafa fest trú á hið skapaða og telja mátt og kraft fólginn í því en hafa gleymt eða hreinlega hafnað skapara sínum. Ég tel að þig kannist flest ef ekki öll við þetta.
Mattheusarguðspjall 5
29Ef hægra auga þitt tælir þig til falls þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér að einn lima þinna glatist en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti. 30Ef hægri hönd þín tælir þig til falls þá sníð hana af og kasta frá þér. Betra er þér að einn lima þinna glatist en allur líkami þinn fari til helvítis.
Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig.2. Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað?
3. Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.
Þegar við fáum að sjá þennan stað höfum við aldrei séð neitt því líkt af dýrð og ljóma. Þar eru óteljandi dýrðlegir steinar sem prýða hin himnesku heimkynni. Síðar þegar Guð hefur skapað nýjan himinn og nýja jörð verða þessir fögru steinar sjáanlegir öllum til ánægju, því græðgin verður ekki lengur til í manninum, hún hefur eins og annað horfið burt með útrýmingu syndarinnar og hins illa höfundar.
4. Veginn þangað, sem ég fer, þekkið þér.
5. Tómas segir við hann: Herra, vér vitum ekki, hvert þú ferð, hvernig getum vér þá þekkt veginn?
6. Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.
7. Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann.
8. Filippus segir við hann: Herra, sýn þú oss föðurinn. Það nægir oss.
9. Jesús svaraði: Ég hef verið með yður allan þennan tíma, og þú þekkir mig ekki, Filippus? Sá sem hefur séð mig, hefur séð föðurinn. Hvernig segir þú þá: Sýn þú oss föðurinn?
10. Trúir þú ekki, að ég er í föðurnum og faðirinn í mér? Orðin, sem ég segi við yður, tala ég ekki af sjálfum mér. Faðirinn, sem í mér er, vinnur sín verk.
11. Trúið mér, að ég er í föðurnum og faðirinn í mér. Ef þér gerið það ekki, trúið þá vegna sjálfra verkanna.
12. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.
13. Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni, það mun ég gjöra, svo að faðirinn vegsamast í syninum.
14. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni, mun ég gjöra það.
15. Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.
16. Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu,
17. anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður.
18. Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar.
19. Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig, því ég lifi og þér munuð lifa.
20. Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður.
21. Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau, hann er sá sem elskar mig. En sá sem elskar mig, mun elskaður verða af föður mínum, og ég mun elska hann og birta honum sjálfan mig.
22. Júdas ekki Ískaríot sagði við hann: Herra, hverju sætir það, að þú vilt birtast oss, en eigi heiminum?
23. Jesús svaraði: Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum.
24. Sá sem elskar mig ekki, varðveitir ekki mín orð. Orðið, sem þér heyrið, er ekki mitt, heldur föðurins, sem sendi mig.
25. Þetta hef ég talað til yðar, meðan ég var hjá yður.
26. En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður.
27. Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.
28. Þér heyrðuð, að ég sagði við yður: Ég fer burt og kem til yðar.
29. Nú hef ég sagt yður það, áður en það verður, svo að þér trúið, þegar það gerist.
30. Ég mun ekki framar tala margt við yður, því höfðingi heimsins kemur. Í mér á hann ekki neitt.
31. En heimurinn á að sjá, að ég elska föðurinn og gjöri eins og faðirinn hefur boðið mér. Standið upp, vér skulum fara héðan.
Sumir ánetjast því að horfa á siðlausar myndir, setjast við tölvuna og fara að forvitnast. Þeir ætla kannski bara að kíkja en festast yfir þessu ljóta efni. Hvað svo. Mengast hugurinn,? Hjá mörgum. Sumir sitja í fangelsi vegna þess að þessi fíkn varð svo sterk að hún leiddi til hræðilegra glæpa. Allt vegna þess að hugurinn var gagntekinn af ljótum myndum.Maðurinn var villtur frá Guði og boðorðum hans, búinn að gleyma eða þekkti hann aldrei.
Mattheus 5.kafli.
1Þegar Jesús sá mannfjöldann gekk hann upp á fjallið. Þar settist hann og lærisveinar hans komu til hans. 2Þá hóf hann að kenna þeim og sagði8Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá.
29. Ef hægra auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti.
28. En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.
Jesaja 40.
1Huggið, huggið lýð minn, segir Guð yðar. 2Hughreystið Jerúsalem og boðið henni að áþján hennar sé á enda, að sekt hennar sé goldin, að hún hafi fengið tvöfalt af hendi Drottins fyrir allar syndir sínar. 3Heyr, kallað er: Greiðið Drottni veg um eyðimörkina, ryðjið Guði vorum beina braut í auðninni,4sérhver dalur skal hækka, hvert fjall og háls lækka. Hólar verði að jafnsléttu og hamrar að dalagrundum. 5Þá mun dýrð Drottins birtast og allt hold sjá það samtímis því að Drottinn hefur boðað það." 6Einhver segir: Kalla þú," og ég spyr: Hvað á ég að kalla?" Allt hold er gras og allur yndisleikur þess sem blóm vallarins. 7Grasið visnar, blómin fölna þegar Drottinn andar á þau. Sannlega eru mennirnir gras. 8Grasið visnar, blómin fölna en orð Guðs vors varir að eilífu." 9Stíg upp á hátt fjall, Síon, fagnaðarboði. Hef upp raust þína kröftuglega, Jerúsalem, fagnaðarboði. Hef upp raustina og óttast eigi, seg borgunum í Júda: 10Sjá, Guð yðar kemur í mætti og ríkir með máttugum armi. Sjá, sigurlaun hans eru með honum og fengur hans fer fyrir honum. 11Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu en leiða mæðurnar. 12Hver mældi vötnin í lófa sínum og afmarkaði himininn með spönn sinni? Hver mældi duft jarðar í mælikeri, vó fjöllin á reislu og hæðirnar á vogarskálum? 13Hver getur stýrt anda Drottins, hver ráðlagt honum og kennt? 14Hvern spurði hann ráða sér til skilningsauka, hver fræddi hann um leið réttvísinnar, veitti honum þekkingu, vísaði honum veginn til skilnings? 15Þjóðirnar eru sem dropi úr fötu og eru metnar sem ryk á vogarskálum, hann vegur eyjarnar sem sandkorn væru. 16Líbanonsskógur nægir ekki til eldiviðar og dýrin í honum ekki til brennifórnar. 17Allar þjóðir eru sem ekkert fyrir honum, hann metur þær einskis, minna en ekkert. 18Við hvern ætlið þér að líkja Guði og hvað viljið þér taka til jafns við hann? 19Hagleiksmaður steypir skurðgoð, gullsmiður slær það gulli og býr það silfurfestum. 20 Hinn fátæki velur í helgigjöf við sem fúnar ekki. Hann finnur hagan smið til að reisa líkneski sem haggast ekki. 21 Vitið þér ekkert, hafið þér ekki heyrt það, var yður ekki sagt það frá öndverðu, hefur yður ekki skilist þetta frá grundvöllun jarðar? 22 Það er hann sem situr hátt yfir jarðarkringlunni en íbúar hennar líkjast engisprettum, hann þenur himininn út eins og voð og slær honum sundur eins og tjaldi til að búa í. 23Hann gerir höfðingja að engu, sviptir þjóðhöfðingja völdum. 24 Þeir eru varla gróðursettir, varla sánir, stofn þeirra hefur varla fest rætur í jörð, fyrr en hann andar á þá og þeir skrælna og stormurinn feykir þeim burt eins og hismi 25 Við hvern ætlið þér að líkja mér, hver er jafningi minn? spyr Hinn heilagi. 26 Hefjið upp augun og horfið til himins. Hver hefur skapað allt þetta? Það er hann sem kannar her stjarnanna, allan með tölu, nefnir þær allar með nafni. Þar sem hann er mikill að mætti og voldugur að afli verður engrar vant. 27 Hvers vegna segir þú, Jakob, hvers vegna talar þú svona, Ísrael: 28 Veistu ekki eða hefur þú ekki heyrt að Drottinn er eilífur Guð sem skapaði endimörk jarðar? Hann þreytist ekki, hann lýist ekki, viska hans er órannsakanleg. 29Hann veitir kraft hinum þreytta og þróttlausum eykur hann mátt. 30Ungir menn þreytast og lýjast, æskumenn hnjóta og falla 31en þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir, þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki. |
35Segið þið ekki: Enn eru fjórir mánuðir, þá kemur uppskeran? En ég segi ykkur: Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru fullþroskaðir til uppskeru.
Síðara Korintubréf 10
7Þið horfið á hið ytra. Ef einhver treystir því að hann sé Krists þá hyggi hann betur að og sjái að eins og hann er Krists, þannig er ég það einnig.
Hebreabréfið3.
1Helguðu vinir sem hafið fengið köllun til himinsins. Horfið til Jesú, postula og æðsta prests þeirrar trúar sem við játum. 2Hann var trúr Guði, er hafði skipað hann, eins og var um Móse í öllu hans húsi". 3En hann er verður meiri dýrðar en Móse eins og sá er húsið gerði á meiri heiður en húsið sjálft. 4Sérhvert hús hefur einhver gert en Guð er sá sem allt hefur gert. 5Móse var að sönnu trúr í öllu hans húsi eins og þjónn. Hann átti að vitna um það sem boðað skyldi síðar 6en Kristur er sonur og er trúað fyrir að ráða yfir húsi hans. Og hans hús erum við ef við höldum djörfunginni og voninni sem við miklumst af. 7Því er það eins og heilagur andi segir: Ef þér heyrið raust hans í dag, 8þá forherðið ekki hjörtu yðar eins og í eyðimörkinni þegar feður yðar gerðu uppreisn og freistuðu mín. 9Þeir freistuðu mín og reyndu mig þótt þeir fengju að sjá verkin mín í fjörutíu ár. 10Þess vegna reiddist ég kynslóð þessari og sagði: Án afláts villast þeir í hjörtum sínum. Þeir þekktu ekki vegu mína. 11Og ég sór í bræði minni: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar. 19Við sjáum að sakir vantrúar fengu þeir eigi gengið inn. |
25Þá var í Jerúsalem maður er Símeon hét. Hann var réttlátur og guðrækinn og vænti þess að Guð frelsaði Ísrael. Heilagur andi var yfir honum 26og hafði hann vitrað honum að hann skyldi ekki deyja fyrr en hann hefði séð Krist Drottins. 27Að leiðsögn andans kom hann í helgidóminn. Og er foreldrarnir færðu þangað sveininn Jesú til að fara með hann eftir venju lögmálsins 28tók Símeon hann í fangið, lofaði Guð og sagði: 29Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara eins og þú hefur heitið mér
30því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt, 31sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða, 32ljós til opinberunar heiðingjum og til vegsemdar lýð þínum Ísrael.
Lúkasarguðspjall 7
22. Og hann svaraði þeim: Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem þið hafið séð og heyrt: Blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp og fátækum er flutt fagnaðarerindi.
Jóhannesarguðspjall 1
15. Jóhannes vitnar um hann og hrópar: Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég.
16. Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan.
17. Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist.
18. Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.
Jóhannesarguðspjall 3
Maður hét Nikódemus, af flokki farísea, ráðsherra meðal Gyðinga.
2. Hann kom til Jesú um nótt og sagði við hann: Rabbí, vér vitum, að þú ert lærifaðir kominn frá Guði. Enginn getur gjört þessi tákn, sem þú gjörir, nema Guð sé með honum.
3. Jesús svaraði honum: Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju.
Við þurfum að dvelja við endurfæðingu á hverjum degi og leita Guðs, horfa til hans, sem er skapari alls því heimurinn hefur gleymt honum og afneitað. Við getum aðeins minnt okkur og aðra á hann í sífellu með því að sýna að við treystum honum, viljum lifa samkvæmt fyrirmynd þeirri sem Kristur gaf, horfa til hans, stöðugt svo við við fyllum ekki hugann af ljótleika syndarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2008 | 21:41
Lukkuklukk
Bloggvinir hafa verið að tala um að setja upp klukk síðu með "lukkuklukki". Skrifa um blessanir í stað alls þess erfiða sem nóg er um talað. Ég get sett fram mitt þakklæti fyrir þessa helgi sem er að líða. Ég fékk lánaða 3 fjöruga stráka, tvo 4 ára og einn 1 árs. það eru forréttindi að fá að njóta svona stunda með ungu börnunum. Þeir fóru m.a. í að skreyta piparkökur hjá ömmu með miklum tilþrifum. Svo var farið í bað, allir saman, því hér er stórt hornbaðkar sem þeir segja að sé sundlaug. þar er ærslast og skríkt, hlegið mikið þegar amma skýtur á þá vatnsbunu með fjarstýringunni á nuddið. já það er sko hlegið og amma nýtur góðs af því þetta feykir burt skammdegisdrunga. já amma getur hlegið með og þakkað Guði fyrir slíkar gjafir sem barnabörn eru, þegar allt er í lagi og þau eru glöð og heilbrigð. Annað sem ég tel með blessunum er Boðunarkirkjan og fólkið sem ég hitti þar á hvíldardögum kl. 11 til hvenær sem er eftir 2 á deginum þeim. Það er svo gott að koma þangað og syngja lofsöngva og hlýða á góðan boðskap og taka þátt í rannsókn á Biblíunni. Af hverju er ekki þjóðkirkjan að fræða fólk meira? Hversvegna er veslings kirkjan sú eins og bara tæki til að uppfylla vissar venjur og siðareglur mestan part í andlegu lífi fólks? Ég veit þó að fólk nennir ekki upp til hópa að sinna slíku. Telur að þar sem presturinn fær sín laun á hann bara að þjónusta fólk og leyfa því svo að hafa sínar skoðanir án þess að reyna á nokkurn hátt að hlutast til um þær. Meira að segja heyrði ég í vinnunni minni ágæta samstarfskonu benda á að nærgætni skildi viðhöfð nærveru sálar, það er að tala til dæmis ekki um að Guð hafi skapað heiminn, ef Tælenskur einstaklingur er viðstaddur, þeir trúa á Búdda og þetta gæti sært þá. Gott og vel. Ég gat samt ekki stillt mig um að benda henni á þá staðreynd að það sem viðhaft er í nærveru okkar sem trúa heitt á Guð og Jesú Krist væri ekki minna særandi, upphrópanir eins og jíseskræst og allar hinar sem tengjast nafni Krists. Að ekki sé talað um blótið sem einnig er nóg af. Hún varð svolítið hissa og fannst þetta ekkert guðlast. Ég býst við að margir geri sér enga grein fyrir að þetta er rangt og ljótt. Svo elsku vinir og velunnarar trúar af öllu tagi, gott að sýna virðingu þeim sem eru langt komnir að en gleymið ekki ykkar nánustu sem trúa á góðan Guð, við höfum líka tilfinningar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 22:20
Fjötrar vanans. Hugeiðing einn Hvíldaradaginn
Getur blámaður breytt hörundslit sínum eða pardusdýrið flekkjum sínum? Ef svo væri munduð þér og megna að breyta vel, þér sem vanist hafið að gjöra illt.
Við lesum með hrylling um menn sem aka svo hratt að öllum sem nærri koma stafar lífshætta af. Nú eru að minnsta kosti 5 stórslösuð ungmenni á gjörgæslu eftir ofsaakstur. Getur verið að ögrunin við dauðann sé að verða vani hjá mörgu fólki. Getur verið að það að aka allt of hratt sé orðinn vani svo margra að æ oftar verði stór hætta ef fólk hættir sér út á þjóðvegi. Páfinn í Róm sagði að háskaakstur væri synd. Ég fór að velta þessu fyrir mér. Rökin voru þau að hver sá sem stefnir með aksturslagi sínu sér og öðrum í lífsháska væri að drýgja synd. Félögum mínum í vinnunni fannst erfitt að nota orðið synd. Það eru reyndar tvö "S orð "sem mjög margir vilja ekki kannast við að séu raunveruleg eða sannleikanum samkvæm í umfjöllun. Það eru orðin synd og Satan. Ég hef oft heyrt að fólk trúi ekki á tilvist hins illa og eins var þarna í vinnunni minni, er við rökræddum um sannleiksgildi spádóma. Þegar ég benti á að ekki væri hægt að telja sig kristin ef maður tryði ekki því sem fram kæmi í Guðs orði, nema það sem passaði við smekk mans og væri innan þægindamarka. Samstarfskona mín gretti sig og sagði "en ekki skrifaði Guð biblíuna", Jú sagði ég , það segir Biblían að hann hafi gert á sinn hátt.
Og allavega er ekki hægt að segja sig kristinn og trúa sumu í Guðsorði en sleppa öðru, Jafnvel Múslímar telja ekki hægt að trúa sumu í Kóraninum en hafna öðru. "Þá verð ég bara að trúa á Búdda" sagði vinkonan, sem nýlega varði mastersritgerð sína í mannfræði. Ertu þá tilbúin að trúa á dauðar líkneskjur?. Spurði ég , "já alveg eins" svaraði hún. Eftir stuttan tíma fer þessi fallega unga kona til Afríku að vinna við þróunarstörf. Ég sagði henni sanna sögu um bænheyrslu, þegar trúboði einn horfðist í augu við nokkra ræningja sem ætluðu jafnvel að drepa hann.
Ég ætla að bæta hér inn þessari sögu fyrir blogg vini og gesti: Trúboði þessi kom frá smábæ í norður Ameríku. Hann var á gangi um kvöld og aleinn á mjóum illa upplýstum stíg. Allt í einu stóðu fyrir framan hann fjórir illúðlegir menn sem gerðu sig líklega til að ráðast á hann þá og þegar. Hann var einn og óvopnaður og bað í hljóði til Guðs að hjálpa sér. Allt í einu brast flótti á mennina og þeir flýðu dauðskelkaðir í burtu hver sem betur gat. Trúboðinn komst heim til hýbýla sinna og var að vonum feginn og þakklátur. En honum lék forvitni á að vita hvað hefði orsakað flóttann. Þegar hann þurfti að mæta niður á lögreglustöð næsta dag til að bera kennsl á menn sem grunaðir voru um rán og manndráp, kvöldið áður, sá hann aftur mennina sem ætluðu að ráðast á hann. Hann fékk að tala við forsprakka þeirra og spurði hann hversvegna þeir hefðu ekki klárað ætlunarverk sitt. Hinn svaraði þá,"nú við förum ekki að ráðast á mann sem hefur 6 alvopnaða lífverði í kring um sig" Merkilegt? En bíðið nú við. Nokkru síðar fór ungi maðurinn heim til bæjarins í norður Ameríku og mætti í kirkjuna sína fljótlega eftir heimkomuna. Þar kom hann upp i ræðupúlt og ávarpaði fólkið sem hann þekkti svo marga á meðal. Hann sagði m.a. frá þessari sérkennilegu reynslu sinni. Þá reis upp maður meðal áheyrenda og spurði,"hvenær nákvæmlega, átti sér stað þetta atvik, bæði tími og dagur". Trúboðinn sagði honum það og þá bað maðurinn 5 aðra menn að rísa úr sætum. Hann sagði að á þeirri sömu stundu og dimm nóttin var að færast yfir Afríku var hann staddur snemma morguns heima hjá sér og allt í einu fannst honum Guð leggja það á hjarta sitt að biðja fyrir þessum bróður í trúnni, þar sem hann var þá staddur í fjarlægu landi. Hann hringdi þá í 5 vini sína og bað þá að biðja með sér fyrir trúboðanum. Þeir gerðu einmitt það og eins og fyrr segir, birtust glæpamönnunum 6 vopnaðir lífverðir hjá trúboðanum. Merkilegt? Það finnst mér og ég kann nokkrar fleiri frásagnir um björgun sem á ekkert skylt við látið fólk en sýnir hins vegar að englar bregðast örskjótt við og birtast mönnum stundum í ýmsum myndum, oftast til að koma sem best til hjálpar. Bænin er farvegur sem við hjálpum til við að mynda til að Guð fái komið með hjálp, því óvinurinn stendur sem fastast í móti og verður aðeins að víkja þegar hann sér að maðurinn biður einlæglega um hjálp Guðs. Munið að Jesús sagði að hann mundi knýja á, en það er okkar að opna og bjóða honum inn til að vera með í lífi okkar. "Sá sem er ekki með mér er á móti mér", Sagði hann. Á hann bara að koma þegar við smellum fingrum, lendum í vandræðum? Erum við ekki með aðgerðarleysi okkar og áhugaleysi oft og einatt að bjóða einhverju öðru að dvelja í hjarta okkar? Læt þessar hugrenningar duga, en held áfram með efnið sem var hér fyrir þetta innskot.
Hún hafði áður sagt okkur um einskonar kraftaverk fyrir tilstuðlan dulrænna afla. Að reyna að telja fólki trú um að til séu öflugar andaverur sem geta gert kraftaverk er álíka auðvelt eins og að segja því að hvítt sé svart. Vaninn er sterkur, fólk er ekki vant að tala við Guð, það er ekki vant að sækja kirkju. Sumir fara í kirkju á jólum og páskum vegna þess að að það er venja í fjölskyldunni, og venjur geta verið býsna fastar og mikilvægar. Hugsar þetta sama fólk um Guð á öðrum tímum ef allt gengur vel? Hefur Jesú einhverja djúpa þýðingu í lífi þess í dag? Hann sem sagði: Jóhannesarguðspjall 14:23Jesús svaraði: Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum. Hversu margir munu ekki ugga að sér í fyllingu tímans. 1. Jóhannesarbréf 2:17
Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu. Lærisveinarnir voru vanir að róa til fiskjar. Þeir höfðu fastar venjur og þekktu ekkert annað. Líf þeirra var einfalt og fábrotið, þeir voru lítt menntaðir fiskimenn með einföld markmið. Samt þegar Frelsarinn bauð þeim að sveigja allar vinnureglur og leggja netin aftur , bauð þeim að víkja frá vananum þá var svarið. Lúkasarguðspjall 5:5
Símon svaraði: Meistari, vér höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið, en fyrst þú segir það, skal ég leggja netin.
Eins og við höfum flest lesið og heyrt þá töpuðu þeir engu á að hlýða Drottni sínum. Eins mun um hvern þann sem tekur á móti honum. Sem leggur sinn eigin vana í Hans hendur og biður um umbreytingu innra eðlis, biður Frelsarann að koma inn í hjartað. Sá mun ekki lengur vera reirður í fjötra vana og hefða. Óvinurinn beitir mjög þeim aðferðum að binda og fjötra fólk í alkonar langanir, ávana og blekkingar. Kristur leysir og frelsar. Jóhannesarguðspjall 7:38-39
-38- Sá sem trúir á mig, frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. 39- Þarna átti hann við andann, er þeir skyldu hljóta, sem á hann trúa. Því enn var andinn ekki gefinn, þar eð Jesús var ekki enn dýrlegur orðinn.
Bjóðum Andanum frá heilögum Föður og Syni að taka yfir líf okkar á hverjum degi. Biðjum um lausn frá vondum vana af öllu tagi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2008 | 22:55
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Eitt af því sem ég hefi lært í sambandi við vinnuna mína er að vera meðvituð um regluna,"aðgát skal höfð í nærveru sálar" . Maðurinn minn fór að tala um þetta í kvöld og ég ákvað að blogga smá um það. Hann minntist á það hve margt ágætt fólk á erfitt um þessar mundir vegna ástands bankanna. Fólk sem er vel menntað og framsækið og fjárfesti í góðri trú. Það var ekki að taka neitt frá okkur hinum þegar það tók þátt í þessum kaupum og þáði góð tilboð. Það ætlaði ekki að harma neinn eða svo tel ég ekki vera. En vissulega má tala um löngun til að hafa það gott og áhættuhegðun að vissu leyti. En hverjir ætla að kasta steinum úr glerhúsi? Reiði, hefnigirni og leit að blóraböglum mun ekki hjálpa þessari þjóð upp úr erfiðleikunum. Ég heyrði sögu um ungan mann og fjölskyldu hans. (ekki hér á landi). Hann bjó ásamt móður sinni og systur en faðir hans var látin. Þeim áskotnaðist töluverð peningaupphæð frá tryggingarfélagi og stóð til að nota peningana í að mennta þau systkinin og sjá fjölskyldunni farborða. En ungi maðurinn var framsækin og átti vin sem hann taldi að væri með góða hugmynd um ábatasamt fyrirtæki. Hann bað því móðurina um að lána sér þessa peninga til að setja í fyrirtækið og lofaði að þeir mundu koma margfaldir til baka. Systir hans var ekki hrifin en lét undan og hann fékk peningana. Örskömmu síðar kom ungi maðurinn niðurbrotinn heim með þær fréttir að vinurinn hefði stungið af til annars lands með alla peningana og þeir væru tapaðir að fullu og öllu. Systir hans varð reiðari en orð fá lýst og jós skömmum yfir bróður sinn og ásakaði móður sína. Hún sagðist aldrei ætla að tala við bróður sinn aftur. Móðir hennar talaði þá stillilega til hennar og sagði. Hefur þú alveg gleymt því um hvað kærleikurinn snýst? Þegar allt var í lagi þá gastu elskað bróður þinn, en núna þegar hann er brotinn og hefur gert svo stór mistök þá gleymir þú að gæta að því hve illa honum hlýtur að líða og ekki síst fyrir það að hann getur ekkert gert til að laga orðinn hlut. Það er nú sem hann þarfnast þess mest að finna kærleika og fyrirgefningu.
Já er það ekki einmitt það sem við þurfum að minna okkur á að þegar allt leikur í lyndi er enginn vandi að vera elskulegur og jákvæður, en þegar allt fer niður á við, þá þarf að sýna skilning og kunna að fyrirgefa. Guð blessi ykkur öll
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Þórdís Ragnheiður Malmquist
Tenglar
Mínir tenglar
- Boðunarkirkjan Kirkja sem boðar Guðs orð óbreytt og heldur Hvíldardag Guðs þann sem hann helgaði, 7. daginn. Er í Hlíðarsmára 9 3hæð.
- Boðunarkirkjan Sjálfstæð kristin kirkja sem heldur hvíldardag Guðs
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar