Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Eitt af því sem ég hefi lært í sambandi við vinnuna mína er að vera meðvituð um regluna,"aðgát skal höfð í nærveru sálar" . Maðurinn minn fór að tala um þetta í kvöld og ég ákvað að blogga smá um það. Hann minntist á það hve margt ágætt fólk á erfitt um þessar mundir vegna ástands bankanna. Fólk sem er vel menntað og framsækið og fjárfesti í góðri trú. Það var ekki að taka neitt frá okkur hinum þegar það tók þátt í þessum kaupum og þáði góð tilboð. Það ætlaði ekki að harma neinn eða svo tel ég ekki vera. En vissulega má tala um löngun til að hafa það gott og áhættuhegðun að vissu leyti. En hverjir ætla að kasta steinum úr glerhúsi? Reiði, hefnigirni og leit að blóraböglum mun ekki hjálpa þessari þjóð upp úr erfiðleikunum. Ég heyrði sögu um ungan mann og fjölskyldu hans. (ekki hér á landi).  Hann bjó ásamt móður sinni og systur en faðir hans var látin. Þeim áskotnaðist töluverð peningaupphæð frá tryggingarfélagi og stóð til að nota peningana í að mennta þau systkinin og sjá fjölskyldunni farborða. En ungi maðurinn var framsækin og átti vin sem hann taldi að væri með góða hugmynd um ábatasamt fyrirtæki. Hann bað því móðurina um að lána sér þessa peninga til að setja í fyrirtækið og lofaði að þeir mundu koma margfaldir til baka. Systir hans var ekki hrifin en lét undan og hann fékk peningana. Örskömmu síðar kom ungi maðurinn niðurbrotinn heim með þær fréttir að vinurinn hefði stungið af til annars lands með alla peningana og þeir væru tapaðir að fullu og öllu.  Systir hans varð reiðari en orð fá lýst og jós skömmum yfir bróður sinn og ásakaði móður sína. Hún sagðist aldrei ætla að tala við bróður sinn aftur. Móðir hennar talaði þá stillilega til hennar og sagði. Hefur þú alveg gleymt því um hvað kærleikurinn snýst? Þegar allt var í lagi þá gastu elskað bróður þinn, en núna þegar hann er brotinn og hefur gert svo stór mistök þá gleymir þú að gæta að því hve illa honum hlýtur að líða og ekki síst fyrir það að hann getur ekkert gert til að laga orðinn hlut. Það er nú sem hann þarfnast þess mest að finna kærleika og fyrirgefningu.

Já er það ekki einmitt það sem við þurfum að minna okkur á að þegar allt leikur í lyndi er enginn vandi að vera elskulegur og jákvæður, en þegar allt fer niður á við, þá þarf að sýna skilning og kunna að fyrirgefa. Guð blessi ykkur öll


Orðið hvað er það?

 Ég sá að einhver sagði á blogginu í dag að Orðið væri Guð og Jesú talsmaður hans.
En hér er sagt beint upp úr heilagri ritningu hver er orðið. Jesú er Guð, orðið og hann sendi heilagan Anda eftir brottför sína héðan svo mennirnir gætu breitt út fagnaðarerindið um Guðsríki. En eins og sjá má í 5. versinu tók myrkrið ekki á móti ljósinu og sem er því miður um marga í dag
Orðið varð hold
1Í upphafi var Orðið[1] og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. 2Hann var í upphafi hjá Guði. 3Allt varð til fyrir hann,[2]
Fyrir merkir „fyrir atbeina einhvers, um hendur einhvers“.

 án hans varð ekki neitt sem til er. 4Í honum var líf og lífið var ljós mannanna. 5Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið tók ekki á móti því

Eigið góðan dag og megi ykkur hlotnast sú hamingja að kynnast Guði nánar.Heart


37 Davíðssálmur og fleira

 Ég var að lesa þennan sálm og fannst hann tal svo til þeirra kringumstæðna sem við horfumst í augu við í dag. Margir reiðir og sárir, hafa öfundað og jafnvel óskað sér að geta líka gert ýmislegt í líkingu við það sem gert var þegar allt "sýndist" í blóma.  Göngum varlega og dæmum ekki, það er Guðs að dæma þegar öll kurl koma til grafar. Við erum aðeins áhorfendur sem tókum líka þátt í að njóta lífsgæðanna mörg hver. Reynið nú einu sinni að leggja traust ykkar á Skaparann sem vill ykkur allt það besta þó þið viljið ekki sjá það né vita. En hann þvingar engan svo ekki reiðast þegar illa gengur og hann virðist fjarri. Leitið til hans og þiggið ókeypis styrk og frið í hverjum kringumstæðum. Eigið góða daga. Guð blessi ykkur öll sem kunnið að lesa þetta.

37   Davíðssálmur.

Ver eigi of bráður vegna illvirkjanna,
öfunda eigi þá er ranglæti fremja,
2 því að þeir fölna skjótt sem grasið,
visna sem grænar jurtir.
3 Treyst Drottni og gjör gott,
bú þú í landinu og iðka ráðvendni,
4 þá munt þú gleðjast yfir Drottni,
og hann mun veita þér það sem hjarta þitt girnist.
5 Fel Drottni vegu þína
og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.
6 Hann mun láta réttlæti þitt renna upp sem ljós
og rétt þinn sem hábjartan dag.
7 Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann.
Ver eigi of bráður vegna þeirra er vel gengur,
vegna þess manns er svik fremur.
8 Lát af reiði og slepp heiftinni,
ver eigi of bráður, það leiðir til ills eins.
9 Illvirkjarnir verða afmáðir,
en þeir er vona á Drottin, fá landið til eignar.
10 Innan stundar eru engir guðlausir til framar,
þegar þú gefur gætur að stað þeirra, eru þeir horfnir.
11 En hinir hógværu fá landið til eignar,
gleðjast yfir ríkulegri gæfu.
12 Óguðlegur maður býr yfir illu gegn réttlátum,
nístir tönnum gegn honum.
13 Drottinn hlær að honum,
því að hann sér að dagur hans kemur.
14 Óguðlegir bregða sverðinu
og benda boga sína
til þess að fella hinn hrjáða og snauða,
til þess að brytja niður hina ráðvöndu.
15 En sverð þeirra lendir í þeirra eigin hjörtum,
og bogar þeirra munu brotnir verða.
16 Betri er lítil eign réttláts manns
en auðlegð margra illgjarnra,
17 því að armleggur illgjarnra verður brotinn,
en réttláta styður Drottinn.
18 Drottinn þekkir daga ráðvandra,
og arfleifð þeirra varir að eilífu.
19 Á vondum tímum verða þeir eigi til skammar,
á hallæristímum hljóta þeir saðning.
20 En óguðlegir farast,
og óvinir Drottins eru sem skraut vallarins:
þeir hverfa - sem reykur hverfa þeir.
21 Guðlaus maður tekur lán og borgar eigi,
en hinn réttláti er mildur og örlátur.
22 Því að þeir sem Drottinn blessar, fá landið til eignar,
en hinum bannfærðu verður útrýmt.
23 Frá Drottni kemur skrefum mannsins festa,
þegar hann hefir þóknun á breytni hans.
24 Þótt hann falli, þá liggur hann ekki flatur,
því að Drottinn heldur í hönd hans.
25 Ungur var ég og gamall er ég orðinn,
en aldrei sá ég réttlátan mann yfirgefinn
né niðja hans biðja sér matar.
26 Ætíð er hann mildur og lánar,
og niðjar hans verða öðrum til blessunar.
27 Forðastu illt og gjörðu gott,
þá munt þú búa kyrr um aldur,
28 því að Drottinn hefir mætur á réttlæti
og yfirgefur ekki sína trúuðu.
Þeir verða eilíflega varðveittir,
en niðjar óguðlegra upprætast.
29 Hinir réttlátu fá landið til eignar
og búa í því um aldur.
30 Munnur réttláts manns mælir speki
og tunga hans talar það sem rétt er.
31 Lögmál Guðs hans er í hjarta hans,
eigi skriðnar honum fótur.
32 Hinn guðlausi skimar eftir hinum réttláta
og situr um að drepa hann,
33 en Drottinn ofurselur hann honum ekki
og lætur hann ekki ganga sekan frá dómi.
34 Vona á Drottin og gef gætur að vegi hans,
þá mun hann hefja þig upp, að þú erfir landið,
og þú skalt horfa á, þegar illvirkjum verður útrýmt.
35 Ég sá hinn óguðlega í ofstopa sínum
og þenja sig út sem grænt tré á gróðrarstöðvum sínum,
36 og ég gekk fram hjá, og sjá, hann var þar ekki framar,
ég leitaði hans, en hann fannst ekki.
37 Gef gætur að hinum ráðvanda og lít á hinn hreinskilna,
því að friðsamir menn eiga framtíð fyrir höndum,
38 en afbrotamönnum verður útrýmt öllum samt,
framtíðarvon óguðlegra bregst.
39 Hjálp réttlátra kemur frá Drottni,
hann er hæli þeirra á neyðartímum.
40 Drottinn liðsinnir þeim og bjargar þeim,
bjargar þeim undan hinum óguðlega og hjálpar þeim,
af því að þeir leituðu hælis hjá honum.

 


Góður dagur 30. okt

Þessi dagur gaf mér sólskin og gott tækifæri til að fá mér göngutúr með  Gutta, hundinum mínum litla.  Hann hoppaði af kæti eins og alltaf þegar göngutúr er framundan. Gutti hefur kennt mér enn betur að gleðjast yfir því að vera til og geta notið þess að ganga úti og njóta umhverfisins. Við fórum niður að tjörnunum á Fitjunum og gáfum svönum, gæsum og öndum brauð að éta. Á morgun hefst vinnan kl.8.  Hjálpa þeim sem geta, að klæðast og fara fram úr, til að sitja í hjólastól eða  ganga með göngugrind. Mata suma og svo að búa um rúm og sjá um að allir séu þurrir og hreinir og hafi fengið lyfin sín. Hvernig er hægt að kvarta þegar maður hefur heilsu og getur verið í þjónustuhlutverki í stað þess að liggja í rúmi upp á aðra komin.  Sumir sem ég hef með að gera ætluðu ekki að enda inni á hjúkrunarheimili. Voru einmitt komnir á eftirlaun og hlökkuðu til að njóta þess að hafa meiri tíma og geta notið samveru við fjölskylduna. En þá gerist eitthvað, blæðing inn á heila og hreyfigetan er farin.  Lái þeim ekki að verða reið og vonsvikin. Þá er gott að eiga trú og geta þegið æðruleysi og frið hið innra frá Guði sínum. Ég þekki það persónulega hvað það hefur mikið að segja.  Í kvöld hitti ég margar hressar og duglegar konur á fundi. Þær þjappa sér saman og horfa með hugrekki fram á veginn. Systur í lífsbaráttunni.  Konur hugsa öðruvísi, það er komin tími til að þær fái að stýra skútunni líka.  Ég treysti þeim eins vel til þess og sumum betur enn körlunum.  Ég bið góðan Guð að blessa og styrkja embættismenn þá sem standa fremstir í flokki á þessum erfiða tíma. Ég dáist að rósemi og  yfirvegun forsætisráðherra okkar í öllum þessum látum sem hafa verið. Það er ekki eins og hann hafi haft það svo náðugt undanfarið. Hugsum hlýtt til þeirra sem stjórna.Smile


Hver var Jesús.

His claims and the prophecies in the Old Testament
There are many "Christs" in the world today - people calling themselves or being called by their followers as "Christ". The Bible also warns against "false Christs". How do we know the real Christ from a fake?

What about Jesus Christ? Was He just another man? Was He an impostor or was He the real Messiah, the Son of Living God?

  This is the vital question we all need to answer for ourselves, for it could make the difference between life and death. One thing is sure, Jesus has created more controversy than any other founder of the religious systems of the world.

He also made some astounding claims that would make Him the sole source of salvation to fallen man, ("I am the way, the truth, and the life,... NO MAN cometh unto the Father but by ME." John 14:6) The tension such a statement creates between the various religious systems cannot be readily resolved without compromise. Either He was right, or He was not; compromise seems impossible. If He was right, then this controversy will escalate to its final conclusion culminating in the glorious return of Christ to this earth to reclaim His dominion and to judge the living and the dead. If He was wrong, then the Messiah, according to the various belief systems, has not yet come, or he has come a number of times in the form of world teachers, or he will not come at all.

Buddhism and Hinduism teach that the Christ, the world teacher, has experienced numerous reincarnations at different stages of human progression. The Muslims teach that Jesus Christ was a prophet, but that he was not the Son of God. However, they also teach that He was �born of a virgin, worked miracles, was the Messiah, lived a sinless life, went up to heaven, and is coming again before the end of the world.�1 The Jews, excluding the Messianic Jews, reject Jesus outright. To them He is an impostor.

Christians themselves are divided in their attitudes toward Jesus. Some see Him as God, Saviour, Lord and Messiah while others refuse to accept His divinity, choosing to see Him as a special created being. Who is right? Let us consider the evidence.

Was He the Messiah?

His Claims

The High Priest asked Him,...Art thou the Christ, the Son of the Blessed ?� And Jesus said, �I am; and ye shall see the Son of man sitting on the right hand of Power, and coming in the clouds of heaven.� Mark 14:6162

The Claims of Others

He [Andrew] first found his own brother Simon and said to him, �We have found the Messiah� (which is translated, the Christ). John 1:41 NKJV

The Prophecies

There are at least 60 Old Testament prophecies that were fulfilled by Christ in the New Testament. But there are more than 300 references to the Messiah in the Old Testament, and these were written over a 1500-year period. Conservative scholars estimate that the last Old Testament book was written around 450 BC. But those claiming a later date cannot possibly push that date closer than about 250 BC - the reason for this being the Greek translation of the Old Testament which was completed during the reign of Ptolemy Philadelphus (285-246 BC). This is an historical fact and it places a span of at least 250 years between the Old Testament predictions and their fulfillment in Christ. See Truth Matters by Professor Walter J. Veith for some of the more important ones.

Some have suggested that these prophecies were accidentally or coincidentally fulfilled by Jesus. According to the science of probability, the chance of any one human being up until the present fulfilling a selection of just eight of these prophecies (including the one on crucifixion) is one in a hundred thousand million million.

by Amazing Discoveries

 


Að hlusta.

Að hlusta.

Jobsbók 15:8
Hefir þú hlustað í ráði Guðs og hrifsað til þín spekina?

Jobsbók 20:3
Ég verð að hlusta á háðulegar ávítur, en andi minn gefur mér skilning að svara.

Jóhannesarguðspjall 8:43
Hví skiljið þér ekki mál mitt? Af því að þér getið ekki hlustað á orð mitt

Míka 1:2
Heyrið, allir lýðir! Hlusta þú, jörð, og allt sem á þér er! Og Drottinn Guð veri vottur gegn yður, Drottinn frá sínu heilaga musteri.

1. Ég elska Drottin, af því að hann heyrir grátbeiðni mína.
2. Hann hefir hneigt eyra sitt að mér, og alla ævi vil ég ákalla hann.


Hugleiðing í maí 2008

15.5.2008

Staðreyndir. Mannfjöldinn í Kína er 1,3 milljarðar á dag en það er sá fjöldi sem bjó í öllum heiminum fyrir 150 árum. Ríkið með fæsta íbúa er hinsvegar Vatikanið í Róm. árið 1929 undir yfirstjórn The Lateran Treaty, var Vatikanborg stofnsett sem sjálfstætt ríki með 109 ekrur af landi innan borgarmarka Rómar. færri enn 1000 íbúar búa í þessari borg sem stjórnað er af ´páfanum, sem hefur algjör lagaleg, trúarleg og réttarfarsleg yfirráð. Enn fremur hefur  "Holy See" eiginn gjaldmiðil og póstkerfi. Þeir gefa út dagblað, ráða yfir eigin símkerfi og netþjónustu, og stjórna einnig eigin járnbrautarkerfi þó smátt sé í sniðum. Hinn frægi svissneski vörður þjónar líka sem lögregla, og viðheldur öryggiseftirliti innan ríkisins og stendur vörð um páfann. Þó svo þetta ríki sé ekki stórt þá óttast jafnvel Kína þetta "litla land"

Þegar Benidikt páfi heimsótti USA var það sannarlega sögulegur viðburður. Hann fékk meiri viðhafnarmóttökur enn nokkur erlendur gestur hingað til eða mundi nokkurn tíma fá. Aldrei áður hefur Bush forseti farið til að taka sjálfur á móti nokkrum háttsettum tignaraðila á flugvöllinn. þetta undirstrikar hin miklu alþjóðlegu áhrif Kaþólsku kirkjunnar..Þið kunnið að hugsa sem svo "er nú ekki nóg búið að tala um páfann"? Svarið er að heimsókn páfans var ekki bara sögulegur atburður, það var líka mjög mikilvægur áfangi í spádómum Biblíunnar. Þegar tvö öflugustu stjórnveldi heims, tengd spádómum endalokanna, koma saman þá ættu Biblíulega trúaðir kristnir að gefa því alvarlegan gaum. Í árhundruð hafa mótmælenda-kristnir trúað því að fyrsta dýrið í Opinberunarbókinni 13 sé páfavaldið. Enn fremur, trúa margir mótmælendur því að annað dýrið í Opinberunarbókinni 13:11 tákni Bandaríki Norður Ameríku.

Ekki taka þetta sem svo að verið sé að ráðast á eða dæma kaþólska trúaða sem slíka. Milljónir góðra, einlægra og guðhræddra kaþólikka eru einfaldlega óafvitandi um hina óbiblíulegu kenningar bornar fram af kirkju þeirra. En okkur væri hollt að muna trú hinna miklu endurreisnar og siðbótarmanna, svo sem Lúter, Zwingli, Tyndale, Buniyan, Wesley, Whitfield, Edwards, Spurgeon og aðra merkilega kennimenn. Þeir trúðu því allir að Rómversk kaþólska kirkjan væri antikristur biblíuspádómanna.

Áður en Benedikt páfi kom til Ameríku, tilkynnti hann að heimsókn hans til Bandaríkjanna mundi verða "trúboða reynsla" Með öðrum orðum, hann vill hafa áhrif á borgarana til að samþykkja og fagna trúarskoðunum sínum. En kaþólsk guðfræði truflar bókstafs kristna og veldur vanda. Til dæmis trúir Páfinn því að hann sé óskeikull og fulltrúi Guðs á jörðu og við sáum að hann er bókstaflega dýrkaður sem slíkur. Blaðamaður einn spurði Bush forseta hvað hann sæi er hann liti í augu Páfa,Hið furðulega svar forseta Bandaríkjanna var án þess að hika,"Guð"

(Hvað er að gerast hér?)

Kaþólska kirkjan kennir einnig að við eigum að biðja til Maríu, að prestar hafi vald til að fyrirgefa syndir, tilbeiðsla eða dýrkun á líkneskjum sé ásættanleg, ásamt ö'rum heiðnum áhrifum og kenningum.

Ennfremur má benda á að í Washington DC og New York fylltu tugþúsundir leikvanginn þar sem páfi kom fram til að sjá hann framkvæma messu. Páfinn trúir á kenninguna um algera umbreytingu , hann trúir að hann hafi vald og mátt til að breyta brauði og víni í raunverulegan líkama og blóð Jesú. Á vissan hátt þýðir það að hann ´trúir að hann geti "skapað" Guð.

Orðið sem er notað um umbreytingu (trans ubstanti ation) er þýtt sem eðlisbreyting, gjörbreyting, breyting brauðs og víns í líkama og blóð Krists en útlitið helst óbreytt.

Þar höfum við það beint úr stóru orðabókinni..

Áherslan á þessa óbiblíulegu kenningu verða enn frekar áhyggjuefni þegar 250 mótmælendur, orþodox og evangelískir leiðtogar, meðtalin Pat Robertson,sækja almenna bænasamkomu þann 18. apríl sl. leidd af páfa í kaþólskri kirkju.

Sama dagur markaði einnig þau tímamót að páfi kom inni sýnagógu, samkomuhús gyðinga í fyrsta sinn, þar sem hann hitti gyðinga rabbínann Arthur Schneier daginn fyrir páska.

Það sem er kannski enn furðulegra er að rabbíninn ávarpaði páfann sem "hans heilagleika" og vitnaði því næst í Sálm 133:1Sjá, hversu fagurt og yndislegt það er, þegar bræður búa saman,´(í ensku þýðingunni er talað um bræður sem búa saman í einingu) Þið kunnið að undrast hversvegna ég er í slíku uppnámi yfir atburði sem þessum.

Eins og ég les mína biblíu, segir að það muni verða bandalag, (ríkjasamband) milli kaþólisma og ríkjandi trúarbragða Norður Ameríku sem muni endanlega koma á merki dýrsins. Auðvitað eru leiðtogar Kaþólsku kirkjunnar vel meðvitaðir um vaxandi spennu milli róttækra íslama og gyðinglegra og kristinna þjóða. Og einn tilgangurinn með þessari heimsókn páfans var að bjóða sjálfan sig fram sem andlegan leiðtoga þar sem hinar brotnu eða sundruðu kirkjur gætu fylkt sér um.

Það er að gerast vinir, hér beint undir nefinu á okkur. Smátt og smátt.

Hreint út sagt er mér ráðgáta hvernig Ameríka, þjóð mótmælendatrúar, gæti sett slíkan heiður á leiðtoga stofnunar sem hefur úthellt blóði svo margra gyðinga og kristinna.

Höfum við gleymt að Norður Ameríka var numin og byggð upp að mestu af pílagrímum sem flúðu trúarofsóknir í Evrópu? Satt að segja , þegar minnismerki Washington var reist um 1850, sendi Píus páfi að gjöf stóran marmara stein. Hneykslaðir mótmælenda-trúaðir vildu ekkert með arf frá Róm að gera og tóku steininn og hentu honum í Potómak ánna. En það er jafnvel enn meiri vísbending um það að hlutirnir eru að breytast. Einu sinni voru allir meðlimir hæstaréttar Ameríku, mótmælendatrúar. Í dag er aðeins einn af þeim og meirihlutinn er nú yfirlýstir kaþólikkar. Ég gæti ekki tjáð mig betur um áhyggjur mínar en höfundur Deilunnar miklu.bls. 563-565. Rómversk áhrif eru nú litin miklu mildari augum en áður fyrr.Sú var tíðin að mótmælendur virtu það meira en annað að hafa samviskufrelsi það sem hafði verið svo dýru verði keypt. Þeir kenndu börnum sínum að það að leita eftir samhygð við Róm væri óhlýðni við Guð. En hve allt hefur breyst nú. Mótmælendakirkjur eru í miklu myrkri annars mundu þær koma auga á tákn tímanna. Rómverska kirkjan hefur komist langt í fyrirætlunum sínum, hún er a nýta hvert verkfæri og tækifæri til að breiða út áhrif sín og efla vald sitt í undirbúningi fyrir grimm og fyrirhuguð átök til að ná völdum í heiminum.

Þetta sagði höfundur Deilunnar miklu fyrir um hundrað árum. þið hljótið að viðurkenna að þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman til að vera ávarpað af leiðtoga kaþólsku kirkjunnar, hlýtur það að sýna augljós hnattræn áhrif frá þessari kirkju. Eða mundu þessir leiðtogar koma annars svona saman til að hlusta á einhvern annan prest?

Ég held líka að tímasetning heimsóknar páfans sé leynileg ráðagerð, sérstaklega fylgjandi nýrri bylgju Nýaldar trúar upphafinni af sjónvarpsstjörnunni Oprah Winfrey. Hin áhrifaríka vellauðuga kona fullyrðir " eitt að þeim mistökum sem fólk gerir er að trúa því að það sé aðeins ein leið til frelsunar " og en fremur ",að Jesús getur ekki verið eina leiðin, eini vegurinn" Og nú er hún að setja öll sín fjölmiðlaáhrif og kraft í að auglýsa bækur og kennara sem halda fram þessum hættulega spíritisma. Enn verður mér hugsað til Deilunnar miklu, þar segir."Mótmælendur í Bandaríkjunum munu verða fremstir í flokki við að rétta hendur sínar yfir hafið til að grípa í hönd spíritismans. Þeir munu rétta hönd yfir djúpið til að takast í hendur við rómverska valdið og undir áhrifum þessa þrefalda sameiningarafls, mun land þetta (Ameríka) fylgja í fótspor Rómar og niðurtroða frelsinu til eigin samvisku. (síða 588)

Og að lokum, eins og þetta væri nú ekki nægilegt til að brjóta heilan um, kom enn eitt mikilvægt atriði til sögunnar í heimsókn páfa og ætti skilið sérstaka athygli okkar. þann 16. apríl, á afmælisdegi páfans, hitti hann hinn ameríska biskup kaþólikka í Basilíkunni í þjóðar helgidómi hins flekklausa getnaðar í höfuðborginni. Þar ávarpaði Kardínálinn Francis George páfann fyrir hönd bandarískra leiðtoga kaþólikka, þar sem hann útlistaði forgangsverkefni sem athygli þyrfti að vekja á næstu árum. Meðal þessara atriða var, " handing on the faith in the context of sacramental practice and the observance of Sunday worship"

Í lauslegri þýðingu, innleiða trúna á merkingu sakramentis iðkunar og að virða sunnudaga helgihald..

Það líður ekki á löngu þar til þeir þrýsta á að þetta verði staðfest með lögum.

Með spádómana að rætast fyrir augum okkar, eru fáeinar en dýrmætar raddir að hljóma frá ræðustólum mótmælenda. Þið megið vera viss um að Amazing Facts er helgað því hlutverki að lyfta lúðri aðvarana gegn yfirvofandi hættum á vinfengi við trúníðslu kirkjuna í Róm.

Spámaður spurði eitt sinn Jósafat konung eins og segir í annarri Krónikubók, 19.2." Þá gekk Jehú sjáandi Hananíson fyrir hann og mælti til Jósafats konungs: ,,Hjálpar þú hinum óguðlegu og elskar þú þá, er hata Drottin? Sakir þessa liggur á þér reiði Drottins.

Á sama hátt trúi ég að það sé leynileg ráðagerð og kannski jafnvel guðleg forsjón, að á sama tíma og páfinn var að undirbúa og stjórna "leiðangri sínum til Ameríku" var ég í stúdíói að taka upp einn mikilvægasta hlutann af DVD myndefni um deiluna miklu, þann sem heitir "stríðið milli Krists og Satans"

Ég trúi því að þið séuð sammála mér að þessi boðskapur þurfi að ná til fólks nú fremur en nokkru sinni fyrr.

Í dag, þegar stjórnmálaleg nákvæmni brenglar oft biblíulegum sannleika, heldur Amazing Facts djarflega áfram að birta óbreytnalegan sannleika frá orði Guðs. Auk þess að kalla sálir til að taka á móti fagnaðarerindi Jesú, þá er okkur einnig boðið að taka til okkar hinn spádómlega viðvörunar-boðskap um að dýrka ekki dýrið eða fá á okkur merki þess. (Opinb. 14. 9-11) Á eftir þeim kom hinn þriðji engill og sagði hárri röddu: ,,Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær merki á enni sitt eða hönd sína,þá skal sá hinn sami drekka af reiði-víni Guðs, sem byrlað er óblandað í reiðibikar hans, og hann mun kvalinn verða í eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og í augsýn lambsins. Og reykurinn frá kvalastað þeirra stígur upp um aldir alda, og eigi hafa þeir hvíld dag eða nótt, þeir sem dýrið tilbiðja og líkneski þess, hver sá sem ber merki nafns þess.``

 

 

 

 

 


Hugleiðing um hvert við horfum, hvað við viljum.

Hugleiðing 18. október 2008

Ég var að tala við eitt barnabarnið mitt og spurði hann hvernig gengi í skólanum.

Hann svaraði :"ágætlega, held ég, í flestu"

Ekki skýrt svar, enda vissi ég í raun betur og vissi að hann hafði slegið slöku við nám og vinnu og látið reka á reiðanum eins og oft vill verða. En á meðan hann þurfti ekki að horfast í augu við sjálfan sig og viðurkenndi ekki hvar vandinn lægi, þá var heldur ekki von til að neitt breyttist til hins betra. Ég spurði hann af hverju ekki kæmi betri árangur út úr vissum fögum, hann yppti öxlum, vissi það ekki, "Jú þú veist það, "sagði hin miskunnarlausa amma", spurðu sjálfan þig og gættu að hvar þú ert staddur. Ertu að vinna vel í heimavinnunni? Ertu að segja sjálfum þér satt? Veistu hvar þú vilt vera eftir 5 ár ef allt gengur vel með heilsuna og tilveruna? Jú hann taldiað hann væri að gera vel en það væri yfirleitt eitthvað annað sem væri um að kenna. Eins og mörg okkar höfum gert og gerum kannski alltof oft enn, þá forðaðist hann að horfast í augu við sjálfan sig og axla ábyrgð, viðhorfið: "þetta er eitthvað sem aðrir þurfa að gera en ekki ég". Amma talaði nokkra stund við drenginn sinn og spurði erfiðra spurninga. „Hvar sérðu þig eftir 5 ár?" Hann var ekki farinn að hugsa um það. „Heldurðu að þú getir boðið maka þínum eða börnum öryggi ef þú verður í þeirri aðstöðu að eiga fjölskyldu?"

Hann var ekki farinn að hugsa svona langt. „Veistu hvað þú ert lánsamur að hafa heilsu og hraustan líkama, val um að læra, val um að vinna, allavega enn sem komið er, kannski ekki eftir einn eða tvo mánuði.? „ Á endanum ákvað amma að nóg væri komið af tali og settist niður til að biðja með og fyrir stóra barninu, sem ekki var farinn að hugsa vel um hvers vegna hlutirnir ganga ekki upp í öllu. Það er svo miklu þægilegra að láta sig dreyma og ýta heimaverkefnunum á bið. En þau fara ekkert, þessi ókláruðu verkefni, þau hlaðast bara upp og safna ryki og óhreinindum, sem svo verður einn góðan veðurdag að „þrífa upp og taka til."

Amma bað góðan Guð um að styðja drenginn í að takast á við sinn innri mann, að horfast í augu við sannleikann og fá kjark til að breyta því sem hann gæti breytt. Við þurfum þess öll.

„Þú hefur öryggi og húsaskjól núna," sagði ég við hann, „núna er tækifærið til að byggja upp framtíðina og efla möguleika þína til að eignast gott líf". Vonandi hugsar hann um samtal okkar, hann vill vel og er góður drengur en vantar að finna Guðs anda innra með sér og læra að hlusta á rödd hans.

Ísraelsmenn voru leiddir úr 400 ára þrælkun og ánauð frá Egyptalandi fyrir löngu. Þeir hugsuðu lítið um þann Guð sem leiddi þá í átt til frelsis. Þeir hugsuðu ekki um hvar þeir gætu verið eftir 5 ár. Kannski einmitt vegna þess að þeir hugðu ekki að því, þá urðu árin margfalt fleiri og önnur kynslóð fékk að sjá fyrirheit Guðs rætast, er Hann gaf þeim fyrirheitna landið til búsetu.

Saga þeirra sýnir svo skýrt hve manninum er það tamt að kenna öðrum um ófarir sínar og helst ekki horfast í augu við eigin gjörðir og ákvarðanir.

Eins og við þekkjum svo vel frá sögu þeirra þá brast þolinmæði þeirra og traust á Guði bara skömmu eftir að Móses og Jósúa brugðu sér frá. Óánægja þeirra og ásókn í hjáguði endurspeglar vel þá „hjáguðadýrkun" sem við sjáum fylgja manninum allt til dagsins í dag. Viðbrögð þeirra sýna að þeim var jafntamt að kenna öðrum um þá eins og nú, ef eitthvað er ekki eins og þeim hentar best að eigin dómi. Ég segi að eigin dómi því við vitum að dómgreind mannsins er undir áhrifum óvinar Guðs. Þess vegna sjáum við allt það hörmulega gerast fyrir augum okkar í dag sem endurspeglar græðgi mannsins og sjálfselsku, ekki síður en þá.

Við lesum um þetta í: Annarri
bók Móses 32. kafla.

 1Er fólkið sá, að seinkaði komu Móses ofan af fjallinu, þyrptist fólkið í kringum Aron og sagði við hann: "Kom og gjör oss guð, er fyrir oss fari, því að vér vitum ekki, hvað af þessum Móse er orðið, manninum, er leiddi oss burt af Egyptalandi."    

2Og Aron sagði við þá: "Slítið eyrnagullin úr eyrum kvenna yðar, sona og dætra, og færið mér."

    3Þá sleit allt fólkið eyrnagullin úr eyrum sér og færði Aroni,    

4en hann tók við því af þeim, *lagaði það með meitlinum og gjörði af því steyptan kálf.Þá sögðu þeir: "Þetta er guð þinn, Ísrael, sem leiddi þig út af Egyptalandi."     5 Og er Aron sá það, reisti hann altari fyrir framan hann, og Aron lét kalla og segja: "Á morgun skal vera hátíð Drottins."

    6Næsta morgun risu þeir árla, fórnuðu brennifórnum og færðu þakkarfórnir. Síðan settist fólkið niður til að eta og drekka, og því næst stóðu þeir upp til leika.    

7Þá sagði Drottinn við Móses: "Far þú og stíg ofan, því að fólk þitt, sem þú leiddir út af Egyptalandi, hefir misgjört.

    8Skjótt hafa þeir vikið af þeim vegi, sem ég bauð þeim. Þeir hafa gjört sér steyptan kálf, og þeir hafa fallið fram fyrir honum, fært honum fórnir og sagt: ,Þetta er guð þinn, Ísrael, sem leiddi þig út af Egyptalandi."`    

9Drottinn sagði við Móses: "Ég sé nú, að þessi lýður er harðsvírað fólk.

    10Lát mig nú einan, svo að reiði mín upptendrist í gegn þeim og tortími þeim. Síðan vil ég gjöra þig að mikilli þjóð."    

11En Móses reyndi að blíðka Drottin, Guð sinn, og sagði: "Hví skal, Drottinn, reiði þín upptendrast í gegn fólki þínu, sem þú leiddir út af Egyptalandi með miklum mætti og voldugri hendi?

    12Hví skulu Egyptar segja og kveða svo að orði: ,Til ills leiddi hann þá út, til að deyða þá á fjöllum uppi og afmá þá af jörðinni`? Snú þér frá þinni brennandi reiði og lát þig iðra hins illa gegn fólki þínu.    

13Minnst þú þjóna þinna, Abrahams, Ísaks og Ísraels, sem þú hefir svarið við sjálfan þig og heitið: ,Ég vil gjöra niðja yðar marga sem stjörnur himinsins, og allt þetta land, sem ég hefi talað um, vil ég gefa niðjum yðar, og skulu þeir eiga það ævinlega."`

    14Þá iðraðist Drottinn hins illa, er hann hafði hótað að gjöra fólki sínu.    

15Síðan sneri Móses á leið og gekk ofan af fjallinu með báðar sáttmálstöflurnar í hendi sér. Voru þær skrifaðar báðumegin, svo á einni hliðinni sem á annarri voru þær skrifaðar.

    16En töflurnar voru Guðs verk og letrið Guðs letur, rist á töflurnar.    

17En er Jósúa heyrði ópið í fólkinu, sagði hann við Móse: "Það er heróp í búðunum!"     18En Móse svaraði: "Það er ekki óp sigrandi manna og ekki óp þeirra, er sigraðir verða; söngóm heyri ég."

 

    19En er Móses nálgaðist herbúðirnar og sá kálfinn og dansinn, upptendraðist reiði hans, svo að hann þeytti töflunum af hendi og braut þær í sundur fyrir neðan fjallið.    

20Síðan tók hann kálfinn, sem þeir höfðu gjört, brenndi hann í eldi og muldi hann í duft og dreifði því á vatnið og lét Ísraelsmenn drekka.

    21Þá sagði Móses við Aron: "Hvað hefir þetta fólk gjört þér, að þú skulir hafa leitt svo stóra synd yfir það?"    

22Aron svaraði: "Reiðst eigi, herra. Þú þekkir lýðinn, að hann er jafnan búinn til ills.

    23Þeir sögðu við mig: ,Gjör oss guð, er fyrir oss fari, því vér vitum eigi, hvað af þessum Móse er orðið, manninum, er leiddi oss burt af Egyptalandi.`    

24Þá sagði ég við þá: ,Hver sem gull hefir á sér, hann slíti það af sér.` Fengu þeir mér það, *og kastaði ég því í eldinn, svo varð af því þessi kálfur." *

    25Er Móses sá, að fólkið var orðið taumlaust, því að Aron hafði sleppt við það taumnum, svo að þeir voru hafðir að spotti af mótstöðumönnum sínum,    

26þá nam Móses staðar í herbúðahliðinu og mælti: "Hver sem heyrir Drottni til, komi hingað til mín!" Þá söfnuðust allir levítar til hans.

    27Og hann sagði við þá: "Svo segir Drottinn, Ísraels Guð: ,Hver einn festi sverð á hlið sér, fari síðan fram og aftur frá einu hliði herbúðanna til annars og drepi hver sinn bróður, vin og frænda."`    

28Og levítarnir gjörðu sem Móses bauð þeim, og féllu af fólkinu á þeim degi þrjár þúsundir manna.

    29Og Móses sagði: "Fyllið hendur yðar í dag, Drottni til handa, því að hver maður var á móti syni sínum og bróður, svo að yður veitist blessun í dag."    

30Morguninn eftir sagði Móses við lýðinn: "Þér hafið drýgt stóra synd. En nú vil ég fara upp til Drottins; má vera, að ég fái friðþægt fyrir synd yðar."

    31Síðan sneri Móses aftur til Drottins og mælti: "Æ, þetta fólk hefir drýgt stóra synd og gjört sér guð af gulli.    

32Ég bið, fyrirgef þeim nú synd þeirra! Ef ekki, þá bið ég, að þú máir mig af bók þinni, sem þú hefir skrifað."

    33En Drottinn sagði við Móse: "Hvern þann, er syndgað hefir móti mér, vil ég má af bók minni.    

34Far nú og leið fólkið þangað, sem ég hefi sagt þér, sjá, engill minn skal fara fyrir þér. En þegar minn vitjunartími kemur, skal ég vitja synda þeirra á þeim."     35En Drottinn laust fólkið fyrir það, að þeir höfðu gjört kálfinn, sem Aron gjörði.Það er næsta illskiljanlegt að þessi atburður skyldi geta átt sér stað einmitt þarna. Í svo mikilli nálægð við hinn himneska Föður og frelsara. Skýið huldi Sinai fjall til að hylja dýrð Guðs, svo fólkið mætti lífi halda. Aron hafði sjálfur verið á fjallinu með Móses en samt gegndi hann svona stóru hlutverki í því að búa til hjáguðinn og fremja svik gagnvart Guði. Getur verið að við séum að taka þátt í engu minni syndum án þess að jafnvel verða vör við það.?

Í anda spádómsgáfunnar má lesa. „ af þessu má draga þann lærdóm hve litla ábyrgð og traust hægt er að fela mönnum sem treysta öðrum mönnum en setja ekki allt sitt traust á Guð á himnum.

Þeir sem að lifa á hinum síðustu dögum eru í mikilli hættu af því að setja traust sitt á menn fremur en hinn sanna lifandi Guð.

Drottinn hefur gefið okkur þær leiðbeiningar að sagan um uppreisn Ísraelssé okkur til viðvörunnar vegna þess að menn á sínum tíma, þrátt fyrir að hafa mikla þekkingu og ljós sannleikans, urðu sjálfum sér nægir og fóru að líta á mannlega leiðtoga, sem sjálfir ástunda illt. Menn sem ættu að standa fastir á kletti trúarinnar með hinn bjargföstu lífsgildi á hreinu, eru að ganga í sömu slóð og Ísraelsmenn forðum. Sumir yfirgefa jafnvel trúna og leita á náðir blekkingaranda og láta sannfærast af kenningum illra anda.

Það eru til menn sem rétt eins og Aron, sem fremur leitast við að þóknast kröfum fólksins, þegar þeir ættu miklu fremur að vera sterkir og stöðugir við að innsigla boðorðin meðal lærisveina Guðs.

Mikinn tíma, vinnu og árvekni þarf að viðhafa til að vinna gegn áhrifum hins illa sem smýgur inn og ryður sér braut til áhrifa hjá þeim sem eru tilbúnir til að taka á móti rangri „heimspeki" , til að framkalla rugling og klofning. Öll tæki þarf að viðhafa til að greina hina miklu hættu af áhrifum Satans til að verja sálir frá því að dragast inn í net hins nútímalega Arons, sem sagði í annarri Mósebók kafla 32. 2 til 5.

"Slítið eyrnagullin úr eyrum kvenna yðar, sona og dætra, og færið mér."     3Þá sleit allt fólkið eyrnagullin úr eyrum sér og færði Aroni,     4en hann tók við því af þeim, lagaði það með meitlinum og gjörði af því steyptan kálf. Þá sögðu þeir: "Þetta er guð þinn, Ísrael, sem leiddi þig út af Egyptalandi."     5Og er Aron sá það, reisti hann altari fyrir framan hann, og Aron lét kalla og segja: "Á morgun skal vera hátíð Drottins."

Hvað í ósköpunum átti Aron við?? Datt honum í hug að hægt væri að halda hátíð til heiðurs Drottni á þennan hátt.?

Svo þegar Móses kemur niður af fjallinu, reiðist hann svo að hann grýtir sáttmálstöflunum niður og molar þær, spyr Aron , sjá vers 21 og áfram.

21Þá sagði Móse við Aron: "Hvað hefir þetta fólk gjört þér, að þú skulir hafa leitt svo stóra synd yfir það?"

    22Aron svaraði: "Reiðst eigi, herra. Þú þekkir lýðinn, að hann er jafnan búinn til ills.    

23Þeir sögðu við mig: ,Gjör oss guð, er fyrir oss fari, því vér vitum eigi, hvað af þessum Móse er orðið, manninum, er leiddi oss burt af Egyptalandi.`     24Þá sagði ég við þá: ,Hver sem gull hefir á sér, hann slíti það af sér.` Fengu þeir mér það, og kastaði ég því í eldinn, svo varð af því þessi kálfur."

Mér sýnist helst á orðum Arons að hann reyni að draga úr alvarleika eigin gjörða og varpa sök á fólkið sem honum var þó treyst fyrir. Guð hefði auðvitað getað sagt Móses að Aron væri ekki treystandi. En hann leyfði hinu illa að sýna sig í hinum skammarlegu og hvatvísu ákvörðunum Arons og fólksins. Þegar leiðtogarnir meðal fólksins og Aron höfðu sýnt hvers þeir voru megnugir, sendi hann Móses niður til að refsa illgjörðarmönnunum.

Guð sér hvað býr í hjarta manna. Og stundum leyfir hann hinu illa að vinna sín verk í því skini að hindra enn frekari illsku, sem verða mundi nema vegna þess að hann leyfir áhrifum sínum í hjarta mannsins að vinna sitt verk og sigra hið illa.

Aron sem var treyst fyrir svo miklu og gegndi heiðurshlutverki fyrir Drottin, jafnvel hann brást hrapalega og steypti guð úr skarti fólksins og bjóst til að halda hátíð við það.

Hvað var að gerast í hjarta Arons, sem hafði séð og fundið til nærveru Drottins? Aðeins vegna tárþrunginna bæna Mósesar var lífi Arons þyrmt og hann reistur við er hann sýndi iðrun og sanna auðmýkt fyrir Drottni. Ef hann hefði sýnt stöðuglyndi og trúfestu er honum var treyst fyrir fólkinu í fjarveru aðalleiðtogans, þá hefði þúsundum lífa verið þyrmt meðal þessa fólks.

Erum við eitthvað betur stödd í dag. Eru hjáguðir okkar tíma eitthvað skárri en gullkálfurinn sem Ísraelslýður lét Aron steypa? Hverskonar hjáguði höfum við í dag. ? Sjáum við þá, gerum við okkur grein fyrir hverjir þeir eru. Hvernig. Hvað þeir eru að gera í lífi okkar. Hvert þeir eru að leiða okkur? Erum við betri en Aron?

Mundum við standa okkur betur en hann, ef við yrðum fyrir þrýstingi? Svari hver fyrir sig. Ég þori ekki að standa hér og fullyrða að ég yrði eitthvað betri eða ætti sterkari trúfesti. Hjáguðir nútímans eru svo samofnir daglegu lífi okkar að við sjáum þá varla. Við erum svo ótrúlega háð ýmsu sem tekur tíma og athygli frá því sem skiptir mestu máli. Daglega heyri ég um „hjáguði", sem njóta mikilla vinsælda meðal margra. Það eru t.d. spádómar um framtíðina bornir fram af allskonar fólki sem öðlast miklar vinsældir og er gjarnan lyft á stall meðal fólksins og þeirra frægu og ríku. Það þykir fínt að trúa allskonar kenningum með skrítin heiti á ýmsum persónuleikum fólks. Sem eiga að skýra út hversvegna við erum svona mismunandi. Við heyrum æ ofan í æ hve stórkostleg við séum og hve möguleikar okkar séu óendanlega miklir, bara ef við trúum nógu mikið á okkur sjálf og það sem við búum til í huga okkar. Ekki að ég vilji halda því fram að við eigum ekki að vera bjartsýn og hafa sjálfstraust, en sjáið hve ofurtrú á gáfur og klókindi með áhættuhegðun og djörfung fjárhættuspilarans hefur leitt marga í óendanlega sorglegar ógöngur. Og hvað segja þeir sem veltu boltanum af stað.? Eru þeir ekki bara eins og Aron og segja, fólkið vildi þetta........ Fólkið vildi hafa það gott og helst enn betra. Og enginn vill bera ábyrgð, allavega mjög fáir. Flestir benda á hina, einhverja langt í burtu, eitthvað allt annað en þeirra eigin ásókn í meira og meira. Meira en þarf til að hafa það býsna gott og vera í þeirri aðstöðu að láta gott af sér leiða. Vissulega hafa margir látið gott af sér leiða með velmegun sinni og komið góðum hlutum að. En Guð lítur á heiminn og sér fullt af þjáningu. Hann sér það sem postulinn sá að verða mundi á hinum síðustu dögum eins og stendur í þekktum

versum í öðru bréfi til Tímóteusar. 3. kafla.
1 Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir.

    2 Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir,

    3 kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er,

4 sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð.   

  5 Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. Snú þér burt frá slíkum! (innskot til skýringar fyrir lesanda)

En Páll lýsti ekki einungis því sem verða mundi einkenni hinna síðustu tíma. Hann gefur lærisveini sínum holl ráð og þar með okkur hinum einnig. Lesum hvað hann gefur okkur í veganesti.

Í öðrum kaflanum segir Páll meðal annars. Tak eftir því, sem ég segi. Drottinn mun gefa þér skilning á öllu.

   
8 Minnst þú Jesú Krists, hans sem risinn er upp frá dauðum, af kyni Davíðs, eins og boðað er í fagnaðarerindi mínu.

Fyrir það líð ég illt og það jafnvel að vera í fjötrum eins og illvirki. En orð Guðs verður ekki fjötrað.

( Þeir sem þekkja til Páls postula vita að á þessum tíma sat hann enn eina ferðina í fangelsi við illan kost vegna baráttu sinnar við að breiða út fagnaðarerindið um Jesú Krist.)(innskot höfundar)

15 Legg kapp á að reynast hæfur fyrir Guði sem verkamaður, er ekki þarf að skammast sín og fer rétt með orð sannleikans.

    16 Forðast þú hinar vanheilögu hégómaræður, því að þeim, er leggja stund á þær, skilar lengra áfram í guðleysi,    

17 og lærdómur þeirra etur um sig eins og helbruni. Í hópi þeirra eru þeir Hýmeneus og Fíletus.

    18 Þeir hinir sömu hafa villst frá sannleikanum, þar sem þeir segja upprisuna þegar um garð gengna og umhverfa trú sumra manna.    

19 En Guðs styrki grundvöllur stendur. Hann hefur þetta innsigli: "Drottinn þekkir sína" og "hver sá, sem nefnir nafn Drottins, haldi sér frá ranglæti."23 En hafna þú heimskulegum og óskynsamlegum þrætum. Þú veist, að þær leiða af sér ófrið.     24 Þjónn Drottins á ekki að eiga í ófriði, heldur á hann að vera ljúfur við alla, góður fræðari, þolinn í þrautum,     25 hógvær er hann agar þá, sem skipast í móti. Guð kynni að gefa þeim sinnaskipti, sem leiddi þá til þekkingar á sannleikanum,     26 þá gætu þeir endurvitkast og losnað úr snöru djöfulsins, sem hefur veitt þá til að gjöra hans vilja.

 

3. kaflinn.

1
Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir.

    2 Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir,     3 kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er,     4 sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð.     5 Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. Snú þér burt frá slíkum! (Sjá tilvitnun úr 3 kafla. 2. bréfi til Tímóteusar í Biblíu)

Undrumst ekki þann glundroða sem við sjáum blasa við meira nú en oft áður. Við erum einungis að sjá upphaf að sýnishorni þess sem koma mun.

Lof sé Guði fyrir að gefa okkur Orð sitt og vara okkur við komandi tímum. Við höfum enn tækifæri til að vísa öðrum veginn.

Tækifæri til að tileinka okkur Guðs orð og kjósa að helgast honum enn betur. Okkar er valið. Hann gaf okkur frelsi til að velja.

Okkar hlutverk er að sýna öðrum hver Guð er. Það eru ótal leiðir og ekki allar auðveldar. En þegar Andi Guðs fær að stjórna eru okkur allir vegir færir.

Ég get tekið hér dæmi frá manni sem gaf upp tíu ástæður þess að hann trúir á Guð.

Ein ástæðan var sú að hann „sér hina eyðileggjandi afleiðingu af guðleysi hjá fjölda einstaklinga og samfélögum og hve sorglegar staðreyndir þar um blasa við.

„Ég trúi á Guð", sagði hann líka, „vegna hinna mörgu góðu mannkosta og persónuleikastyrks, sem einkenna marga kristna þrátt fyrir mótbyr og neikvæð áhrif allt um kring." Hann er þar að vísa til: heiðarleika, örlætis, trúmennsku, sanngirni, fyrirgefningu, þolinmæði, stefnufestu, þrautseigju og að geta elskað þá sem virðast ekki elskuverðir.

Hann segir líka að við virðum og dáumst að þessum eiginleikum dýrmætir eiginleikar settir fram fyrir okkur frá Guði og hafa ekkert með þróun eða þróunarkenningu að gera.

Þetta eru eins og við öll hér vitum, gjafir heilags Anda, ókeypis handa okkur að njóta til að vaxa og þroskast í Guðs mynd.

Fyrir 30 árum, daginn fyrir jól, gekk drukkinn maður út af bar í París, ásamt álíka drukknum félögum sínum. Í þann mund sem þeir voru að fara yfir götuna, gengu þeir fram á hóp af fólki sem söng jólalög. Sá drukkni gekk að hópnum og áður en hann gat sagt orð, opnaði einn af söngvurunum biblíuna og las þennan dýrmæta boðskap : *16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

    ATH:(17 Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.)(innskot aukalega fyrir lesanda)

Svo gaf söngvarinn tilvitnunina, Jóhannes, 3: *16.

Hin drukkni var sem steini lostinn og hrópaði til vina sinna

" Hei það er ég, hann talaði um mig" Já rétt þessi maður hét raunar Jóhannes og hafði gifst 3 sinnum og átti 16 börn. Á þessu augnabliki sannfærði heilagur Andi hann um hvar hann stæði í deilunni miklu. Maðurinn áttaði sig á að kominn var tími til að breytaeinhverju í lífi sínu. Biblíuversið talaði til hans persónulega fyrir hönd Guðs. Næsta dag deildi Jóhannes reynslu sinni með nokkrum vina sinna. Einn þeirra rétti honum miða á biblíunámskeið. Hann hóf að nema Guðs Orð í einlægni. Og líf hans breyttist algjörlega. Fáeinum mánuðum síðar staðfesti nýr og betri maður, Jóhannes, þessa umbreytingu opinberlega með því að helgast Kristi í skírn.

Hugsið ykkur kraftinn í Orði Guðs.

1 Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.     2 Hann var í upphafi hjá Guði. 3 Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er.    4 Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna.     5 Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.

(ath: Ég er ljós heimsins sagði Jesú)    6 Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. (Skírari)   7 Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir hann.      8 Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið.

(munið að hann sagði m.a. „ sjá Guðs lambið sem ber synd heimsins") (Innskot höfundar)

    9 Hið sanna ljós, (Jesú Kristur) sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. 10. Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, (skapari) en heimurinn þekkti hann ekki. (vildi ekki þekkja hann)

(þess vegna var honum fórnað , hann krossfestur vegna vorra synda eins og spámaðurinn Jesaja sagði fyrir um, meira en 600 árum fyrr í mannskynssögunni, sjá Jesaja, 53. kafla í GT.) (innskot höfundar)

Meðal þess sem við lesum í daglegum fréttum eru ýmsar aðferðir til að finna sjálfan sig, kjarnann í sjálfum sér og svo framvegis.

Ulirch Frikart, forseti Evrópu og Afríkudeildar sjöunda dags Aðventista, segir frá því er hann hitti stúlku fyrir 30 árum, sem hafði fallegustu augu sem hann hafði séð, „hin fegurstu í heimi", sagði hann. Hún var trúuð og bauð honum að rannsaka biblíuna með presti sínum. Ulrich gleymir aldrei fyrstu lexíunni, sem var úr Daníels bók 2. kafla. Hann segir að þarna hafi hann áttað sig á hver hann var og hvers vegna hann var hér. Ég vissi að ég átti vísa framtíð með Guð til að leiða mig áfram. Biblían varð lífs leiðarljós mitt. Ég skírðist og stúlkan sem kynnti mig fyrir þessum stórkostlegu uppgötvunum varð lífsförunautur minn. Já Guðs vegir eru órannsakanlegir og þó hið mesta og besta rannsóknarefni sem til er manninum til sáluhjálpar. Eftirmáli: Meðan enn er tími og enn er tækifæri, getur það skipt máli um alla eilífð fyrir þig, hvort þú tekur þá stefnu að kynnast Guði, skapara þínum og frelsara nánar og lærir að eignast í honum þinn besta trúnaðarvin og leiðarljós. Mundu eftir því sem um hann var sagt: 1Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.      2 Hann var í upphafi hjá Guði.

Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er.

Athugaðu að Jesú Kristur kom frá Föðurnum og ekkert var skapað án hans, hann sagði , þér hafið séð föðurinn, þegar þér hafið séð mig, ég og faðirinn erum eitt.

Jóhannes 3.36 Sá sem trúir á soninn, hefur eilíft líf, en sá sem óhlýðnast syninum, mun ekki sjá líf, heldur varir reiði Guðs yfir honum."

Hvað þýðir þetta?

Er ekki kominn tími til að rannsaka það nánar?
   

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Þórdís Ragnheiður Malmquist

Höfundur

Þórdís Ragnheiður Malmquist
Þórdís Ragnheiður Malmquist

Félagsliði í fullri vinnu við hjúkrun aldraðra. Starfa við öflun efnis og dagskrárgerð, þýðingar og annað sem tengist kirkjunni minni sem er Boðunarkirkjan Hlíðarsmára 9. Sjá útvarp boðun FM105,5 Reykjavík0g 109,4 á Akureyri. Einnig  <bodunarkirkjan.is> Hef áhuga á andlegum efnum og boðorðunum 10 eins og þau eru í Ritningunni, sérstaklega því 4.Elska ferðalög og ósnortna náttúru. Bestu stundirnar eru með barnabörnunum og svo vinum sem hafa stórt hjarta.

 

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • á hippaballi Ketilási 2010
  • Sumarkvöld að Hraunum
  • Miklavatn í júlí
  • Stíflan
  • Vigdís og Nói

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 674

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband